Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 36
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Í LEÐRI „Það er ótrúleg hitajöfnun í leður- buxum. Ég hef meira að segja verið í þeim á sólars trönd og það var ekki eins óbæri- legt og maður hefði haldið.“ Jón Geir vakti athygli gagnrýnenda fyrir frækilega frammistöðu á sýningunni Baldri í Borgarleikhús- inu þar sem hann barði húðirnar með hljómsveitinni Skálmöld. Hann vakti einnig athygli blaðamanns fyrir sér- stæðan klæðaburð enda klæddist hann aðeins pilsi og svörtum sokkum. „Þetta pils er vinnuútgáfan af skotapilsi, svo- kallað „utility kilt“, og er hvunndags- útgáfan af fínu köflóttu pilsunum,“ segir Jón Geir sem dagsdaglega starfar sem fagnörd í versluninni Nexus. Pilsið fann hann og keypti á eBay í þeim tilgangi að nota á tónleikum. „Maður er á svo hrikalega mikilli hreyf- ingu á tónleikum og valið stóð milli þess að vera í pilsi eða hjólabuxum sem eru ótignarlegasti klæðnaður í heiminum,“ segir Jón Geir hlæjandi. Valið var því ekki erfitt. Hann segir pils af þessu tagi nokkuð algeng í folkmetal- geiranum auk annarra þjóðbúninga- pælinga. KLIPIÐ UNDIR PILSIÐ Menn klæðast skotapilsum oft einum klæða, var það þannig í Borgarleikhús- inu? „Nei, mér fannst betra að halda lágmarkssiðsemi, en það hefur alveg komið fyrir á tónleikum þar sem er gríðarlega heitt. Til dæmis á Eistna- flugi. Þá reynir maður að komast hjá sem flestum fötum,“ svarar hann glett- inn. Eini ókostur pilsins er það áreiti sem það leiðir til. „Ég hef komist að því af fenginni reynslu að konur eru mun verri í því að klípa upp undir pils.“ Jón Geir segist spá mun meira í hagkvæmni en tísku. Þannig spilar hann yfirleitt á sokkunum á tónleikum enda finnst honum óþægilegt að spila í skóm. „Raunar spilaði ég í skóm í Borgarleikhúsinu því ég var dálítið að ganga um og gólfið var óþægilegt. Ég fann gamla flókainniskó sem eru lunga mjúkir en alveg ægilega ljótir,“ segir Jón Geir og hlær. Hann telur sig heppinn að vera í þungarokksbrans- anum þar sem flestir eru svartklæddir. „Samt brjótum við þá reglu iðulega og mætum jafnvel í gulum bolum á þunga- rokkstónleika. En það er í lagi því það eru engir fordómar í þungarokkinu.“ ULL OG LEÐUR Jón Geir kýs iðulega að ganga í náttúru- legum efnum á borð við ull og leður. Lopapeysur eru honum hugleiknar og á hann allnokkrar slíkar. „Flestar eru prjónaðar á mig af fyrrverandi tengda- móður minni sem er einn mesti prjóna- snillingur sem ég hef kynnst og virðist prjóna ósjálfrátt. Uppáhaldspeysan mín er þó eftir fyrrverandi konu mína. Hún er grá með karlrún prjónaða fram- an á hettuna og er ofboðslega flott.“ Að mati Jóns Geirs eru lopapeysur þægilegasti klæðnaður við flestar að- stæður. „Ég geri sérstaklega í því að klæðast þeim þegar við erum að túra úti, bæði af því að það er þægilegt og svo er hún sér íslensk,“ segir Jón Geir sem hefur fengið tilboð í peysurnar sínar en hefur ekki viljað þiggja þau. Jón Geir er ósjaldan í leðurbuxum. „Það er ótrúleg hitajöfnun í leðurbux- um. Ég hef meira að segja verið í þeim á sólarströnd og það var ekki eins óbærilegt og maður hefði haldið.“ ■ solveig@365.is ENGIR FORDÓMAR Í ÞUNGAROKKINU ÞUNGAROKKARI Jóni Geir Jóhannssyni, trommuleikara Skálmaldar, finnst lopapeysur þægilegasti klæðnaður í heimi. Á tónleikum klæðist hann hins vegar aðeins skosku vinnupilsi og sokkum. PILS OG LOPAPEYSA Jón Geir í uppáhalds- lopapeysu sinni með karlrún prjónaða í hett- una. Pilsið er skoskt vinnupils sem hann keypti á eBay. MYND/GVA Skipholti 29b • S. 551 0770 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Nýjar vörur í hverri viku Stærðir 38-52 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Flottir sumarbolir Fleiri gerðir-Fleiri litir-Margar stærðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.