Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 24
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24
„Hér verða kallaðir inn
2.587 bílar,“ segir Páll
Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota á Íslandi.
Bílarisinn Toyota innkallar
rúmlega 6,8 milljónir bif-
reiða um heim allan á næst-
unni, vegna fimm galla sem
nýlega hafa komið í ljós og
geta skapað hættu.
Í Evrópu segir Páll um að
ræða innköllun af þremur ástæðum, vegna
galla í leiðslum í loftpúðum, galla í gormi í
brautum undir framsætum og síðan endur-
bætur á festingu í stýrisstöng. Aðrir gallar
eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara.
Þeir eru að sögn Páls bundnir við Japan.
„Allt í allt eru þetta 6.760.000 bílar sem
er verið að kalla inn en sumir þeirra eru í
tveimur innköllunum og því er um að ræða
6.390.000 einstaka bíla,“ segir hann. Inn-
kallanir á Íslandi verði eigendum bílanna að
kostnaðarlausu. - sápPÁLL
ÞORSTEINSSON
TOYOTA-MERKIÐ Toyota segir ekki vitað til þess
að gallarnir sem leitt hafa til innköllunar hafi valdið
óhöppum eða slysum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Toyota innkallar næstum sjö milljónir bifreiða út um allan heim vegna margvíslegra galla:
Hér á Íslandi þarf að laga 2.587 bifreiðar
Raungengi krónunnar var á
fyrsta fjórðungi þessa árs 11,7%
hærra en á sama tíma í fyrra. Er
þá miðað við hlutfallslegt neyslu-
verð en greining Íslandsbanka
greinir frá þessu í Morgunkorni
sínu. Var raungengið, á þennan
mælikvarða, það hæsta frá hruni
á fyrsta fjórðungi þessa árs og
hafði hækkað um 24,9% frá því
að það fór lægst eftir hrun.
Krónan hefur því styrkst
umtalsvert á þessum tíma á þenn-
an mælikvarða. Þrátt fyrir það er
raungengi krónunnar enn nokkuð
lágt sögulega séð eða ríflega 11%
undir meðaltali síðastliðins aldar-
fjórðungs. - fbj
Krónan styrkst umtalsvert:
Hæsta gengi
krónu frá hruni
RAUNGENGI KRÓNU Þrátt fyrir
styrkingu er gengið enn lágt sé sagan
skoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ragnhildur Ágústsdóttir hefur
tekið við starfi forstöðumanns
hýsingar og reksturs hjá upplýs-
ingatæknifyrirtækinu Advania.
Ragnhildur
gegndi áður
starfi ráðgjafa
hjá Expectus
og var þar áður
forstjóri Tals,
framkvæmda-
stjóri Sko og
markaðsstjóri
hjá SkjáEinum.
Hún er með BS-
gráðu í viðskiptafræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu
frá Copenhagen Busi ness School.
Fyrir ári stofnaði Ragnheiður
styrktarfélag fyrir einhverfa og er
hún er formaður þess félags. - fbj
Tekur við hýsingu og rekstri:
Ragnhildur
fer til Advania
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað-
ar og viðskiptaráðherra, undirrit-
aði í gær fjárfestingarsamning við
United Silicon hf. vegna fyrirhug-
aðs kísilvers félagsins í Helguvík.
Fjárfestingarverkefni United
Silicon hljóðar upp á 74 milljónir
evra, eða tæplega tólf milljarða
króna. Félagið áætlar að reisa
kísil ver sem mun framleiða 21
þúsund tonn af kísil og 7.500 tonn
af kísilryki á ári. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um heimild
Alþingis. - hg
Um tólf milljarða verkefni:
United skrefi
nær Helguvík
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis og stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar þingsins, fær í dag
afhenta skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um sparisjóðina.
Blaðamannafundur verður
haldinn í kjölfarið í Iðnó þar
sem skýrslan verður kynnt og
þá verður hún rædd á Alþingi á
föstudag.
Þingið samþykkti í júní árið
2011 að rannsókn færi af stað og
hefur vinna við skýrsluna því
staðið yfir í tæp þrjú ár. - fbj
Þrjú ár frá skipun nefndar:
Sparisjóða-
skýrslan kynnt
„Við erum farin að hlakka alveg
gífurlega til að hreinsa alla þessa
vessa út úr þjóðarbúinu sem eru
aflandskrónurnar og bú föllnu
bankanna,“ sagði Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri þegar fyrra
hefti ritsins Fjármálastöðugleiki
var kynnt í Seðlabankanum í gær.
Þar kom fram að viðskiptaafgang-
ur landsins mun á næstu árum ekki
duga til að standa undir afborgun-
um erlendra lána. Því verður ekki
hægt að skapa nægan gjaldeyri til
að kröfuhafar og aflandskrónu-
eigendur geti leyst út krónueign-
ir sínar. Áframhaldandi óvissa er
því um framhald slitameðferða búa
föllnu bankanna sem tefur losun
gjaldeyrishafta.
Eignir slitabúa föllnu bankanna
eru nú metnar á 2.552 milljarða
króna, eða um 143 prósent af lands-
framleiðslu. Þar af eru innlend-
ar krónueignir um 497 milljarðar.
Innlendar eignir, skráðar í krón-
um og í erlendum gjaldmiðlum, eru
samtals tæp 38% af heildareignum
búanna en hlutfall innlendra krafna
er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhaf-
ar munu því við slit búanna, að öðru
óbreyttu, eignast innlendar eignir
að verðmæti tæplega hálfrar lands-
framleiðslu. Sú staða mun hafa
neikvæð áhrif á erlenda stöðu og
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.
„Á árunum 2015-2017 fer
greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af
vergri landsframleiðslu en afborg-
anir af skuldabréfum milli Lands-
bankans og LBI [Landsbanka
Íslands] vega hér þyngst. Til sam-
anburðar var undirliggjandi við-
skiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af
landsframleiðslu,“ sagði Sigríður
Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármálastöðugleikasviðs Seðla-
bankans, á fundinum í gær.
Sigríður tók fram að greiðslu-
byrði vegna afborgana af erlendum
lánum yrði á næstu árum nokkuð
minni en hún var á árunum 2011
til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en
ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa
samtals greitt niður erlend lán fyrir
rúma 505 milljarða króna á síðast-
liðnum fimm árum.
„Undirliggjandi viðskiptajöfnuð-
ur var á sama tíma 380 milljarðar
króna og því spyrja sumir hvað-
an kom restin. Við gerðum varlegt
mat á því og mismunurinn skýrist
af erlendri eignasölu og gjaldeyris-
innflæði vegna fjárfestinga og þar
með taldir eru 80 milljarðar króna
vegna gjaldeyrisútboða Seðlabank-
ans,“ sagði Sigríður.
Hún sagði einnig að skammtíma
krónueignir erlendra aðila, af-
landskrónurnar, hefðu lækkað um
56 milljarða króna á síðasta ári.
Þær eru nú 18% af vergri lands-
framleiðslu. „Útboðin eru því að
ganga vel í að leysa þennan vanda,
reyndar hægt og örugglega,“ sagði
Sigríður.
haraldur@frettabladid.is
Bankastjóri SÍ hlakkar til að
hreinsa vessa úr þjóðarbúinu
Viðskiptaafgangur Íslands mun á næstu árum ekki duga fyrir afborgunum erlendra lána. Vantar gjaldeyri til
að kröfuhafar og eigendur aflandskróna geti leyst eignir sínar út. Eignir slitabúanna metnar á 2.552 milljarða.
Í SEÐLABANKANUM Már og Sigríður sögðu margt benda til þess að áhætta í fjár-
málakerfinu hefði minnkað frá síðasta vori. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
RAGNHILDUR
ÁGÚSTSDÓTTIR