Fréttablaðið - 10.04.2014, Page 70
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
The War on Drugs
kemur til með að loka
hátíðinni ásamt Flaming
Lips á sunnudeginum.
Kamilla Ingibergsdóttir
Hafið þið heyrt um Y-kynslóðina, alda-mótakrakkana sem slitu barnsskón-
um í kringum 2000? Ég tilheyri henni víst
sjálfur því samkvæmt ýtrustu skilgrein-
ingum er nóg að vera fæddur eftir 1980.
Það gefur mér líka rýmra skotleyfi og ég
verð síður vændur um heimsósóma. Meðal
einkenna Y-krakka er lítið athyglisþol og
gríðarlegar kröfur um að leiðast aldrei.
Markaðsmenn segja að til þess að yng-
lingar svo mikið sem líti við vöru megi
ekki vera neitt leiðinlegt við hana, bara
ein sekúnda af leiðindum er nóg til að
styggja vandlátu ufsilón-krakkana.
ÞETTA vita líka stjórnmálamenn. Það
rembast allir við að koma stjórnmála-
skoðunum sínum að í stuttum
hnitmiðuðum myndböndum sem
mega helst ekki vera meira en
nokkrar mínútur að lengd. Helst
mega stjórnmálamenn alls
ekki vera leiðinlegir því þá fá
þeir ekki atkvæði frá vandlátu
krökkunum.
NÁM á líka að vera skemmti-
legt og sérmiðað eftir þörf-
um krakkanna. Jón Gnarr
borgarstjóri líkti þessu við Subway. Helst
eiga aldamótakrakkarnir að geta valið
sér álegg ofan í menntabrauðið og kenn-
arar að salta og pipra eftir þörfum. Þetta
á ekki bara við um grunnskólanám heldur
líka háskólanám. Allt á að vera skemmti-
legt. Það er í tísku að lýsa því yfir að hlutir
séu leiðinlegir. Það er leiðinlegt að hanga
á fundum, leiðinlegt að tala um peninga,
leiðinlegt að tala um pólitík, leiðinlegt
að rífast. Geta ekki allir verið vinir? Og
ef það er þörf á að rífast er þá ekki hægt
að gera það í gegnum tölvuleiki? Það er
allavega skemmtilegt. Tölvuleikir eru
framtíðin.
ÉG segi eftirfarandi – og skal gerast svo
kræfur að tala fyrir hönd ufsilón-fólks.
Hættum þessu kjaftæði. Ekkert er jafn
spennandi í lífinu og erfið krefjandi verk-
efni. Pólitík og peningar þýða völd og völd
hafa frá dögum Hammúrabís konungs í
Babýlon verið það eftirsóknarverðasta í
lífinu fyrir utan kannski ást og væntum-
þykju, en það nennir enginn að elska þann
sem elskar bara sjálfan sig. Hættum að
halda upp á afmælið okkar á hverjum degi.
Tökum okkur taki. Sinnum verkefnum
okkar og tökum völdin.
Það tekur bara mínútu að lesa þennan pistil
HARRY OG HEIMIR FORSÝNING 9
CAPTAIN AMERICA 3D 5, 8, 10:45
NOAH 6, 8, 10:45
HNETURÁNIÐ 2D 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FORSÝNING
HARRY OG HEIMIR
CAPTAIN AMERICA 3D
CAPTAIN AMERICA 3DLÚXUS
NOAH
GRAND BUDAPEST HOTEL
HNETURÁNIÐ 2D
Ý Í ÍÆVINT RI HR. PBODYS SL. TAL 2D
NYMPHOMANIAC PART 2
HEILD
GRAND BUDAPEST HOTEL
DEAD SNOW - RED VS DEAD
ONE CHANCE
KL. 8 (FORSÝNING)
KL. 5 - 8 - 10.15
KL. 5 - 8
KL. 5 - 8 - 10.15
KL. 8
KL. 3.30
KL. 3.30 - 5.45
Miðasala á:
KL. 6 - 9
KL. 6 - 8
KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15
KL. 10.15
KL. 5.40
- THE TELEGRAPH
- FRÉTTABLAÐIÐ
- THE GUARDIAN- EMPIRE
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL
16:00 Skytten, Danmörk (2013)
20:00 Jeg er din, Noregur (2013)
Allar kvikmyndirnar eru sýndar með
enskum texta og er frítt inn á hátíðina.
Nánari upplýsingar á norraenahusid.is.
NORRÆN
KVIKMYNDA
HÁTÍÐ
3.–15. APRÍL 2014
NORRÆNA HÚSIÐ
KYNNIR:
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL.
EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN
ht.is
ÞVOTTAVÉLAR
Skipuleggjendur Iceland Airwaves
tilkynntu í dag fleiri listamenn sem
koma fram á hátíðinni í ár en alls
verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður
haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5.
til 9. nóvember, og er undirbúningur
í fullum gangi.
„Við erum hæstánægð og það er
ótrúlega skemmtilegt að tilkynna
jafn heita hljómsveit og Future
Islands,“ segir Kamilla Ingibergs-
dóttir hjá Iceland Airwaves-hátíð-
inni, en hátíðin hefur nú tilkynnt
um 70 af 200 tónlistarmönnum og
hljómsveitum sem koma fram í ár.
Eins og mörgum er kunnugt kom
Future Islands fram í spjallþætti
Davids Letterman á dögunum, en
þar vakti söngvari sveitarinnar
mikla athygli fyrir frumlega sviðs-
framkomu og klippa úr þættinum
fór eins og eldur í sinu um netheima.
„Söngvarinn í bandinu er náttúru-
lega stórkostlegur,“ bætir Kamilla
við og segir gaman fyrir hátíðina
að sveit sem þau hafi bókað fái svo
mikla athygli.
Auk þess bætast við sveitir á borð
við Caribou og The War on Drugs
sem Kamilla segir sérstakt gleði-
efni. „The War on Drugs kemur til
með að loka hátíðinni ásamt Flam-
ing Lips á sunnudeginum en sveitin
gaf nýverið út frábæra plötu.“
„Við búumst við jafn mörgum
útlendingum og í fyrra, þegar um
sextíu prósent rúmlega átta þús-
und gesta voru að utan. Við höfum
þegar selt fullt af miðum og hvetj-
um fólk eindregið til að sofna ekki
á verðinum og vera snemma í því að
næla sér í miða. Við verðum oft vitni
að því að fólk situr eftir með sárt
ennið,“ útskýrir Kamilla, og segist
sérlega spennt fyrir hátíðinni í ár.
„Svo eigum við heilan helling
inni. Það á eftir að tilkynna meira
en hundrað bönd!“ olof@frettabladid.is
Fleiri stór nöfn á stórskemmti-
legri Iceland Airwaves í ár
Caribou, Future Islands, King Gizzard & The Lizard Wizard og The War on Drugs koma fram á Airwaves.
SPENNT FYRIR HÁTÍÐINNI Kamilla
Ingibergsdóttir býst við um átta þúsund
gestum á Iceland Airwaves í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
The War on Drugs (US)
Caribou (CA)
Future Islands (US)
Oyama
Farao (NO)
Kaleo
Zhala (SE)
Spray Paint (US)
Rökkurró
Emilie Nicolas (NO)
Endless Dark
Kippi Kaninus
King Gizzard & The Lizard Wizard
(AU)
Brain Police
Beneath
Þórir Georg
Fufanu
Epic Rain
Skurken
AMFJ
Kontinuum
Ophidian I
Var
Atónal Blús
Mafama
Vio
Lucy in Blue
Conflictions
Þeir listamenn sem bætast við:
Leikkonan Rachel Weisz elskar
að vinna með eiginmanni sínum,
Daniel Craig. Parið, sem lætur
lítið sjá sig saman opinberlega,
var heiðrað á dögunum af góð-
gerðasamtökunum The Opport-
unity Network, sem hjálpar ung-
lingum sem eiga erfitt uppdráttar
við að öðlast menntun og frama
en leikaraparið er helsti styrktar-
aðili samtakanna.
Weisz segir þau skemmta sér
vel við að vinna að samtökunum
saman. Leikararnir giftu sig eftir
nokkurra mánaða samband árið
2011 en Weisz skildi við fyrrver-
andi eiginmann sinn, leikstjórann
Darren Aronofsky, árið 2010.
Vinna saman
GAMAN SAMAN Rachel Weisz og Dan-
iel Craig hafa verið gift síðan 2011.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES