Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 26
10. apríl 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum
að láta enda ná saman og eiga fyrir fjöl-
breyttum frístundum fyrir krakkana og
öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar
skipulagðar frístundir eru engu að síður
ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíð-
ina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra
ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístunda-
starfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um
hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á
hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta
verður innleitt í áföngum og útfært í sam-
ráði við frístundageirann.
Hækkun frístundakortsins er hluti af
„barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg
sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni.
Þannig borg er góð fyrir alla.
Barnapakkinn er í fjórum liðum
• Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram
hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir
að samanlagðir skattar, fasteignaskatt-
ar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hag-
stæðust í Reykjavík í samanburði við
önnur sveitarfélög.
• Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veitt-
ur þvert á skólastig. Reykjavík býður
ríkulega systkinaafslætti fyrir barna-
fjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjöl-
skyldur fái afslátt vegna systkina þó að
að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í
grunnskóla. Þetta teljum við vera sann-
gjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum
fjölskyldum.
• Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð
úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á
kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin
verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlist-
arskóla og æskulýðssamtök. Við höfum
áhyggjur af því að sum börn fari á mis
við skipulagt tómstundastarf vegna fjár-
hagsaðstæðna. Með því að hækka frí-
stundakortið vinnum við gegn því.
• Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og
leikskóla verði brúað með fjölbreyttum
aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt
samfélagslegt verkefni sem mun taka
tíma en er ekki að hægt skilja eftir til
úrlausnar fyrir foreldra ungra barna.
Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf
að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi
að þjónustu eftir að orlofi lýkur í sam-
vinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla
en síðast en ekki síst að krakkar komist
yngri inn á venjulega leikskóla.
Barnapakkinn er eitt af aðalstefnu-
málum Samfylkingarinnar fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar
taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag
Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í
fjármálum borgarinnar.
Barnapakkinn
SAMFÉLAG
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóraefni
Samfylkingarinnar
í Reykjavík
Aðalfundur
Geðverndarfélags Íslands
Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands
verður haldinn laugardaginn 12. apríl
nk. að Hátúni 10, 9. hæð, kl. 10.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundi heldur Tytti Solantaus,
barna- og unglingageðlæknir frá Finnlandi,
erindi:
Working with parents with mental health issues
in different settings – experiences and research.
Stjórnin
Lítt hrifinn stjórnarþingmaður
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir á Facebook-
síðu sinni að hann hafi aldrei farið
í launkofa með litla hrifningu sína á
skuldaniðurfellingarleið á verðtryggð-
um skuldum. Hann segist hins vegar
hafa lýst yfir stuðningi sínum á að fara
blandaða leið stjórnarflokkanna, sem
verði aldrei fullkomlega réttlát frekar
en aðrar aðgerðir stjórnvalda í efna-
hagsmálum. Brynjar bætir síðan við
að þessi leið sé í samræmi við
kosningaloforð stjórnarflokkanna
og því lýðræðisleg. Það er ávallt
gaman að heyra þegar þingmenn
segja hreinskilnislega frá afstöðu
sinni til mála þrátt fyrir að hún sé
að einhverju leyti í andstöðu
við verk stjórnarinnar.
Ólýðræði ríkisstjórnarinnar
Það vekur hins vegar athygli að
Brynjar segir leiðina í samræmi við
kosningaloforð stjórnarflokkanna og
því lýðræðislega. Það er nefnilega
þannig að önnur kosningaloforð
þeirra hafa verið illa svikin. Skýr
loforð sem gefin voru ítrekað af
flestum þeim sem nú mynda ríkis-
stjórn. Það er leið þeirra við umsókn
Íslands í ESB. Sú leið sem fara á er í
fullkomnu ósamræmi við
kosningaloforð og því
liggur beinast við að
spyrja þingmanninn:
Er hún ólýðræðisleg?
Ekki hugmynd
Hún var nokkuð dökk myndin sem
Seðlabanki Íslands málaði vegna
uppgjöra slitabúa föllnu bankanna
og áhrifa þeirra á þjóðarbúið.
Seðlabankinn væri engu nær um það
núna en fyrir nokkrum árum hvernig
ætti að leysa út krónueignir í eigu
kröfuhafa bankanna. Þjóðarbúið
hafi ekki efni á að leysa þær út og
fara þurfi aðrar leiðir en í gegnum
viðskiptajöfnuð. Aðspurð um
hvaða leiðir það séu sagði
Sigríður Benediktsdóttir, hag-
fræðingur hjá bankanum, að
menn hefðu enga hugmynd.
Það er nefnilega það.
fanney@frettabladid.is
Á
kvörðun útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. um að loka
fiskvinnslu sinni á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri og
flytja störfin til Grindavíkur hefur valdið fjaðrafoki.
Á Alþingi í síðustu viku voru eigendur fyrir-
tækisins útmálaðir með klisjukenndum hætti sem
kaldrifjaðir kvótakóngar, meðal annars með tilvísun til þess að
Vísir hefði fengið úthlutað byggðakvóta á stöðunum. Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Vísi um skort á
samfélagsábyrgð. „Líta þessir aðilar í Grindavík á þetta fólk sem
hefur byggt upp þessi fyrirtæki sem einhverja þræla í vinnubúð-
um sem þeir geta tekið með sér á þann stað sem þeir kjósa hverju
sinni? Eða er þetta fólk sem á rétt til að stunda vinnu á þeim
stöðum sem það býr á, þar sem það hefur byggt upp heimili sín?“
Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra sagði
ákvörðunina mikil vonbrigði og
hann og ríkisstjórnina ætla að
„skoða öll þessi mál til grunna“.
Það er skiljanlega uggur á
litlum stöðum yfir missi margra
starfa. Látum vera að bæjaryfirvöld og verkalýðsfélög á hverjum
stað horfi þröngt á sína byggðarhagsmuni. Það er hins vegar alveg
fráleitt ef ráðherra ætlar að fara að skipta sér af ákvörðun einka-
fyrirtækis um að hagræða í rekstri sínum.
Hér er ekki um það að ræða að burgeisar sem fengu kvótann
gefins selji hann, stingi ágóðanum í vasann og skilji fólkið eftir
atvinnulaust eins og í ljótu sögunum frá fyrstu árum kvótakerfis-
ins. Hér er fyrirtæki í fullum en þungum rekstri, sem greiðir
þjóðinni drjúgt gjald fyrir afnot sín af auðlindinni og þarf að taka
erfiðar ákvarðanir um hvernig er bezt að bregðast við breyting-
um í umhverfinu.
Það er heldur ekki boðlegt að saka Vísismenn um skort á sam-
félagsábyrgð. Þeir hafa boðið öllu starfsfólkinu störf í Grindavík
og aðstoð við flutninga og húsnæðisleit. Þeir hafa líka boðizt til
að útvega þeim sem ekki vilja flytja störf við nýja starfsemi á
stöðunum þremur.
Það er hins vegar rangt að fólk eigi einhvern „rétt“ á að stunda
vinnu á staðnum þar sem það býr. Ef sá réttur væri til staðar væri
í dag rekin alls konar óhagkvæm og þá væntanlega ríkisstyrkt
starfsemi á stöðum sem fóru í eyði fyrir löngu.
Hvað rökin um byggðakvótann varðar benda Vísismenn á að
á móti samanlagt 623 tonna byggðakvóta sem fyrirtækinu hefur
verið úthlutað undanfarin fimm ár, hafi það unnið tæplega 50
þúsund tonn af fiski í byggðarlögunum þremur. Byggðakvótinn
skiptir því í rauninni engu máli í þessu samhengi.
Í þessu máli er þeim sjónarmiðum enn og aftur haldið á lofti
að það sé réttlætanlegt út frá sérhagsmunum einstakra byggðar-
laga að reka óhagkvæman sjávarútveg, þar sem veiðiheimildir
eru bundnar við sjávarplássin og fyrirtæki skikkuð til að hafa
starfsemi á ákveðnum stöðum. Heildarhagsmunir greinarinnar
og íslenzks efnahagslífs eru hins vegar þeir að rekinn sé öflugur
og hagkvæmur sjávarútvegur, þar sem stjórnvöld virða það að
eigendur fyrirtækja eru bezt til þess fallnir að ákveða hvernig
starfsemi þeirra sé háttað.
Kjarni málsins er það sem Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis, sagði í fréttum okkar á Stöð 2: „Það er engin
samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem
ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar
sem nauðsynlegar eru.“
Bindur byggðakvótinn útgerð við byggðarlag?
Ábyrgur taprekstur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is