Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 66

Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 66
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 Súkkulaði-karamellusósa 75 g smjör 75 g ljós púðursykur 1 tsk. saltflögur (Maldonsalt), fínmuldar 150 g rjómi 150 g Pipp með karamellufyllingu Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið púðursykur saman við og hrærið í þar til hann er bráðinn. Blandið salti og rjóma saman við. Hrærið að lokum súkkulaðið í litlum bitum saman við. Berið sósuna fram heita eða kalda. Gerðu vel við þig og þína um páskana með ljúffengri Pipp ostaköku. Hún er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum sem koma þér í hæstu hæðir. Til að gera hana enn girnilegri þá er gott að bera hana fram með sætri súkkulaði-karamellusósu. Hljómsveitin Imagine Dragons og söngkonan Lorde eru með flestar tilnefningar til Billboard-tónlistar- verðlaunanna, alls tólf hvor. Imagine Dragons og Lorde keppa sín í milli í níu flokkum, þar á meðal fyrir besta rokklistamann og besta rokklag. Justin Timberlake, Katy Perry og Macklemore & Ryan Lewis eru með ellefu, tíu og átta tilnefningar. Justin gæti unnið sín fyrstu Bill- board-verðlaun sem sólólistamað- ur í ár en hann vann til fimm verð- launa með strákasveitinni ´N Sync. - lkg Tilnefningarn- ar tilkynntar SÓLÓ FER HONUM VEL Justin gæti hreppt hnossið á hátíðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rihanna og Eminem syngja dúett saman á MTV Movie-verð- launahátíðinni á sunnudags- kvöldið. Ætla þau að syngja lagið Monster sem var á plötu Eminem, The Marshall Mathers LP 2, sem kom út í fyrra. Markar þetta viss tímamót því þau hafa ekki komið fram á hátíðinni í fimm ár. Rihanna og Eminem ákváðu að vinna saman við Monster eftir að ástardúettinn þeirra, Love The Way You Lie, vakti gríðarlega lukku. Þá ætlar tvíeykið einnig að fara á tónleikaferðalag saman í ágúst og spila til að mynda í New York og Los Angeles. - lkg Syngja dúett- inn í beinni SPENNT Rihanna syngur með Eminem á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það hefur verið orðrómur á kreiki um stund að Dylan Penn, dóttir leikaranna Seans Penn og Robin Wright, hafi gert samn- ing um að sitja fyrir nakin hjá Playboy-tímaritinu. Hin töfrandi Penn hefur hins vegar afþakkað tilboðið og valið að sitja fyrir hjá tímaritinu Treats. Ljósmyndar- anum Tony Duran hældi hún fyrir listræna hæfileika. „Ég hafði kynnt mér myndirnar hans löngu áður en ég var beðin um að sitja fyrir og ég hef alltaf elskað svarthvítu nektarmyndirnar hans sem eru mjög fágaðar,“ sagði hin unga Penn í samtali við Treats. Dylan Penn hefur augljóslega fengið útlitið í vöggugjöf en hún hefur áður setið fyrir hjá tímarit- unum GQ, W Magazine og Elle. Dylan Penn situr fyrir nakin ÓFEIMIN Dylan Penn situr fyrir í Playboy. Khloé Kardashian virðist búin að gleyma Lamar Odom en hún er sögð vera komin með nýjan mann upp á arminn. Samkvæmt tíma- ritinu Life & Style hafa raunveru- leikastjarnan og rapparinn French Montana verið að draga sig saman. Sjónarvottar sáu turtil dúfurnar í faðmlögum og kossaflensi þegar Montana var í upptökum á nýju tónlistarmyndbandi í lok mars. Þá sáust þau einnig ganga hönd í hönd út úr nektarklúbbnum Pink Rhino í Phoenix í Arizona. Að sögn sjónarvotta létu þau vel hvort að öðru inni á klúbbnum og hann hélt meðal annars utan um hana. Mont- ana er þó enn giftur en eiginkona hans, Deen Kharbouch, er sögð hafa beðið Kardashian að halda sig fjarri manni hennar. „Við höfum unnið í sameiningu að frama hans,“ sagði Kharbouch í samtali við Life & Style. Sambandi Kardashian og körfu- boltakappans Lamars Odom lauk á seinni hluta síðasta árs. Stuttu áður hafði Lamar horfið og sögusagnir voru um að hann ætti við fíkni- vanda að etja og voru slúðurmiðlar vestanhafs duglegir að fjalla um það. Til að bæta gráu ofan á svart var körfuboltakappinn tekinn fyrir að keyra undir áhrifum í Kali- forníu, en stuttu síðar slitnaði end- anlega upp úr sambandinu. Khloé Kardashian með nýjan kærasta FUNDU ÁSTINA Khloé Kardashian og rapparinn French Montana eru að stinga saman nefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.