Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 28
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Það var eins og gerst hefði í gær. Við hjón keyptum Fossatún í Borgarfirði í lok árs 2001. Þá eins og nú var litið vonaraugum til framtíðar ferðaþjónustu á Íslandi. Í sumarlok 2003 voru hugmyndir okkar tilbúnar. Við sóttum um í verkefni sem ríkisstjórnin stóð fyrir til uppbygging- ar á ferðaþjónustu. Útlist- uðum hugmyndir og áætl- anir á umhverfi, aðstöðu, nýsköpun, afþreyingu og rekstri. Svar kom frá Byggðastofnun í formi þurr kuntulegrar höfnunar. Við óskuðum eftir útskýringu á hvað gerði okkur vanhæf að þeirra mati. Í svari sérfræðingsins stóð: „ … ástæðan er fyrst og fremst sú að við greiningu umsóknar þinn- ar kom berlega í ljós að stór hluti starfsemi þinnar er í klárri sam- keppni við aðila á Vesturlandi.“ Í mörg ár höfum við gengið með það í maganum að byggja upp tröllagarð í Fossatúni. Árið 2009 fengum við styrk, hálfgerð verð- laun sem nýsköpunarverkefni. iðnaðarráðuneytið og Ferðamála- stofa höfðu markað stefnu um að ýta úr vör stærri gerð verkefna og fylgja þeim til loka. Stuðla að upp- byggingu svokallaðra „segla“, þ.e. áfangastaða með aðdráttarafl sem jafnframt styrktu nærumhverf- ið. Styrkurinn og mótframlagið, margföld styrkjaupphæðin, leiddi til þess að hægt var að ýta úr vör. Forsendur ráðuneytisins: Eftir- fylgni verkefnisins – gufuðu upp og eftir stóð hálfköruð hugmynd. Óvinveitt einkaaðilum Áunnin reynsla á vettvangi styrkja leiddi til þess að við ákváðum að hætta umsóknum. Niðurstaðan: Ferkantað kerfi, óvinveitt einka- aðilum í ferðaþjónustu; tímafrek vinna og útlagður kostnaður; ólíklegir fengn- ir styrkir aldrei nema hluti upphaflegrar áætlunar og því íþyngjandi. Undantekningin sannar regluna, hugsuðum við í byrjun síðasta árs þegar auglýsing frá Vaxtar- samningi Vesturlands um Öndvegisstyrk birtist. Þar stóð: „Verkefnið þarf að grundvallast á vel unn- inni viðskiptaáætlun, hafa skír- skotun til svæðisins, og nýsköp- unar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Við slógum til. Lögðum inn útfærða hugmynd um tröllagöngu. Helli, gönguleið, styttur af tröll- um, upplýsingar – upplifun tengda þjóðsagnaarfinum, frítt fyrir gesti. Til viðbótar við helmings fjárframlag létum við það loforð fylgja að kæmi til styrkveitingar myndum við taka upp heilsársopn- un í Fossatúni og styrkja þannig ferðaþjónustuumhverfið á Vestur- landi. Heilsárs opnun þýðir: Tap- rekstur utan háannar í einhver ár áður en svar fæst við því hvort fyrirkomulagið standi undir sér. Níu orða höfnun Við fengum níu orða höfnun. Aftur ákváðum við að fara fram á útskýringu. Svarið kom: „ … að engir formlegir samstarfsað- ilar voru í verkefninu og verk- efnið byggðist á verulegum fram- kvæmdum vegna fjárfestinga eins félags og þá gátu samkeppnissjón- armið haft þar áhrif.“ Þetta kom tröllslega spánskt fyrir sjónir. Í umsóknarferlinu hringdum við í forsvarsmann Vaxtarsamnings Vesturlands til að fá staðfestan skilning á texta auglýsingarinnar: „Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða sam- starf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Forráðamaður sagði að þetta þýddi nákvæmlega það sem þarna stóð. Við skrifuðum til baka og vísuðum til þessara sam- skipta. Forstöðumaðurinn svaraði að stjórn Vaxtarsamnings Vestur- lands hefði eftir að umsóknir bár- ust ákveðið að breyta auglýstum forsendum og takmarka við sam- starf aðila. Útiloka þannig ein- staklinga og einstök fyrirtæki sem lagt höfðu inn umsóknir. For- stöðumaður frábað sér útskýr- ingar á hvernig samkeppnissjón- armið voru metin okkur til vansa og kvaðst ekki mundu eiga frekari samskipti um þetta mál! Svona eru sem sagt dæmisög- urnar úr raunveruleikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á for- ræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. Á hugmyndin ekki að vera verð- ugri en umsækjandinn? Er rétt aðferðafræði að nánast útiloka einstaklinga í rekstri frá aðgengi? Reynslan er ólygin og afleiðingin sú að landeigendur hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig milliliðalaust. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum og það þarf að ræða þær báðar. Ferðaþjónusta: Tvær hliðar á peningnum Oft er sagt að náttúra Íslands sé hlaðin orku. Orka er auðlind sem ekki má fara til spillis. Sæstrengur? Mikið er nú rætt um sæstreng sem tengt geti landið við raforkukerfi Evrópu. Sum vona að þessi leið til útflutnings á orku valdi því að hér verði ekki haldið áfram þeirri stór- iðjustefnu sem fylgt hefur verið. Önnur vona að hér sé komin leið til að auka hlutfall „grænnar“ orku í álfunni, vinna gegn mengun og hægja á loftslagsvánni. Þá kunna einhver að sjá í sæstreng leið til skjótfengins gróða. En hvernig mun íslensk þjóð með sæstreng haga forgangsröð- un sinni? Hagkvæmast hlýtur að vera að flytja sem mesta orku um strenginn og hætt er við að við búum ekki yfir því siðferðisþreki sem þarf til að nota slíka mjólk- urkú af hógværð og stillingu. Um það vitna þeir lífshættir sem þjóð- in hefur tamið sér á undanförnum áratugum. Líklegast er að okkar mati að sæstrengur viðhaldi þeirri stórvirkjanastefnu sem hér hefur verið fylgt undanfarið. Óbreytt ástand ekki í boði Jafnframt dafnar draumsýnin um olíuvinnslu á Drekasvæð- inu. Draumurinn um sæstreng til nálægra landa og olíupalla í Norð- urhöfum vekur efasemdir um yfir- lýsingar sumra um „græna“ orku. Er hugsanlegt að tal um hana beri of oft vitni um hræsni og yfir- drepsskap? Lífsgæðakröfur okkar eru mikl- ar. Við eigum fleiri orkufreka bíla á hvert mannsbarn en flestar þjóðir. Kröfur okkar um húsnæði eru einn- ig meiri í fermetrum talið. Neysla okkar krefst aukins hagvaxtar og að mati margra verður hann eink- um sóttur í orkuauðlindirnar. Eflaust er það von einhverra að orkan muni gera okkur kleift að viðhalda núverandi orkukrefj- andi lífsstíl. Þá vill gleymast að óbreytt ástand er ekki í boði. Í náinni framtíð munu loftslags- breytingarnar kalla okkur vest- rænar þjóðir til ábyrgðar sem aðeins verður öxluð með endur- skoðuðu lífsmunstri. Önnur leið En til er önnur leið til að beisla orkuna sem býr í náttúru lands- ins en sæstrengur og olíuvinnsla. Hún felst í að búa með og hvíla í náttúru landsins og öðlast þannig aukin lífsgæði og aukinn kraft. Þetta er sú reynsla sem flestir ferðamenn sækjast eftir. Þetta er líka eina fullkomlega sjálfbæra orkunýtingin. Hlutverk okkar er að leitast við að varðveita og viðhalda hinni náttúrulegu orku landsins og skila henni til kom- andi kynslóða. Til þess þurfum við að endurskoða núverandi lífs- stíl okkar. Við verðum að sönnu að virkja áfram til að mæta brýnustu þörfum samtímans. En það verð- um við að gera með því að sýna í verki umhyggju fyrir náttúrunni og komandi kynslóðum. Náttúra Íslands býr yfir orku sem vekur undrun og eftir- væntingu, virðingu og von. Með því að beisla hana af ábyrgð og umhyggju fyrir óbornum kyn- slóðum, sýnum við henni þá virð- ingu sem henni ber sem hluta af hinum góðu gjöfum Guðs. Látum ekki græðgi afbaka skilning okkar á náttúrunni og valda því að við tæmum þá fjársjóði nátt- úrunnar sem okkur hefur verið treyst fyrir. Orkustöðin Ísland Nú er að byrja sá tími sem Reykjavíkurborg fer að senda dagforeldrum í borginni kaldar sumar- kveðjur með því að til- kynna foreldrum barna sem eru með börnin sín hjá dagforeldrum að það sé að losna pláss á leik- skólum 1. júní. Síðustu ár hefur Reykja- víkurborg herjað á dag- foreldra með allskyns breyttum reglum og yfir- gangi, virðist sem stjórnendur Reykjavíkur vilji bara ekki hafa dagforeldra í borginni, þar má nefna þessa 1. júní breytingu. Áður var það venja að börn voru hjá dagforeldrum fram að sumarfríi og hófu svo aðlögun á leikskóla að fríi loknu, samkomu- lag sem kom öllu vel. Dagforeldr- ar voru tekjulausir í júlí og tóku sitt sumarfrí þá en með þessari breytingu hjá Reykjavíkurborg þá er það svo í dag að margir dag- foreldrar eru nú tekjulausir í tvo mánuði á ári, þ.e.a.s. júní og júlí, vegna þess að börnum er troðið inn í leikskóla án þess að það sé pláss. Þetta er falið með svoköll- uðum „útideildum“ fyrir elstu börnin, að auki eykst álag á for- eldra þar sem aðlögun hefst nú í júní, svo tekur sumarfrí við og stundum aftur hálfgerð aðlögun með tilheyrandi fríum foreldra og margföldu álagi á starfsfólk leik- skólanna eftir sumarfrí. Auðvitað ætti það að vera réttur foreldra að velja á milli þess að hafa barn hjá dag- foreldri eða í leikskóla og borga sama gjald en svo er ekki, það er himinn og haf milli þess jafnræðis sem ætti að ríkja í vali fyrir for- eldra. Í dag er það svo að Reykjavíkur- borg niðurgreiðir rúmlega tvöfalt hærri upphæð með hverju barni í leikskóla en barni sem er vistað hjá dagforeldri auk þess sem for- eldrar þurfa að greiða hærra með barninu hjá dagforeldrinu. Hvernig væri að foreldrar myndu nú láta heyra í sér varð- andi þessi mál eða er þeim alveg sama? Leikskólastjórum ber að virða óskir foreldra um hvenær vistun hefst í leikskóla og ætti að vera foreldranna val að klára vist- un fram að sumarfríi hjá dagfor- eldri til að minnka rót hjá börn- unum. Það verður að minnsta kosti magurt sumar hjá mörgum dag- foreldrum enn eitt árið þar sem dagforeldrar eiga ekki einu sinni rétt á atvinnuleysisbótum þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki af þeim vinnuna. Ætli það sé hægt að komast að í mötuneyti Ráðhússins? Árlegur skrípaleikur leikskóla Reykjavíkur FERÐAÞJÓN- USTA Steinar Berg ferðaþjónustubóndi í Fossatúni ➜ Svona eru sem sagt dæmisögurnar úr raunveru- leikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á forræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. AUÐLINDIR Arnfríður Guðmundsdóttir Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Sigrún Óskarsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingar ➜ En til er önnur leið til að beisla orkuna sem býr í nátt- úru landsins en sæstrengur og olíuvinnsla. Hún felst í að búa með og hvíla í náttúru lands- ins og öðlast þannig aukin lífsgæði og aukinn kraft. Þetta er sú reynsla sem fl estir ferðamenn sækjast eftir. DAGVISTUN Þóra Björk Friðriksdóttir dagforeldri ➜ Hvernig væri að foreldrar myndu nú láta heyra í sér varð- andi þessi mál eða er þeim alveg sama? TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA MEÐ MBA-NÁMI HÁSKÓLA ÍSLANDS www.mba.is JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI OLÍS MBA 2012 KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 41 11 5 Kynningarfundur um námið fer fram föstudaginn 11. apríl kl. 12–13 á Háskólatorgi. Sæktu um á www.mba.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.