Fréttablaðið - 10.04.2014, Síða 74
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62
Með þessu kasti á
sunnudaginn hoppaði ég
upp í 13. sæti á Evrópu-
listanum í mínum aldurs-
flokki og nú set ég
stefnuna á ÓL í Tókýó.
Vigdís Jónsdóttir, sleggjukastari.
© GRAPHIC NEWS
Heimild:
Augusta-golfklúbburinn
AUGUSTA-VÖLLURINN
Augusta, Georgíuríki, 10.-13. Apríl
Rae-vík
1553
Redbud
4074
Tea Olive
MetrarParHola
5255
Pink Dogwood
2203
Flowering
Crab Apple
1413
Golden Bell
4665
Azalea
1643
Juniper
4164
Magnolia
4114
Pampas
4024
Nandina
5215
Yellow
Jasmine
4254
Holly
4524
Camellia
4624
White Dogwood
4204
Carolina
Cherry
3204
Flowering
Peach
4024
Chinese Fir
4845
Firethorn
Amen-hornið
Samanstendur
af öðru höggi á
holum 11 og 12
og upphafshöggi
á 13
MASTERS-MÓTIÐ 2014
FRJÁLSAR „Ég bjóst kannski við að
kasta svona 51-52 metra en sleggj-
an fór alveg yfir 55 metrana sem
kom skemmtilega á óvart,“ segir
Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjáls-
íþróttakona úr FH, sem á sunnu-
daginn bætti fimm ára gamalt
Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pét-
ursdóttur í sleggjukasti kvenna.
Vigdís var að keppa á Coca
Cola-móti FH á heimavelli sínum í
Kaplakrika og þrumaði sleggjunni
54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var
þá búin að bæta Íslandsmetið sem
var 54,19 metrar. Vigdís bætti um
betur og kastaði næst 55,23 metra
og bætti Íslandsmetið um 1,04
metra. Enn fremur bætti hún eigin
árangur með 4 kg sleggjunni um
ríflega 10 metra.
„Sleggjan var ekkert búin að
fara rosalega langt á æfingum
en þetta er í takt við það hvernig
mér gengur á mótum. Mér geng-
ur betur þegar ég keppi – fæ eitt-
hvert svona adrenalínkikk,“ segir
Vigdís sem setti stefnuna ekki á
Íslandsmet í fullorðinsflokki held-
ur í flokki 18-19 ára.
„Ég ætlaði kannski að ná stóra
metinu í sumar en 18-19 ára metið
átti að fara. Ég bætti metið strax
í fyrsta kasti og við öll sem stóð-
um þarna fengum alveg sjokk. Svo
bætti ég metið strax í næsta kasti
og við urðum öll himinlifandi.“
Sleggjan betri fyrir ökklana
Þessi efnilega íþróttakona hefur
aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði.
Alla æsku sína æfði hún fimleika,
fyrst með Björk og síðar Stjörn-
unni, en hún sagði skilið við fim-
leikana fyrir tveimur árum.
„Ég var búin að vera með álags-
meiðsli í ökkla sem höfðu tekið
sinn toll og ég bara gat ekki meira.
Það voru álagsbrot í báðum ökkl-
um þannig ég gat ekki keppt
mikið. Það endaði með því að mér
var alltaf illt og var alltaf vafinn
þannig að ég ákvað að taka mér
pásu,“ segir Vigdís en pásan varð
varanleg og ákvað hún því að prófa
frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á
spjótkast.
„Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði
síðan að fara í spjótkastið því mér
fannst það spennandi. En kast-
þjálfarinn minn, Eggert Bogason,
sá meiri sleggjukastara í mér og
leyfði mér að prófa. Svo var ég
bara svo fljót að ná tækninni,“
segir Vigdís en meiðslin sem stóðu
í vegi fyrir henni í fimleikunum
angra hana ekkert í dag.
„Ég hef reyndar bara batnað. Ég
meiddist rosalega illa í apríl 2011
og fór til sjúkraþjálfara að styrkja
ökklann en ég lenti oft illa eftir
það. Ökklarnir hafa bara styrkst
í sleggjunni. Fimleikarnir gera
mér samt mjög gott og eru góður
grunnur.“
Beðið eftir niðurstöðum
Kast Vigdísar er eðli málsins sam-
kvæmt það lengsta á árinu en með
því vann hún sér sæti í landslið-
inu sem tekur þátt í Evrópubikar-
keppninni sem fram fer í Georgíu
í júní.
„Ég á bara eftir að fá niður-
stöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég
fór í eftir mótið á sunnudaginn.
En lengsta kastið gildir þannig
að vonandi kemst ég til Georgíu,“
segir Vigdís.
Hún setur stefnuna á fleiri mót
á árinu og langar mikið að komast
með Anítu Hinriksdóttur á heims-
meistaramót 20 ára og yngri sem
fram fer í Bandaríkjunum í sumar.
„Mig vantar tvo metra til að ná
lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að
kasta 57 metra til að komast á HM.
Það væri alveg rosalega skemmti-
legt að fara með Anítu og Hilm-
ari.“
Stóra markmiðið er auðvitað
Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö
ár í Ríó.
„Með þessu kasti á sunnudaginn
hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópu-
listanum í mínum aldursflokki og
nú set ég stefnuna á Ólympíuleik-
ana í Tókýó 2020. En ég ætla líka
að reyna keppa á Smáþjóðaleik-
unum á næsta ári hérna heima.
Þjálfarinn minn ætlar að reyna
fá sleggjukast sem keppnisgrein,“
segir Vigdís Jónsdóttir.
Komst langt í fimleikunum
Kastsería Vigdísar var mjög
myndarleg á mótinu í Krikanum
en fimm af sex köstum hennar
voru yfir 52 metra, hún tvíbætti
Íslandsmetið og gerði aðeins einu
sinni ógilt.
Vigdís er uppalin í Hafnarfirði
og stundar nám í Kvennaskólan-
um í Reykjavík þar sem hún er á
öðru ári.
„Þetta flækist stundum hvort
fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“
segir hún og hlær við.
Fimleikaferill hennar var sæmi-
lega farsæll og ekki að ástæðu-
lausu að hún hefur náð svona langt
á svo skömmum tíma í sleggjunni.
„Ég komst tvisvar á úrtöku-
mótin fyrir Evrópuliðin en komst
reyndar ekki í liðið. Ég komst samt
alveg langt í fimleikunum. En nú
á sleggjukastið hug minn allan og
ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís
Jónsdóttir.
tom@frettabladid.is
Hætti í fi mleikum og varð
Íslandsmethafi í sleggjukasti
Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, stórbætti árangur sinn í sleggjukasti um síðustu helgi og
bætti um leið Íslandsmetið í greininni. Hún ætlaði sér að æfa spjótkast eft ir farsælan feril í fi mleikum.
Þessi efnilega íþróttakona setur stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 sem og á fl eiri mót.
EFNILEGUR ÍSLANDSMETHAFI Framtíðin virðist björt hjá hinum 18 ára gamla sleggjukastara Vigdísi Jónsdóttur sem er nýr
Íslandsmethafi í greininni eftir stórbætingu á móti í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GOLF „Þetta er örugglega vinsæl-
asta mótið af þeim fjórum stóru í
áhorfi. Það er alltaf spilað á sama
vellinum og mikil hefð hefur
myndast í kringum mótið,“ segir
Birgir Leifur Hafþórsson, fremsti
kylfingur þjóðarinnar, um Mast-
ers-mótið, fyrsta risamót ársins,
sem hefst á Augusta-vellinum í
Georgíuríku í dag.
Birgir Leifur er einn af þeim
sem lýsa mótinu í beinni útsend-
ingu á Golfstöðinni en sýnt verður
beint frá öllum fjórum dögunum.
Hann er eðlilega spenntur fyrir
mótinu enda oft mikil dramatík í
boði á Augusta.
„Fólk sér alltaf sömu holurn-
ar og sömu pinnana og tengir við
þetta mót. Svo eru staðir eins og
Amen-hornið sem er mjög frægt
og alltaf eitthvað sem gerist þar.
Menn bíða alltaf spenntir eftir
síðustu níu holunum á lokahringn-
um því það er oft mikil dramatík í
gangi. Þetta snýst um að halda sér
í formi allan tímann,“ segir Birgir
Leifur.
Norður-Írinn Rory McIlroy er
talinn sigurstranglegastur fyrir
mótið þar sem Tiger Woods er ekki
á meðal keppenda í fyrsta skiptið
í 20 ár.
„Þessi völlur hentar Rory vel
ef hann nær pútternum í gang.
Hann er samt ekki búinn að vera
að pútta vel að undanförnu. Jason
Day líður líka vel á þessum velli og
er búinn að lenda nokkrum sinn-
um í öðru sæti. Hann vill slá frá
hægri til vinstri og því er völlur-
inn góður fyrir Day,“ segir Birg-
ir Leifur, sem býður sjálfur upp á
óvænta en skemmtilega spá fyrir
mótið.
„Ég vil sjá Evrópumenn gera
það gott: Justin Rose, Lee West-
wood eða Luke Donald, Ef pútt-
erinn verður heitur hjá Henrik
Stensson spái ég honum sigri.
Hann verður fyrsti Svíinn til að
vinna risamót. Stenson verður
minn maður um helgina,“ segir
Birgir Leifur léttur að lokum. - tom
Birgir Leifur spáir Stenson sigri
The Masters, fyrsta risamót ársins í golfi nu, hefst í dag á Augusta-vellinum.
SVÍI Vinnur Henrik Stenson óvæntan
sigur á Masters? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
KÖRFUBOLTI Þjóðverjinn Dirk
Nowitzki, leikmaður Dallas
Mavericks í NBA-deildinni í
körfubolta, hitti úr 9 af 11 skotum
sínum gegn Utah Jazz og skor-
aði 21 stig í öruggum 95-83 sigri
Dallas.
Leikurinn var sögulegur fyrir
Nowitzki því hann komst upp í 10.
sætið á stigalistanum yfir mestu
skorarana í NBA-deildinni frá
upphafi. Á topp-10 listanum eru
nöfn á borð við Michael Jordan,
Wilt Chamberlain og stigakóng-
inn sjálfan, Kareem Abdul-Jabb-
ar.
Nowitzki hirti 10. sætið af goð-
sögninni Oscar Robertson sem
skoraði 26.710 stig á 14 ára ferli
með Cincinnati Royals og Mil-
waukee Bucks á árunum 1960-
1974. Hann varð meistari með
Milwaukee árið 1971.
Þjóðverjinn er nú búinn að
skora 26.714 stig en hann komst
upp fyrir Robertson með laglegu
stökkskoti úr teignum í fjórða
leikhluta, en það hefur hann gert
nokkrum sinnum áður.
- tom
Sögulegt hjá
Nowitzki
Í SÖGUBÆKURNAR Þjóðverjinn hefur
átt flottan feril. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
GOLF Hefð er fyrir því að sigur-
vegari síðasta árs í Masters-
mótinu velji matseðilinn á kvöld-
verði meistaranna sem fram fór
í fyrradag í klúbbhúsinu á Aug-
usta National. Ástralinn Adam
Scott sigraði í mótinu á síðasta
ári og bauð upp á steik og humar
eða „Surf and Turf“ eins og það
útleggst á enskri tungu.
„Ég taldi að það myndi hitta í
mark að bjóða upp á eitthvað sem
allir kannast við,“ segir Scott.
Hann hafði íhugað að bjóða upp
á mjög sérstakan þjóðarrétt frá
Queensland í Ástralíu. Meðal
annars kom til greina að bjóða
upp á rétt þar sem skordýr koma
við sögu. Fyrrverandi meistarar
voru því líklega himinlifandi yfir
að fá steik og humar í gærkvöldi.
Margir framandi réttir hafa
verið framreiddir á kvöldverði
meistaranna í gegnum tíðina.
Frægt er þegar Skotinn Sandy
Lyle bauð upp á þjóðarrétt Skota,
haggis. - jjk
Bauð upp á
naut og humar