Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 52
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
Myndlistarmaðurinn Guðjón
Ketils son opnar sýningu í Hverfis-
galleríi í dag klukkan 17.
„Sýningin heitir Ný verk og er
nákvæmlega það. Ný verk,“ segir
Guðjón, en sýningin stendur yfir
til 17. maí.
„Þetta er í raun og veru mjög
lógískt framhald af fyrri sýning-
um. Hlutir hafa tilhneigingu til
að skarast svolítið og það er oft
eitthvað í einu verki sem kveik-
ir hugmynd að öðru,“ segir Guð-
jón. Síðasta sýning hans á Íslandi,
Samræmi, var samsýning með
Hildi Bjarnadóttur í Hafnarborg
í október 2011.
Guðjón er ef til vill hvað þekkt-
astur fyrir að draga fram feg-
urðina í hversdagslegum hlutum,
á borð við spýtukubbum eða göml-
um húsgögnum.
„Á sýningunni Ný verk eru
skúlptúrar og blýantsteikningar.
Skúlptúrarnir eru unnir út frá
fundnum húsgögnum og mynda
innsetningu í Hverfisgalleríi.
Teikningarnar eru svo annað verk.
Þetta eru eiginlega húsgögn með
gluggum og teikningar af húsform-
um sem eru gluggalaus. Þannig
að það er ákveðið samtal þarna á
milli,“ segir Guðjón að lokum og
hlær.
- ósk
Fegurðin úr hversdagsleikanum
Guðjón Ketilsson opnar einkasýningu í Hverfi sgalleríi klukkan 17 í dag.
„Mér líst stórvel á þetta. Það er
gaman að vera með svona flott-
um hljóðfæraleikurum sem spila
á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er
unun að hlýða á,“ segir Benedikt
Kristjánsson tenór, sem syngur
hlutverk guðspjallamannsins í
Jóhannesarpassíunni í Grafar-
vogskirkju á laugardaginn klukk-
an 17. Þar á hann við félaga úr
Bach-sveitinni í Skálholti sem sér-
hæfa sig í að leika á hljóðfæri bar-
okktímans.
Benedikt hefur verið búsettur í
Berlín í sex ár og hefur unnið til
verðlauna í alþjóðlegum Bach-
keppnum í Þýskalandi. Hann
tafðist á leiðinni hingað til lands
vegna verkfalls á Keflavíkurflug-
velli og lenti klukkan kortér yfir
tvö í fyrrinótt. Var samt mættur
í Grafar vogskirkju á æfingu eld-
snemma í gærmorgun.
Auk Benedikts syngja einsöng
í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst
Ólafsson bassi, sem syngur hlut-
verk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdótt-
ir alt og Þóra Björnsdóttir sópran.
Þær eru félagar í Kammer-
kór Grafarvogskirkju sem tólf
atvinnusöngvarar skipa og verð-
ur í stóru hlutverki. Safnaðar-
kór Grafarvogskirkju og nokkr-
ir félagar úr öðrum kórum verða
með í sálmahluta verksins og tón-
leikagestum gefst kostur á að taka
þátt. Hákon Leifsson, tónlistar-
stjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu
saman.
Til að heiðra 400 ára minningu
sálmaskáldsins Hallgríms Pét-
urssonar verður sköpuð lágvær
passíu stemning í upphafi tón-
leikanna með því að syngja nokkra
af sálmum Hallgríms einradda.
Benedikt kveðst koma hingað
heim af og til að sinna misstórum
verkefnum og hitta fjölskylduna.
Í þetta sinn hefur hann hratt á
hæli því hann er í krefjandi verk-
efnum í Berlín í næstu viku. „Ég
er einmitt líka að syngja hlutverk
Jóhannesar guðspjallamanns með
ballettdönsurum í dómkirkjunni
í Berlín og þarf að vera kominn
þangað á mánudag,“ lýsir hann.
„Svo er ég að syngja Mattheusar-
passíuna í Berlínar-Fílharmóní-
unni á föstudaginn langa.“
gun@frettabladid.is
Alltaf unun að hlýða á
upprunaleg hljóðfæri
Jóhannesarpassía Bachs verður fl utt í Grafarvogskirkju 12. apríl klukkan 17
af Kammerkór Grafarvogskirkju, félögum úr Bach-sveitinni í Skálholti og ein-
söngvurum. Benedikt Kristjánsson tenór er langt að kominn til að taka þátt.
SÖNGVARINN „Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum,“ segir Benedikt sem er líka að syngja hlutverk
guðspjallamannsins í Berlín um þessar mundir, en þar með ballettdönsurum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NÝ VERK Sýningin hefur einfaldan titil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég er einmitt líka að
syngja hlutverk Jóhann-
esar guðspjallamanns
með ballettdönsurum í
dómkirkjunni í Berlín og
þarf að vera kominn
þangað á mánudag.
Valur Freyr Einarsson sló í gegn í
sýningunni Tengdó, Grímusýningu
ársins 2012. Nú teflir hann fram
nýju verki, Dagbók jazzsöngvar-
ans, sem frumsýnt verður í Borg-
arleikhúsinu annað kvöld á vegum
CommonNonsense. „Þetta eru eig-
inlega systkinasýningar, Tengdó
og þessi, því vinnsluaðferðin er
svipuð. Ég tók viðtöl og vann út frá
þeim,“ byrjar Valur Freyr lýsingu
sína á nýja verkinu.
Hann kveðst hafa byrjað fyrir
tveimur árum á að taka viðtal við
mann sem var langt genginn með
krabbamein. „Ég var ekki viss
hvort hann mundi lifa sumarið af
og dreif mig í að spjalla við hann.
Svo er hann enn sprækur tveim-
ur árum seinna, Guði sé lof. Hann
trúði mér fyrir alls konar hlutum,
fór í smá uppgjör við fortíðina,
meðal annars samskipti sín við
föður sinn og árin í djassinum. Það
varð upphafið að þessu ferli hjá
mér. Ég fór að skoða tengsl feðra
við börnin sín eða tengslaleysi og
hvernig það lekur ómeðvitað milli
kynslóða. Það er undirliggjandi
þema í þessu verki.“
Valur Freyr segir þennan
umrædda mann hafa komið á
rennsli um daginn og kannast við
ýmislegt í sögunni. „Hann var
þakklátur og fannst gott að þetta
efni væri dregið fram í dagsljósið.
Eitthvað sem hann hefur setið með
í fanginu í mörg ár.“
Auk Vals Freys leikur 12 ára
sonur hans, Grettir Valsson, í
Dagbók jazzsöngvarans, auk
hinnar þekktu Kristbjargar Kjeld.
Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfs-
son, um leikmynd og búninga sér
Ilmur Stefánsdóttir og tónlist og
hljóðmynd er Davíðs Þórs Jóns-
sonar.
gun@frettabladid.is
Fór að skoða tengsl
feðra við börnin sín
Leikverkið Dagbók jazzsöngvarans verður frumsýnt á
Nýja sviði Borarleikhússins annað kvöld. Valur Freyr
Einarsson er höfundur og leikur aðalhlutverkið.
FEÐGAR „Þessir feðgar virðast í góðu sambandi. Valur Freyr sem faðir og sonur
hans Grettir í hlutverki sonar. MYND/ILMUR
„Ég lærði óperusöng á Ítalíu og
ítalski stíllinn hentar mér afskap-
lega vel, þó ég syngi raunverulega
allt,“ segir Kristín R. Sigurðar-
dóttir sópransöngkona. Hún held-
ur tónleika í kvöld klukkan 20 í
Háteigskirkju ásamt Julian Hew-
lett píanóleikara. Efnisskráin er
blönduð en með ítölsku ívafi og
samanstendur af tónverkum eftir
eldri sem yngri tónskáld, allt frá
barokki, klassík og rómantík til
dagsins í dag.
Sönghópurinn Boudoir og Ian
Wilkinson básúnuleikari verða
sérstakir gestir á tónleikunum,
að sögn Kristínar sem hefur líka
samið ljóð á ítölsku sem Juli-
an samdi lög við í rómantískum
Bocelli-anda. „Það hefur lengi
blundað í okkur að halda þessa
tónleika,“ segir Kristín og hlakk-
ar til.
Miðar verða seldir við inngang-
inn.
- gun
Með ítölsku ívafi
Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Julian Hewlett
píanóleikari fl ytja blandaða tónlist með ítölsku ívafi
í Háteigskirkju í kvöld klukkan 20.
Á ÆFINGU Kristín Sigurðar og Julian Hewlett flytja meðal annars eigið efni á tón-
leikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING