Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 20
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 Konur sem fara aldrei í sólbað eru í tvöfalt meiri hættu á að deyja fyrr en aðrar konur. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi og Háskólann í Lundi. Þeir hafa fylgst með 29 þúsund- um kvenna á aldrinum 25 til 64 ára í suðurhluta Svíþjóðar um 20 ára skeið. Konurnar voru spurðar að því hvort þær sóluðu sig á sumrin, á veturna, færu í ljós eða færu í sólar landaferðir. Vísindamennirnir mæla með því að Svíar fari eftir þeim ráðlegg- ingum sem gefnar eru um sólböð í suðurhluta Ástralíu. Það þýðir að margir geti með góðri samvisku borðað hádegis- nestið sitt úti í sólinni. Það fari eftir því hversu sterkir sólargeisl- arnir eru og hvernig húð viðkom- andi hefur. Þeir ráða fólki hins vegar frá því að vera lengi í sólinni þar sem það auki líkurnar á að fólk fái húð- krabbamein. - ibs Venja á ungbörn strax á neyslu ávaxta og grænmetis þegar brjóstagjöf lýkur. Tím- inn þegar verið er að venja barn á fasta fæðu er afar mikilvægur varðandi fram- tíðarmatarvenjur þess. Þetta kom fram á þingi sérfræðinga í Dijon í Frakklandi um síðustu mánaðamót. Þar voru kynntar niðurstöður rann- sókna sérstaks verkefnis, HabEat, á vegum Evrópusambandsins. Meðal ann- ars var kynnt fjögurra ára rannsókn á 18 þúsundum mæðra og barna og niðurstöð- ur fjögurra stórra evrópskra lýðheilsu- rannsókna. Sérfræðingarnir rannsökuðu meðal annars hvers vegna börn borða eins og þau gera og hvernig matarvenjur verða til. Í fyrsta hluta verkefnisins var rannsak- að hvernig börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára læra að þykja grænmeti gott og hvernig þau venjast því að þykja það ekki gott. Niðurstöðurnar eru meðal annars þessar: 1. Ef grænmetið er stappað fyrir ungbörn verða þau hrifnari af fleiri tegundum til skamms og langs tíma. 2. Sé barninu gefin ný tegund af grænmeti mörgum sinnum venjast þau bragðinu og fara að borða meira af grænmetinu. Þannig venur þú barnið á grænmeti Venja á ungbörn á neyslu grænmetis og ávaxta strax að lokinni brjóstagjöf. Í verkefni á vegum Evrópusambandsins var rannsakað hvernig matarvenjur barna verða til. Breskir vísindamenn mæla með því að borðaðir séu sjö skammtar af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi. Breskir vísindamenn við UCL-háskólann í London mæla með því að borðaðir séu sjö skammtar af grænmeti og ávöxtum á dag eða meira í stað fimm eins og ráðlagt hefur verið frá árinu 1990. Eftir að hafa rannsakað matarvenjur 65 þúsunda Breta hafa vísindamennirnir komist að því að þeir sem borða mikið af grænmeti og ávöxtum séu greinilega í minni hættu á að deyja fyrir aldur fram en aðrir. Á heimasíðu háskólans segir jafnframt að grænmeti hafi meiri heilsusamleg áhrif en ávextir. Það kom vísindamönnunum á óvart að hættan á að deyja fyrir aldur fram jókst við neyslu á frystum og niðursoðnum ávöxtum. Bent er á að mikið magn sykurs sé algengt í niðursoðnum ávöxtum auk þess sem síróp sé í ódýrari tegundum af niðursoðnum ávöxtum en ekki ávaxtasafi. ÓÁNÆGÐUR Ráð til að fá börn á aldrinum 3 til 6 ára til að borða meira af grænmeti er að bjóða þeim að velja á milli tveggja tegunda. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta á hins vegar ekki við um börn á aldrinum þriggja til sex ára. Þau borða ekki meira af grænmetistegund þótt þau hafi fengið hana oft áður. 3. Ráð til að fá börn á aldrinum 3 til 6 ára til að borða meira af grænmeti er að bjóða þeim að velja á milli tveggja teg- unda. Næringarfræðingar hafa áður bent á að þótt ungbarn gretti sig þegar það bragðar á nýrri grænmetistegund þýði það ekki endi- lega að því þyki hún vond. Svipbrigðin geta verið vegna þess að bragðið kemur þeim á óvart. Þess vegna sé skynsamlegt að bjóða barninu sömu tegund fljótlega aftur. Þá venjist það smátt og smátt bragðinu. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ingibjorgbs@frettabladid.is SKAMMTAR Á DAG Í STAÐ FIMM7 Keppni er hafin í leiknum Fjár- málahreysti milli nemenda í efstu bekkjum grunnskólans. Um er að ræða spurningaleik, sér- staklega hannaðan fyrir snjallsíma, sem ætlað er að efla fjármálalæsi ungmenna. Leikurinn var hannaður og þró- aður af starfs- fólki Landsbank- ans í samvinnu við Ómar Örn Magnús- son, aðstoðarskóla- stjóra Hagaskóla, sem var aðalhöfund- ur Raunveruleiks- ins. Sá leikur hlaut á sínum tíma verð- laun Norrænu ráð- herranefndarinnar sem besta námsefnið í neytendamálum. „Fjármálahreysti er einfaldur spurn- ingaleikur og er hægt að taka þátt hvenær sem er,“ segir Ómar Örn. Hann bendir á að kannanir hér á landi hafi bent til þess að skortur sé á fjármálalæsi ungs fólks og reynd- ar einnig fullorðinna. „Við höfum notað þær leiðir sem við höfum til að ná til hópsins sem við viljum ná til. Ég held að leikir séu klárlega réttasta leið- in. Við getum nýtt þá til að vekja ungt fólk til umhugsunar,“ tekur hann fram. Í Fjármálahreysti leysa þátttakendur 64 fjölbreytt verk- efni sem eru á fjór- um mismunandi efnissviðum. Þau snerta fjóra þekk- ingarflokka og eru sett fram á jafn- mörgum þyngdar- stigum. Efnissviðin fjögur taka mið af markmiðum OECD í fjármálafræðslu, að því er segir í upplýsingum frá Landsbankanum. Keppninni lýkur 8. maí og fá stiga- hæstu nemendurn- ir verðlaun. Einnig fær sá skóli þar sem hlutfallslega flestir nemendur spreyta sig á leiknum viðurkenningu. Leikurinn er öllum opinn á vef- slóðinni fjarmalahreysti.is. Nýstárleg fjármálafræðsla fyrir ungmenni: Fjármálahreysti er nýr spurningaleikur LEIKUR Spurningaleikurinn er sérsaklega hannaður fyrir snjallsíma. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna í Svíþjóð sýna að sólböð geti verið heilsusamleg: Konur sem fara aldrei í sólbað deyja fyrr Alls taka 240 bekkir með nær fimm þúsundum nemenda þátt í verkefninu Tóbakslaus bekkur. Keppnin er á vegum Embættis landlæknis og er nú haldin hér á landi í fimmtánda sinn. Allir 7. og 8. bekkir á landinu geta tekið þátt í verkefninu ef eng- inn nemi í bekknum notar tóbak. Lokaskil á verkefnum eru föstu- daginn 25. apríl og er eingöngu tekið við þeim á tölvutæku formi. Æskilegt er að myndbrot séu ekki lengri en 10 mínútur. - ibs Keppnin Tóbakslaus bekkur: Fimm þúsund nemar eru með Á SÓLARSTRÖND Líkurnar á húðkrabbameini aukast sé dvalið lengi í sól. 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr 3 verð á rúmfötum Sendum frítt úr vefverslun lindesign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.