Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 10.04.2014, Qupperneq 58
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Divergent Ævintýrahasar AÐALHLUTVERK: Shailene Woodley, Theo James, Kate Winslet, Miles Teller, Jay Courtney, Zoë Kravitz, Ashley Judd og Tony Goldwyn. Bönnuð innan 12 ára 7,6/10 48/100 Leikarinn Steven Seagal er 62 ára í dag Helstu kvikmyndir: Under Siege, Hard to Kill, Above the Law, Into the Sun AFMÆLISBARN DAGSINS FRUMSÝNING 40/100 „Ég gegni hlutverki sögumanns- ins. Það var reyndar stærra í útvarpsþáttunum þar sem þurfti að teikna myndina hljóðrænt. Nú sýnum við hvað er að gerast sjón- rænt. Ég lék líka Díönu Klein en í þetta sinn þurfti ég að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð þar sem ég hljómaði mjög kynþokkafullur en svo þegar fólk sá mig á tjald- inu var það ekki falleg sjón,“ segir leikarinn Örn Árnason en leikkon- an Svandís Dóra Einarsdóttir sér um Díönu Klein í kvikmyndinni Harrý og Heimir sem frumsýnd er á föstudag. „Ég sleppti hlutverkinu glaður en Svandís er gríðarlega þokka- full pía.“ Myndin fjallar um einkaspæj- arana Harrý og Heimi sem hjálpa þokkadísinni Díönu Klein í leit hennar að föður sínum, veður- athugunarmanni á Reginnípu. Harrý og Heimir leggja í leið- angur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Örn leikur einmitt líka illmennið í myndinni. „Ég leik illmennið sem ætlar að ræna íslenska hálendinu og færa það til Danmerkur,“ segir Örn glaður í bragði en myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. „Við höfðum skamman tíma enda ekki með hundruð milljóna króna úr að spila. Við nýttum tímann vel og þá aura sem höfðu safnast í þetta verkefni og tókum myndina á átján dögum. Við erum vanir því að vinna mjög hratt og skipuleggja dagana vel þannig að við komum því mun betur undir- búnir að verkefninu. Leikstjórinn Bragi Hinriksson hefur líka góð tök á ævintýramyndum og vorum við ofboðslega glaðir með hans þátt í þessu.“ Það eru þeir Karl Ágúst Úlfs- son og Sigurður Sigurjónsson sem leika einkaspæjarana tvo og segir Örn að stemningin hafi verið mjög góð á settinu. „Það ríkti mikil gleði á settinu og ég held að hún skíni í gegn í myndinni. Að mínu mati er þetta gríðarskemmtileg grínmynd. Þetta er ekki gamanmynd og ekki farsi. Ég get ekki útskýrt það öðru- vísi en að við brjótum aðeins upp rammann og gerum græskulaust grín. Við erum náttúrulega lit- aðir af myndum sem við sáum í æsku eins og Blazing Saddles, Air- plane-myndirnar og Top Secret,“ bætir Örn við. En er ekki byrjað að leggja línurnar að næstu mynd? „Ekki alvarlega. Þetta tekur allt sinn tíma.“ liljakatrin@frettabladid.is Þurft i að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð Svandísar Íslenska kvikmyndin Harrý og Heimir verður frumsýnd á föstudaginn. Spaugarinn Örn Árnason leikur sögu- mann og illmenni en þurft i að sleppa hlutverki þokkapíunnar Díönu Klein á hvíta tjaldinu. Harrý og Heimir komu fyrst fram á sjónarsviðið í útvarpsleikritum á Bylgj- unni seint á níunda áratug síðustu aldar. Ellefu útvarpsþættir voru fram- leiddir sem voru 25 mínútur að lengd hver og ein saga í hverjum þætti. Bíómyndin er byggð á einni af þeim sögum. Árið 2009 var síðan leikritið um Harrý og Heimi sett upp í Borgarleikhúsinu og sýnt 150 sinnum. BYRJAÐI ALLT Í ÚTVARPINU VONDUR Í GEGN Örn leikur illmenni sem vill stela hálendinu. INNILEGIR Harrý og heimir eru óborganlegir. ÞOKKADÍS Svandís Dóra leikur díönu Klein. Sony hefur gert samning við leik- stjórann Breck Eisner um að leikstýra framhaldi af The Karate Kid sem sýnd var í kvikmyndahúsum árið 2010 með Jaden Smith og Jackie Chan í aðalhlutverkum. Myndin var endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1984 og halaði inn 343 millj- ónir dollara á heimsvísu, 38 milljarða króna. Breck hefur leikstýrt myndum á borð við Sahara og The Crazies. LEIKSTÝRIR KARATE KID Golden Globe-kynnarnir Tina Fey og Amy Poehler leika systur í nýrri grínmynd frá Universal sem heitir The Nest. Tina og Amy hafa leikið mikið saman, í kvikmyndinni Mean Girls árið 2004, í Baby Mama árið 2008 og í þáttunum Saturday Night Live á árunum 2001 til 2006. Tine framleiðir The Nest í nafni fyrirtækis síns Little Stranger ásamt Jay Roach. Amy verður meðframleiðandi. LEIKA SAMAN Í GRÍNMYND Indversk kvikmyndahátíð hófst í Bíó Paradís á þriðjudag og stend- ur til 13. apríl. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2012. Á hátíðinni í ár eru kynntar til leiks sex nýlegar kvikmynd- ir og ein klassísk kvikmynd í nýútkominni þrívíddarútgáfu, karrívestrinn Sholay sem er af mörgum talinn meðal bestu ind- versku kvikmyndanna á tuttug- ustu öldinni. Meðal kvikmynda sem sýndar eru á hátíðinni er English Ving- lish eða Enskunámið eins og hún heitir á íslensku. Hún fjallar um unga húsmóður sem er mjög fær í að gera indverska eftirréttinni „laddoo“. Henni finnst hún ekki vera metin að verðleikum heima hjá sér vegna þess að hana skort- ir enskukunnáttu. Þegar hún er beðin að koma til New York til þess að undirbúa brúðkaup frænku sinnar fær hún óvænt tækifæri til þess að bæta sig í enskunni og styrkja sjálfsálitið í leiðinni. Hún fer að endurskoða líf sitt í framhaldi af því og sam- bandið við fjölskylduna. Myndin er byggð á ævi móður leikstjór- ans, Sanjay Leela Bhansali, og lýsir vel erfiðleikum og skondn- um uppákomum sem nýbúi í ókunnri stórborg má búast við. Nýtt og gamalt í Bíó Paradís … að stórleikarinn Christopher Walken hóf feril sinn í skemmtibrans- anum sem ljónatemjari í sirkus. Síðar skráði hann sig í Hofstra- háskólann í New York en hætti eftir eitt ár eftir að hann fékk hlutverk í Off-Broad- way-söngleiknum Best Foot Forward með Lizu Minnelli. Christopher lærði síðan dans hjá Washington Dance Studio en áður en varði átti leiklistin hug og hjarta hans. VISSIR ÞÚ… Meðallestur á Fréttablaðinu hvern dag er meiri en uppsafnaður lestur á Morgunblaðinu í heila viku* Það þýðir að birting auglýsingar í Fréttablaðinu einhvern einn dag vikunnar, nær til fleiri lesenda en auglýsing í öllum Morgunblöðum vikunnar. Allt sem þú þarft ... * Skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup, júl–sept 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.