Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 24
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 „Hér verða kallaðir inn 2.587 bílar,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota á Íslandi. Bílarisinn Toyota innkallar rúmlega 6,8 milljónir bif- reiða um heim allan á næst- unni, vegna fimm galla sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í Evrópu segir Páll um að ræða innköllun af þremur ástæðum, vegna galla í leiðslum í loftpúðum, galla í gormi í brautum undir framsætum og síðan endur- bætur á festingu í stýrisstöng. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara. Þeir eru að sögn Páls bundnir við Japan. „Allt í allt eru þetta 6.760.000 bílar sem er verið að kalla inn en sumir þeirra eru í tveimur innköllunum og því er um að ræða 6.390.000 einstaka bíla,“ segir hann. Inn- kallanir á Íslandi verði eigendum bílanna að kostnaðarlausu. - sápPÁLL ÞORSTEINSSON TOYOTA-MERKIÐ Toyota segir ekki vitað til þess að gallarnir sem leitt hafa til innköllunar hafi valdið óhöppum eða slysum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Toyota innkallar næstum sjö milljónir bifreiða út um allan heim vegna margvíslegra galla: Hér á Íslandi þarf að laga 2.587 bifreiðar Raungengi krónunnar var á fyrsta fjórðungi þessa árs 11,7% hærra en á sama tíma í fyrra. Er þá miðað við hlutfallslegt neyslu- verð en greining Íslandsbanka greinir frá þessu í Morgunkorni sínu. Var raungengið, á þennan mælikvarða, það hæsta frá hruni á fyrsta fjórðungi þessa árs og hafði hækkað um 24,9% frá því að það fór lægst eftir hrun. Krónan hefur því styrkst umtalsvert á þessum tíma á þenn- an mælikvarða. Þrátt fyrir það er raungengi krónunnar enn nokkuð lágt sögulega séð eða ríflega 11% undir meðaltali síðastliðins aldar- fjórðungs. - fbj Krónan styrkst umtalsvert: Hæsta gengi krónu frá hruni RAUNGENGI KRÓNU Þrátt fyrir styrkingu er gengið enn lágt sé sagan skoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ragnhildur Ágústsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns hýsingar og reksturs hjá upplýs- ingatæknifyrirtækinu Advania. Ragnhildur gegndi áður starfi ráðgjafa hjá Expectus og var þar áður forstjóri Tals, framkvæmda- stjóri Sko og markaðsstjóri hjá SkjáEinum. Hún er með BS- gráðu í viðskiptafræði frá Háskól- anum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu frá Copenhagen Busi ness School. Fyrir ári stofnaði Ragnheiður styrktarfélag fyrir einhverfa og er hún er formaður þess félags. - fbj Tekur við hýsingu og rekstri: Ragnhildur fer til Advania Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað- ar og viðskiptaráðherra, undirrit- aði í gær fjárfestingarsamning við United Silicon hf. vegna fyrirhug- aðs kísilvers félagsins í Helguvík. Fjárfestingarverkefni United Silicon hljóðar upp á 74 milljónir evra, eða tæplega tólf milljarða króna. Félagið áætlar að reisa kísil ver sem mun framleiða 21 þúsund tonn af kísil og 7.500 tonn af kísilryki á ári. Samningurinn er gerður með fyrirvara um heimild Alþingis. - hg Um tólf milljarða verkefni: United skrefi nær Helguvík Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar þingsins, fær í dag afhenta skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis um sparisjóðina. Blaðamannafundur verður haldinn í kjölfarið í Iðnó þar sem skýrslan verður kynnt og þá verður hún rædd á Alþingi á föstudag. Þingið samþykkti í júní árið 2011 að rannsókn færi af stað og hefur vinna við skýrsluna því staðið yfir í tæp þrjú ár. - fbj Þrjú ár frá skipun nefndar: Sparisjóða- skýrslan kynnt „Við erum farin að hlakka alveg gífurlega til að hreinsa alla þessa vessa út úr þjóðarbúinu sem eru aflandskrónurnar og bú föllnu bankanna,“ sagði Már Guðmunds- son seðlabankastjóri þegar fyrra hefti ritsins Fjármálastöðugleiki var kynnt í Seðlabankanum í gær. Þar kom fram að viðskiptaafgang- ur landsins mun á næstu árum ekki duga til að standa undir afborgun- um erlendra lána. Því verður ekki hægt að skapa nægan gjaldeyri til að kröfuhafar og aflandskrónu- eigendur geti leyst út krónueign- ir sínar. Áframhaldandi óvissa er því um framhald slitameðferða búa föllnu bankanna sem tefur losun gjaldeyrishafta. Eignir slitabúa föllnu bankanna eru nú metnar á 2.552 milljarða króna, eða um 143 prósent af lands- framleiðslu. Þar af eru innlend- ar krónueignir um 497 milljarðar. Innlendar eignir, skráðar í krón- um og í erlendum gjaldmiðlum, eru samtals tæp 38% af heildareignum búanna en hlutfall innlendra krafna er aðeins 5,7%. Erlendir kröfuhaf- ar munu því við slit búanna, að öðru óbreyttu, eignast innlendar eignir að verðmæti tæplega hálfrar lands- framleiðslu. Sú staða mun hafa neikvæð áhrif á erlenda stöðu og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. „Á árunum 2015-2017 fer greiðslubyrðin um og yfir 5,5% af vergri landsframleiðslu en afborg- anir af skuldabréfum milli Lands- bankans og LBI [Landsbanka Íslands] vega hér þyngst. Til sam- anburðar var undirliggjandi við- skiptajöfnuður ársins 2013 4,6% af landsframleiðslu,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðla- bankans, á fundinum í gær. Sigríður tók fram að greiðslu- byrði vegna afborgana af erlendum lánum yrði á næstu árum nokkuð minni en hún var á árunum 2011 til 2013. Innlendir aðilar, aðrir en ríkissjóður og Seðlabankinn, hafa samtals greitt niður erlend lán fyrir rúma 505 milljarða króna á síðast- liðnum fimm árum. „Undirliggjandi viðskiptajöfnuð- ur var á sama tíma 380 milljarðar króna og því spyrja sumir hvað- an kom restin. Við gerðum varlegt mat á því og mismunurinn skýrist af erlendri eignasölu og gjaldeyris- innflæði vegna fjárfestinga og þar með taldir eru 80 milljarðar króna vegna gjaldeyrisútboða Seðlabank- ans,“ sagði Sigríður. Hún sagði einnig að skammtíma krónueignir erlendra aðila, af- landskrónurnar, hefðu lækkað um 56 milljarða króna á síðasta ári. Þær eru nú 18% af vergri lands- framleiðslu. „Útboðin eru því að ganga vel í að leysa þennan vanda, reyndar hægt og örugglega,“ sagði Sigríður. haraldur@frettabladid.is Bankastjóri SÍ hlakkar til að hreinsa vessa úr þjóðarbúinu Viðskiptaafgangur Íslands mun á næstu árum ekki duga fyrir afborgunum erlendra lána. Vantar gjaldeyri til að kröfuhafar og eigendur aflandskróna geti leyst eignir sínar út. Eignir slitabúanna metnar á 2.552 milljarða. Í SEÐLABANKANUM Már og Sigríður sögðu margt benda til þess að áhætta í fjár- málakerfinu hefði minnkað frá síðasta vori. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RAGNHILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.