Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 10. apríl 2014 | SKOÐUN | 27 Síðustu vikur hafa mál- efni Landbúnaðarháskóla Íslands verið áberandi í fjölmiðlum. Tilefnið er fyrirhuguð samein- ing skólans við Háskóla Íslands. Um samein- ingarhugmyndina sýn- ist sitt hverjum. Heim- óttur, nágranni minn, bendir á að samstarf við myrku öflin í Reykjavík kunni ekki góðri lukku að stýra. Maður réttir þessu fólki litla fingur og það tekur báða handleggina. Öðrum verður tíðrætt um samlegðaráhrif við rekst- ur gæðakerfa og nauðsynlegra námskeiða á meistara- og dokt- orsstigi. Hér er ávinningurinn augljós og greinilega sýnu meiri fyrir litlu eininguna. Heimóttur telur hins vegar ljóst að kennsla í búfjárrækt endi öll í Húsdýra- garðinum og jarðræktarnámið í Grasagarðinum þar við hliðina á. Galli á gjöf Njarðar Skóla þessum var ýtt úr vör meira af vilja en mætti 2005 með sam- runa Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Garðyrkjuskóla rík- isins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hið opinbera hefur aldrei fyllilega axlað ábyrgð á stofnun hans. Frumkvæðið var alfarið hjá landbúnaðarráðu- neytinu sáluga og markmiðin voru skýr. Til að öðlast lífsins rétt þyrfti hinn nýi skóli að hafa 300 til 500 háskólanema á sínum snær- um, enda væri reksturinn annars óforsvaranlegur. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ekki fylgdi þjón- ustusamningur sem tryggði fjár- mögnun þessarar nauðsynlegu stækkunar og við fjárlaga- gerðina var fylgt gömlum hefðum og reddað í horn með aukafjárlögum. Ég hef fylgst með mál- efnum landbúnaðar- háskólans um langt ára- bil. Það er mín skoðun að ef yfirstjórn skólans hefði á einhverjum tímapunkti ákveðið að halda rekstr- inum innan ramma fjár- laga, þá hefði það jafngilt lokun. Það hefði tæpast verið vilji þings og þjóð- ar. Skólinn hefur nú náð áðurnefndu markmiði um nemendafjölda. Keyrt áfram á þrjóskunni Háskólamenntunin sem við veitum okkar nemendum reyn- ist þeim vel og hún er alls ekki dýr á landsvísu. Framlag skól- ans á sviði rannsókna myndi skipa okkur vel ofan við meðal- lag íslenskra háskóladeilda. Eftir hrunið mikla hefur ofan í vanáætlanir verið dembt hverj- um niðurskurðinum á fætur öðrum. Líkt og á Landspítalan- um höfum við starfsfólkið keyrt þetta áfram á þrjóskunni. Þær hugmyndir sem ráðherra og ráðuneyti menntamála hafa sett fram um sameiningu eru að mínu viti fyrstu merki um áhuga hins opinbera á að finna varan- lega og raunhæfa lausn fyrir Landbúnaðarháskólann. Og gott betur. Hér var að finna atriði sem ég hefði ekki þorað að vonast eftir. Það var því næsta undar- leg upplifun þegar fram ruddist vösk sveit riddara á hvítum hest- um til að bjarga okkur frá þessu bjargræði. Tryggja yrði sjálf- stæði skólans hvað sem tautar og raular. Burtreiðalaust Þetta minnti mig á atriði sem ég sá í mynd (um riddara) með Monty Py thon fyrir mörgum árum, nema hvað þá hló ég. Hvað felst í þessu sjálfstæði? Sjálfstæði Bjarts í Sum- arhúsum, segir Heimóttur keikur. Nú þykir riddurum undarlegt að ráðherra málaflokksins vilji ekki ólmur kúvenda og styðja þessa sjálfstæðisbaráttu. Maðurinn er þrátt fyrir allt sjálfstæðismaður. Og bændasamtök lýðveldisins, þau vilja taka olnbogabarnið að sér og reka sem sjálfseignarstofnun. Allt hlýtur að vera betra en að láta okkur sprenglærða ofvitana annast þetta. Ég óttast að fyrirhuguð sjálfseign- arstofnun gæti reynst fóstra sínum þung í skauti. Er ekki komið nóg af Heimóttarskap? Við verðum að leysa þessi mál burtreiðalaust. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt engir hvítir hestar, aðeins gráir. Riddarar á hvítum hestum „Sífellt fleiri á fram- færslu borgarinnar“ – Þannig hljómar fyrirsögn á frétt sem vísir.is birti fyrir helgi. Samkvæmt fréttinni hefur þeim fjölg- að sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og langtímaatvinnuleysi aukist. Eftir hrun ákvað ríkisstjórn Samfylking- ar og Vinstri grænna að lengja bótarétt atvinnu- leysistrygginga úr þrem- ur árum í fjögur. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin til baka, því fjölgar þeim sem hafa fullnýtt bótarétt sinn, þó atvinnu- ástand hafi almennt batnað. Vissulega er það rétt að lang- tímaatvinnuleysi hefur aukist sem skilar sér meðal annars í því að fleiri verða að leita á náðir sveitarfélaganna um framfærslu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er öryggisnet sem grípur þá sem eiga ekki aðra möguleika til að framfleyta sér. Við erum ekki að tala um fólk sem gerir sér það að leik sínum að vera „á framfærslu“ samborgaranna. Við erum að tala um fólk sem á ekki í önnur hús að venda. Áhyggjuefni Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að fleiri þurfi að nýta sér fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga, ekki síst vegna þess að það er birtingar- mynd langtímaatvinnuleysis sem við þurfum að berjast gegn. Við gerum það með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga og með verkefnum á borð við „Vinnandi vegur“ og „Liðstyrk“, sem hafa komið fjölda atvinnulausra út á vinnumarkaðinn. Við þurfum að aðstoða lang- tímaatvinnulausa til virkni og þátttöku í samfélaginu en gerum það með jákvæðum og upp- byggjandi formerkjum. Tölum um að útrýma fátækt í stað þess að fækka þeim sem eru á „framfærslu“ sveitarfélaganna. Við þurfum fleiri úrræði fyrir atvinnuleitendur og fleiri störf. Umfram allt þurfum við að mæta fólki þar sem það er statt. Skaðleg orðræða Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyð- ast til að nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, eða með því að gera fjárhagsaðstoðina að vandamáli. Sú neikvæða orðræða um „afæt- urnar“ á samfélaginu er skað- leg. Hún brýtur niður sjálfsmynd þeirra sem nú þegar glíma við erfið vandamál og grefur undan grundvallargildum íslensks sam- félags: Að allir skuli fá að lifa með reisn og að engum verði hent út á guð og gaddinn. Viðhorfi ð skiptir máli ➜ Það er enginn hægðarleikur að lifa af rétt rúmum 156 þúsund krónum á mánuði. Við leysum ekki vandann með því að tala með niðrandi hætti um þá sem neyðast til að nýta sér fjárhagsaðstoð... ➜ Og bændasamtök lýðveldisins, þau vilja taka olnbogabarnið að sér og reka sem sjálfseignar- stofnun. Allt hlýtur að vera betra en að láta okkur sprenglærða ofvitana annast þetta. Ég óttast að fyrir- huguð sjálfseignarstofnun gæti reynst fóstra sínum þung í skauti. Er ekki komið nóg af Heimóttarskap? Við verðum að leysa þessi mál burtreiðalaust. SAMFÉLAG Elín Oddný Sigurðardóttir skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík MENNTUN Arngrímur Thorlacius dósent við Land bún aðar- háskóla Íslands, búsettur á Hvanneyri Nærandi nammigott 80 ára reynsla í framleiðslu á barnamat! Enginn viðbættur sykur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.