Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 22
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTANDINN | 22 Bestu kaup Álfrúnar Örnólfsdóttur leikkonu eru skór sem hún pantaði af netinu. „Ég var búin að bíta það í mig að fjárfesta í skóm frá Chie Mihara, sem kosta alveg annan handlegginn og rúmlega það. Vandamálið var að mig langaði jafnmikið í svona 30 pör. Ég eyddi miklum tíma í að skoða skó á netinu af og til í þrjá mánuði og tókst svo með herkjum að velja eitt par úr og pantaði það. Ég var búin að byggja upp svo miklar væntingar um hina fullkomnu skó að ég var dauðstressuð um að skórnir yrðu vonbrigði líf míns. Daginn sem þeir komu frestaði ég því að taka þá úr kassanum og máta. En svo skellti ég bara upp kæruleysisgrímunni og skellti mér í skóna. Þeir voru æðislegir, þvílíkur léttir!“ Álfrún kveðst ekki hafa verið jafnheppin með kaup á bílnum sínum. Hún segir hann hafa litið vel út við kaupin en svo fóru bilanir að gera vart við sig. „Hann lúkkar mjög vel og lokkaði okkur hjónin til sín á bílasölunni fyrir nokkrum árum. En það leið ekki á löngu þar til hans innri bíll kom í ljós og bilanir fóru að gera vart við sig. Síðasta sumar gerði hann okkur mikinn grikk þegar hann stoppaði í miðri brekku á Vestfjörðum og svo lét hann draga sig alla leið til Reykjavíkur þar sem við tók margra vikna leit að meininu. Ég er búin að eyða svo miklum peningum í þennan blessaða bíl að nú er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta það að losa sig við hann og því sitjum við uppi hvort með annað.“ NEYTANDINN Álfrún Örnólfsdóttir Æðislegir Chie Mihara-skór bestu kaupin Lífeyrisgáttin er tæki fyrir alla sjóð- félaga í lífeyrissjóðum til að afla upp- lýsinga um áunnin lífeyrisréttindi sín í öllum samtryggingarsjóðum landsins. Upplýsingar um réttindi koma fram á yfirlitum en margir eiga réttindi mun víðar en þar kemur fram. Þau réttindi geta verið vegna sumarvinnu á náms- árum eða að viðkomandi hafi skipt oft um vinnu á starfsferlinum. Þá kemur Líf- eyrisgáttin að góðu gagni. Hana er að finna á heimasíðum allra lífeyrissjóða og hægt að finna á lifeyrisgattin.is. Notuð eru sömu aðgangsorð og gilda fyrir sjóð- félagavefi. - fbj Lífeyrisgáttin sýnir öll áunnin réttindi Nokkrar óformlegar fyrirspurn- ir frá flugfarþegum hafa borist Samgöngustofu vegna verkfalls- aðgerða Isavia á Keflavíkurflug- velli á þriðjudag. Formlegar kvartanir hafa ekki borist en þær er hægt að leggja fram ef farþegi telur sig ekki hafa fengið lögboðna úrlausn sinna mála hjá flugfélaginu sem hann ferðast með. „Flugfarþegar geta skotið máli sínu til okkar og við förum yfir það í framhald- inu og skerum úr um það,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upp- lýsingafulltrúi Samgöngustofu, aðspurð. Samræmdar alþjóðlegar reglur frá Evrópusambandinu gilda um réttindi flugfarþega hér á landi. Reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verð- ur var innleidd á Íslandi fyrir tveimur árum. Flugmálastjórn Íslands [nú Samgöngustofa] ber ábyrgð á framkvæmd reglugerð- arinnar. Allt fer það eftir aðstæðum hvort flugfarþegar eiga mögu- lega rétt á bótum. „Bætur eru ekki endilega borðleggjandi. Ef manneskja á pantað flug héðan og til dæmis til Mílanó með við- komu í London fer það eftir því hvort hún hefur pantað allt á einum miða eða sjálf í gegnum netið,“ segir Þórhildur Elín. „Ef þú pantar miða alla leið með við- komu einhvers staðar hjá sama flugfélagi ber það ábyrgð á þér en ef um mismunandi flugfélög er að ræða ber flugfélagið ekki ábyrgð á þér.“ Aðrar aðstæður sem geta komið upp eru að þeir farþegar sem eiga bókað far á þeim tíma sem verkfall stendur yfir eiga ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verk- falls eiga aftur á móti hugsanlega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með. Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flug- ferðum. Þeir farþegar sem neyð- ast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef þeir neyðast til að bíða lengur en þeir gerðu ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds. Fari svo að flugfélagið sem farþeginn flýgur með eða Sam- göngustofa samþykki bætur koma nokkrar upphæðir til greina. Bæturnar miðast við lengd flugsins og nema frá tæp- lega 39 þúsund krónum til rúm- lega 93 þúsund króna fyrir far- þegann. freyr@frettabladid.is Bætur eru 40 til 90 þúsund krónur Óformlegar fyrirspurnir frá flugfarþegum hafa borist Samgöngustofu vegna verk- fallsaðgerða Isavia á Keflavíkurflugvelli. Bætur fyrir að missa af flugi geta numið 93 þúsund krónum. Allt fer það eftir aðstæðum hvort farþegar geta fengið bætur. Ef einstaklingur missir af flugi getur hann hugsanlega fengið bætur. Upphæðirnar eru þrjár og eru miðaðar við lengd flugsins: A 250 evrur eða um 39 þúsund krónur fyrir öll flug sem eru 1.500 km eða styttri. B 400 evrur eða um 62 þúsund krónur fyrir öll flug innan EES sem eru lengri en 1.500 km og fyrir öll önnur flug á milli 1.500 og 3.500 km. C 600 evrur eða um 93 þúsund krónur fyrir öll flug sem falla ekki undir a- og b-lið. ➜ Bætur miðast við lengd flugsins BÍÐA Í RÖÐ Flugfarþegar bíða í röð í stiga á Keflavíkurflugvelli í miðjum verkfallsaðgerðum á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flugfarþegar geta skotið máli sínu til okkar og við förum yfir það í framhaldinu og skerum úr um það. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.