Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 12
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 www.virk.is MENNTAMÁL Ein virtasta keppnin í samningatækni á heimsvísu verður haldin í Reykjavík um næstu helgi. Háskólinn í Reykjavík heldur keppnina en lið háskólans sigraði í keppninni á síðasta ári. Lið HR hefur komist í aðal- keppnina í öll þrjú skiptin sem skólinn hefur tekið þátt en mjög sterkir háskólar senda lið í keppn- ina ár eftir ár, eins og Harvard Law School, HHL Graduate School of Management og UC Hastings. - ebg Keppt í samningatækni: Íslenska liðið sterkt á velli NÁTTÚRA Það er mat Hafrann- sóknastofnunar að niðurstöður rannsóknar um stofnerfðafræði makríls gefi ekki tilefni til að megi álykta að svo stöddu að hluti mak- rílsins sem veiðist við Ísland komi frá Kanada. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, um mak- rílgöngur í íslenskri lögsögu. Tilefni fyrirspurnarinnar byggist á fyrstu niðurstöð- um rannsóknarverkefn- is sem sérfræðingar frá m.a. hafrann- sóknastofnun- unum í Bergen í Noregi og Þórs- höfn í Færeyjum eru aðilar að, ásamt sérfræðing- um frá Matís og Hafrann- sóknastofnun. Í rannsókn- inni var erfðabreytileiki þriggja stofn eininga, þ.e. við Kanada, út af vestur- strönd Írlands (vesturstofn) og á Biskajaflóa (suðurstofn) kannaður og borinn saman við makríl sem veiðist hér við land. Munurinn var mun minni en búist var við, sérstaklega í sam- anburði við aðrar uppsjávarteg- undir, svo sem síld. Niðurstöðurn- ar voru að um 85% fiskanna voru líklegir til að vera af evrópskum uppruna, 4% af óvissum uppruna og 11% af kanadískum uppruna, en ítrekað var að tölfræðilegur grunnur rannsóknarinnar væri veikur og ómögulegt að segja til um uppruna makríls við Ísland með einhverri vissu. Næstu skref í rannsóknunum eru að fá áreiðanlegri niðurstöður um stofnerfðafræði og skyldleika Fyrstu niðurstöður rannsóknar benda til að hluti makríls við Ísland geti verið af kanadískum uppruna: Kanadískur uppruni makríls háður óvissu ÖSSUR SKARPHÉÐINS- EVRÓPUMÁL Sendinefnd ESB á Íslandi býður tveimur fulltrúum á ári að taka þátt í EUVP-áætlun (European Union Visitors Pro- gram) sambandsins í Brussel. Árið 2011 voru fulltrúarnir þrír enda var það mat ESB á þeim tíma að áhugi Íslendinga á sambandinu hefði aukist. Ári síðar var fulltrúunum aftur fækkað um einn. Síðan hafa tveir farið á hverju ári til Brussel sam- kvæmt EUVP-áætluninni. Jón Bjarna- son, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir í grein í Frétta- blaðinu í gær að sveitarstjórnar- menn og fleiri vilji komast frítt til Brussel og fá dagpeninga. Jón segir að „sendiráð“ Evr- ópusambands- ins á Íslandi hafi milligöngu um þessar heim- sók nir sam- kvæmt áætlun EUVP. Ferðirn- ar séu fjármagn- aðar af Evrópuþinginu og fram- kvæmdastjórn ESB. Jón telur að fjöldi þeirra sveitarstjórnarmanna sem hafa farið í slíkar ferðir geti hlaupið á tugum ef ekki hundruðum. „Það er ekki hægt að bjóða sveit- arstjórnarfólki upp á málflutn- ing af þessu tagi,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég er mjög leiður yfir því að maður af eldri kynslóð stjórn- málamanna sé að draga mikil- væga umræðu í þjóðfélaginu niður á þetta plan í staðinn fyrir að tefla fram rökum máli sínu til stuðn- ings,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Það er ekkert nýtt að sendinefnd ESB bjóði Íslendingum til Brussel í EUVP-ferðir. Slíkar boðsferðir hafa tíðkast að minnsta kosti frá 2003. Fram til ársins 2011 var einum til tveimur boðið á hverju ári. Halldór segir að Samband íslenskra sveitarfélaga reki skrif- stofu með einum starfsmanni í Brussel. Hann segir að eðlilega eigi sveitarstjórnarmenn sem eru í forsvari fyrir sitt sveitarfélag erindi til Brussel til að gæta hags- muna umbjóðenda sinna. Sveitarstjórnarmenn eigi erindi til Brussel vegna EES-samnings- ins og EFTA. Aðrir vilji fara til Brussel til að kynna sér starfsemi og stofnanir ESB. Langflestar ferðir sem sveitar- stjórnarmenn fara til Brussel eru greiddar af Sambandi íslenskra sveitarfélaga eða sveitarfélögun- um sjálfum, samkvæmt upplýsing- um frá sambandinu. Af öðrum ferðum sem menn muna til að sveitarstjórnarmenn hafi farið til Brussel má nefna þrjár kynnisferðir sem Fasta- nefnd Evrópusambandsins bauð sveitarstjórnarfólki í til Brussel árið 2012. johanna@frettabladid.is Segir mál- flutning Jóns óboðlegan Sendinefnd ESB á Íslandi býður tveimur fulltrúum á ári í EUVP-ferðir til Brussel en ekki tugum eða hund- ruðum eins og fyrrverandi ráðherra lætur liggja að. JÓN BJARNASON FÁNAR Jón Bjarnason telur að margir sveitarstjórnarmenn vilji halda aðildarviðræðum við ESB áfram svo þeir fái fríar ferðir, dagpeninga og styrki í gæluverkefni. AFP/ PHOTO EUVP-áætlun Evrópusambands- ins (European Union Visitors Program) veitir einstaklingum á aldrinum 25-45 ára í löndum utan ESB tækifæri til að heimsækja stofnanir ESB í Brussel og Strass- borg. Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. EUVP-áætlunin er fjár- mögnuð af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB, sem í sameiningu sjá um framkvæmd heimsókna. Hver heimsókn stend- ur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald. ➜ EUVP-áætlun ESB HALLDÓR HALLDÓRSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.