Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 68
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 Athygli vekur að rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir semur texta við tónverk Skúla Sverrisson- ar í flutningi Ólafar Arnalds, sem frumflutt verður á Tectonics-tón- listarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, en hátíðin stend- ur fram á helgi. Fjórtán ný verk verða flutt á hátíðinni, þar af ellefu íslensk. Guðrún Eva þreytti frum- raun sína í textagerð við lag Trausta Bjarnasonar, Til þín, sem keppti í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. „Já, ég er allt í einu orðin rosalega eftirsótt á þessu sviði,“ segir Guðrún Eva og hlær og segir ekki á döfinni að færa sig meira í átt til textasmíða í tónlist. „Ég er nátt- úrulega dálítið gift skáldskapnum og líður eiginlega eins og ég sé að halda fram hjá í svona verkefnum,“ bætir hún við. Guðrún Eva segir verkefnin tvö gríðarlega ólík. „Þetta verkefni með Ólöfu er nær því sem ég hef áður gert. Þó ég skrifi lítið af ljóðum, þá kom þetta þannig til að Ólöf hafði samband við mig og við þekkjumst, og hún er svo inspírerandi mann- eskja að þetta var auðvelt því að ljóðið er svo innblásið af henni. Hún er svo mikill listamaður,“ útskýrir Guðrún Eva og segist enn á fullu í skáldskapnum. „Ég er rosa langt komin með næstu bók og það lítur allt út fyrir að bókin komi út á árinu. Hún fjallar um unglingsstúlku sem gerir allt vitlaust í heimabæ sínum, Stykkishólmi.“ - ósk Líður eins og í framhjáhaldi Guðrún Eva Mínervudóttir semur texta við tónverk Skúla Sverrissonar sem frum- fl utt verður af Ólöfu Arnalds á Tectonics-hátíð Sinfóníu Íslands í Hörpu í kvöld. GIFT SKÁLDSKAPNUM Guðrún segir ekki á döfinni að færa sig meira í átt til texta- smíða í tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð. NÚ Í400gUMBÚÐUM E N N E M M / S IA • N M 61 3 27 „Við hjá Möller Records munum nota styrkinn til að taka túr um landið og kynna hugljúfa raf- og sveimtónlist fyrir landi og þjóð,“ segir Árni Grétar, betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Future- grapher, en útgáfufyrirtækið Möller Records hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums upp á hálfa milljón króna í verkefnið „Möller um landið“. Nokkrir tónlistarmenn taka þátt í verkefninu, en ásamt Futuregra- pher eru það Steve Sampling, Bistro Boy og plötusnúðurinn Árni Vec- tor. „Fleiri raftónlistarmenn munu svo koma til með að taka þátt. Við munum fara hringinn – alvöru hringinn, því við förum að sjálf- sögðu á Vestfirði,“ segir Árni Grét- ar, léttur í bragði. Aðspurður segir Árni það mikil- vægt fyrir komandi kynslóðir úti á landi að kynnast raftónum og flæði. „Þetta er sannkallaður heiladans og fær líkama okkar og huga af stað. Ég ólst upp á Tálknafirði og þar voru ekki margir sem hlustuðu til dæmis á sveimtónlist, eða ambient, og það var kannski bara af því að það var ekkert í boði. Maður þurfti að leita að alvöru sveimi í bænum og koma með heim vestur á firði. Svo held ég að það sé bara gaman fyrir fólk að kynnast þessu og upplifa. Og dansa.“ Árna hefur lengi langað út á land með raftónleikatúr, en aldrei látið verða af því. „Við í Möller höfum talað um það að gera svona Með- allt-á-hreinu í raftónlist. Þetta verð- ur eitthvað þannig ævintýri,“ bætir hann við og segir raftónlist í uppá- haldi hjá sér og sínu fólki. „Það er ekkert betra en brotnir taktar, djúp- ur bassi og vel sykruð melódía með dassi af depurð og smá vonarneista. Það má segja að raftónlist sé ég og ég sé raftónlist. Þetta er mitt líf. Ég lærði á gítar og saxófón, en þegar ég áttaði mig á því að ég gæti spil- að á öll hljóðfærin með hjálp tölv- unnar, þá vissi ég að raftónlistin var málið. Það var árið 1996. Ég tók þá eitt stig á píanó, til að læra grunn- inn, og keypti mér hljóðgervil fyrir fermingarpeninginn og tónlistar- forrit í heimilistölvuna. Mamma og pabbi trúðu á mig og það hjálpaði til. Þetta var gaman og spennandi og er það enn, 17 árum síðar.“ Raft ónlistar- ævintýri Möller um landið er eitt verkefnanna sem hlutu styrk frá tónlistarsjóði Kraums í gær. Kraumur tónlistarsjóður úthlutaði í gær 7,3 milljónum til íslenskra lista- manna, en hæsta styrk Kraums í ár hlaut hljómsveitin Mono Town. Þessir hlutu styrki: ÞESSI HLUTU STYRKI FRÁ KRAUMI RAFTÓNLIST ER MÁLIÐ Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher, heldur utan um verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mono Town Kynning og markaðssetning 1.000.000 kr. Ólafur Björn Ólafsson Kynning og útgáfutónleikar 350.000 kr. Gyða Valtýsdóttir Kynning á nýrri plötu 300.000 kr. Sólstafir og Kontinuum Tónleikaferð um Evrópu 1.000.000 kr. Nordic Affect Tónleikahátíðir og kynning 800.000 kr. Agent Fresco Evróputúr 2014 700.000 kr. Ragnheiður Gröndal Tónleikaferðir um Evrópu 500.000 kr. Rökkurró Útrás vegna þriðju plötu 350.000 kr. Grísalappalísa og DJ Flugvél og Geimskip Íslandstúrinn 2014 500.000 kr. Cell 7 ásamt hljómsveit Tónleikaferð um landið 500.000 kr. Aldrei fór ég suður 2014 Tónlistarhátíð fyrir vestan 500.000 kr. Möller um landið Kynning á íslenskri raftónlist 500.000 kr. Eistnaflug 2014 Fjölmiðlakynning og námskeið 300.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.