Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 18
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 TEKUR VIÐ HAMINGJUÓSKUM Lasith Malinga, fyrirliði krikketlandsliðs Srí Lanka, tekur við hamingjuóskum í heimalandi sínu. Lið hans vann heims- meistaramótið í krikket síðastliðinn sunnudag eftir að hafa borið sigurorð af Indlandi. GRÆTUR Í RÉTTARHÖLDUM Aimee Pistorius, systir Oscars Pistorius, grætur er hún hlýðir á vitnisburð bróður síns í borginni Pretoriu í Suður-Afríku. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á Valentínusardag í fyrra. HOLA Í JÖRÐU Þessi dularfulla hola í jörðinni, sem talið er að sé sautján metra djúp, uppgötvaðist í hverfinu Sagene í Ósló fyrir skömmu. Svæðið var umsvifalaust lokað af og stóð til að fylla upp í holuna sem fyrst til að koma í veg fyrir slys. GEORG Á NÝJA-SJÁLANDI Katrín, hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, heldur á syni þeirra Georg prins. Mæðginin kíktu í heimsókn til sam- takanna Plunket í Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands, þar sem Georg lék sér við jafnaldra sína. Þetta var fyrsta opinbera verkefni hins átta mánaða Georgs og fórst honum það vel úr hendi. Fjölskyldan er á þriggja vikna ferðalagi um Nýja-Sjáland og Ástralíu. BÆNASAMKOMA Kona setur kerti á sinn stað á bænasamkomu sem var haldin á hóteli í Peking í Kína vegna farþeganna sem voru um borð í malasísku flugvélinni sem hvarf í síðasta mánuði. Leit hefur staðið yfir að vélinni í Indlandshafi að undan- förnu. Ástralskt skip hefur greint hljóð sem hugsanlega kemur úr flugrita hennar. LITRÍKIR TÚLIPANAR Kona tekur ljósmyndir innan um litríka túlipana á hlýjum og sólríkum vordegi skammt frá Jüchen í vesturhluta Þýskalands. RÁÐHERRA SAGÐI AF SÉR Menningarmálaráðherra Bretlands, Maria Miller, hefur sagt af sér vegna deilna um útgjöld. Hún hafði verið hreinsuð af ásökunum um að hafa fjármagnað hús foreldra sinna á kostnað skattgreiðenda. Henni var samt gert að endurgreiða um eina milljón króna. Áður hafði sjálfstæður ráðgjafi bresku ríkis- stjórnarinnar mælt með því að hún endurgreiddi um átta og hálfa milljón króna. SYRGIR FÓRNARLAMB SPRENGJUÁRÁSAR Pakistanskur maður syrgir ættingja sinn fyrir utan líkhús á sjúkrahúsi í höfuðborg Pakistans, Islamabad. Að minnsta kosti tuttugu manns fórust í sprengingu fyrir utan ávaxta- og grænmetismarkað í borginni í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6 7 7 8 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.