Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 32
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32
Tólf þúsund Íslendingar
hafa farið í Hörpu og séð
óperuna Ragnheiði eftir
Gunnar Þórðarson.
Móttökurnar minna á
gulldaga Íslensku óper-
unnar og vísa til mikils
áhuga Íslendinga á list-
forminu. Í ljósi vinsælda
Ragnheiðar var málþingið
um framtíð óperuflutnings
á Íslandi á dögunum fylli-
lega tímabært. ÍÓ hefur
verið gagnrýnd fyrir
staðnað verkefnaval en
það má rekja til flutnings
í Hörpu og niðurskurðar
sem þykir aðeins leyfa sýningar
markaðsvænna verka og hindra
tilraunir. Þeim mun ánægjulegra
er að Ragnheiður sló í gegn.
Í Þýskalandi, þar sem ópera á
sér miklu lengri hefð en hér, eru
menn óhræddir við nýbreytni.
Bayreuth-hátíðin leitaði t.d. sam-
starfs við umdeilda listamenn
eins og Lars von Trier og Jona-
than Meese. ÍÓ ætti ekki að ein-
skorða sig við slíkt en heldur ekki
óttast listrænar áskoranir á borð
við þær sem við sáum í nýjustu
uppfærslunni á Englum alheims-
ins. Oft þarf að fara út fyrir þæg-
indahringinn til að tengjast nýjum
áhorfendum.
Grunnstoð allra lista
Nýsköpun er grunnstoð allra lista.
Treysta má sambandið við vana
óperugesti með hefðunum og ögra
lítillega í túlkun sígildra verka en
laða nýja áhorfendur að með fjöl-
breytni og nýsköpun.
Óperulistformið krefst
þess að við sýnum djörf-
ung þótt við virðum um
leið fjögur hundruð ára
hefð þess.
Frjótt íslenskt tónlistarum-
hverfi gæti stutt við sköpun
aðgengilegra óperuverka eins og
Ragnheiðar og samtímis greitt
götu ögrandi tónlistarleikhúss
með tónsköpun í ætt við þá sem
þekkist á Myrkum músíkdögum.
Slíkt opnar fyrir alþjóðasamstarf
og erlenda styrki eins og í kvik-
myndaiðnaði. Með góðu skipulagi
og samstarfi við ferðaþjónustuna
má einnig stækka áhorfenda-
hópinn og fjölga viðburðum sem
ferðamenn vilja kynnast.
Á málþinginu var nýsköpun
talin mikilvæg við framtíðar-
stefnumótun óperunnar. En það
er um tómt mál að tala nema við-
horf stjórnvalda gagnvart list-
forminu breytist, stuðningur við
ÍÓ aukist og verkefnasjóðir styrki
sjálfstæðar óperuuppfærslur. Án
fullnægjandi opinbers stuðnings
verður Ragnheiður ekki sú lyfti-
stöng sem hún ella getur orðið.
Heilsubrestur getur vald-
ið því að fólki finnist það
minna virði en áður eða
minna virði en aðrir.
Margir kannast við að
geta ekki gert það sama
og áður, líða öðruvísi,
líta öðruvísi út og hugs-
anir geta komið upp um
að hafa brugðist og vera
byrði. Margt af því sem
fjallað er um hér á bæði
við um þann veika og
aðstandendur og flest á
það erindi hvort sem um
krabbamein eða annan
heilsubrest er að ræða.
Veikindum fylgja oft verkir sem
hægja á hugsun, hreyfingum, við-
bragði, trufla einbeitingu, minni
og svefn. Þreyta og verkir geta
valdið því að fólk hefur minni
samskipti og tækifærum til að
tjá sig, skemmta sér, upplifa nýja
hluti og fá viðurkenningu fækkar.
Viðbrögð og viðhorf annarra hafa
áhrif á sjálfsmyndina, ekki síður
hjá þeim sem bera ekki veikindi
utan á sér. Allt þetta getur aukið
óöryggi og líkur á einangrun.
Vítahringir
Með minni virkni, lækkuðu sjálfs-
mati, verkjum og fleiru getur
depurð orðið hluti af einkenn-
amyndinni. Fólk getur fundið
fyrir viðkvæmni, pirringi, óstöð-
ugleika í tilfinningum og erfið-
leikum með að taka ákvarðanir.
Náin samskipti geta orðið flókn-
ari, breytt hlutverk haft áhrif auk
minnkaðrar getu til að njóta kyn-
lífs og fleira. Vítahringir vanlíð-
unar geta myndast og mikilvægt
er að leita lausna sem henta hverj-
um og einum. Fagfólk veitir upp-
lýsingar, ráð og meðferð og hjá
Embætti landlæknis má
finna klínískar leiðbein-
ingar sem taka mið af
bestu þekkingu á hverj-
um tíma. Ýmis félaga-
samtök styðja auk þess
við sjúklinga og aðstand-
endur. Ef um krabbamein
er að ræða veitir Ráðgjaf-
arþjónusta Krabbameins-
félags Íslands ráðgjöf,
fræðslu og stuðning.
Brey t i nga r veg na
heilsubrests gerast oftast
á mun styttri tíma en það
tekur væntingar og við-
horf að breytast. Þetta á bæði við
um þann veika og aðstandendur.
Það er eðlilegt að upplifa áfall og
sorg í þessu tilliti og mikilvægt að
meðtaka og vinna úr erfiðum til-
finningum.
Jafningjastuðningur
Að sama skapi er mikilvægt að
huga vel að þeim þáttum sem
gera mann að þeirri manneskju
sem maður er og leggja áherslu á
það sem maður getur, hefur gagn
af, dreymir um og þykir skemmti-
legt. Sjálfsmynd sem dregur fram
margþætta eiginleika hefur auk-
inn sveigjanleika og styrk til að
standa af sér mótlæti. Það er hollt
fyrir sjálfsmyndina að rækta
styrkleika sína og meðtaka veik-
leika. Það eykur líkurnar á að fólk
geri raunhæfar kröfur til sín og
annarra.
Það er erfitt að sætta sig við
að ná ekki þeim markmiðum sem
maður hefur sett sér og ærið
verkefni að laga markmið sín að
breyttum aðstæðum. Það er einn-
ig eðlilegt að þarfir fólks aukist
undir álagi. Það er því nauðsyn-
legt að ígrunda nýjar leiðir og
nálgun til að rækta það sem hverj-
um og einum er mikilvægt.
Undirrituð sér um jafningja-
stuðning Krafts, sem er stuðn-
ingsfélag fyrir ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein
og aðstandendur. Það hefur reynst
mörgum vel, bæði sjúklingum
og aðstandendum, að eiga sam-
skipti við jafningja, einstakling
sem hefur reynt svipað og maður
stendur sjálfur frammi fyrir. Það
er oft léttir að finna þann skiln-
ing sem einungis næst með sam-
eiginlegri reynslu og jafningja-
stuðningur getur spornað gegn
einangrun og veitt nýja sýn. Jafn-
ingjastuðningur á vegum Krafts
er veittur af stuðningsfulltrúum
sem hafa setið sérstakt stuðn-
ingsfulltrúanámskeið og hljóta
reglulega endurmenntun og sinna
þessu sjálfboðastarfi undir hand-
leiðslu sálfræðings. Sálfræðing-
urinn tekur á móti öllum beiðnum
um stuðning, finnur stuðnings-
fulltrúa sem hentar og hefur eft-
irfylgni með því að hafa samband
að stuðningi loknum. Jafningja-
stuðningurinn er að kostnaðar-
lausu og farið er með öll samtöl
sem trúnaðarmál.
Sjálfsmynd og veikindiStjórnvöld,
sýnið djörfung!
➜ Með góðu skipu-
lagi og samstarfi við
ferðaþjónustuna
má einnig stækka
áhorfendahópinn
og fjölga viðburðum
sem ferðamenn vilja
kynnast.
➜ Veikindum fylgja oft
verkir sem hægja á hugsun,
hreyfi ngum, viðbragði, trufl a
einbeitingu, minni og svefn.
Þreyta og verkir geta valdið
því að fólk hefur minni sam-
skipti og tækifærum til að
tjá sig, skemmta sér, upplifa
nýja hluti og fá viðurkenn-
ingu fækkar.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Anna Sigríður
Jökulsdóttir
sálfræðingur, félagi
í Sálfræðingafélagi
Íslands
MENNING
Gunnar
Guðbjörnsson
óperusöngvari og
formaður Félags
íslenskra tónlistar-
manna– klassískrar
deildar FÍH
Lægri vextir
á bílalánum
Lánshlutfall
allt að 75%
Engin
stimpilgjöld
Allt að 7 ára
lánstími
Landsbankinn býður betri kjör í apríl. Lægri vextir
á nýjum bílalánum og afsláttur af lántökugjöldum.
Kynntu þér málið á landsbankinn.is/istuttumali.