Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.04.2014, Blaðsíða 78
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66 „Við sórum og lofuðum að gera þetta aldrei, aldrei aftur en það loforð vís- aði einungis til meginlandsins. Við höfum aldrei komið fram á Þjóð- hátíð í Eyjum. Þetta verður án efa ein stærsta tónleikahátíð ársins og þótt víðar væri leitað. Því fannst okkur í raun og veru liggja beinast við að Quarashi færi þangað,“ segir Sölvi Blöndal í hljómsveitinni Quar- ashi sem spilar á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Allir upprunalegu meðlimirnir stíga með Sölva á sviðið í Herjólfsdal en það eru Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swar ez“ Hauks- son, Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002. „Quarashi-sagan spannar níu ár, breiðskífur og tugi laga. Við ætlum að flytja efni af öllum þessum skíf- um og leggjum ótrúlega mikinn metnað í þetta. Þetta er þrusupró- gramm og það er fáránlega gaman að standa á sviðinu fyrir framan tíu til fimmtán þúsund manns. Það má búast við því að þetta verði flott- ustu tónleikar ársins þó það sé frek- ar mikil samkeppni við Justin Tim- berlake,“ segir Sölvi í gamansömum tón. Quarashi á ótalmarga smelli frá ferlinum og naut mikillar velgengni erlendis rétt eftir árið 2000. Lög þeirra voru notuð í ótal sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Stick ’Em Up og Mr. Jinx ómuðu til að mynda í 2 Fast 2 Furious, Alias, Smallville og í auglýsingum fyrir NBA-deild- ina á sjónvarpsstöðinni TNT. Þá hafa lög Quarashi af plötunni Jinx, sem kom út árið 2002, heyrst í tölvuleikj- unum Amplitude, NFL Blitz, Trans- world Snowboarding og Madden NFL. Lagið Stick ’Em Up var einnig notað í myndunum Death Race 2 og The Mech anic. Það er því af nægu að taka á lagalistanum í Eyjum en aðspurður hvort Quarashi muni líka bjóða upp á nýtt efni í Dalnum er Sölvi mjög dularfullur. „Ég get ekki svarað því.“ Fréttablaðið sagði frá því á þriðju- dag að Skítamórall, Kaleo og Mamm- út væru fyrstu þrjár hljómsveitirn- ar sem tilkynntar væru á Þjóðhátíð í Eyjum en Sölvi segir að hljómsveita- úrvalið á hátíðinni í ár hafi haft mikil áhrif á meðlimi Quarashi. „Það átti stóran þátt í ákvörð- un okkar að koma saman á þessari hátíð. Þjóðhátíð í Eyjum sem tónlist- arfestival hefur breyst og í ár verða þar Mammút, Kaleo og ýmis fleiri áhugaverð bönd,“ segir Sölvi sem er byrjaður að koma sér í gott form fyrir lætin á sviðinu. „Þegar þetta var komið á hreint fór ákveðið prógramm í gang. Mitt prógramm er þannig að ég syndi tvo og hálfan kílómetra á skriðsundi í viku. Ég tek formið gríðarlega alvar- lega og ég held að aðrir hljómsveit- armeðlimir deili því með mér. Ég er búinn að lenda á spítala einu sinni á þessu ári og ég vil ekki lenda þar aftur. Það er löng saga. Í stuttu máli lenti ég í snjóbrettaslysi.“ Quarashi kom síðast saman á Bestu útihátíðinni árið 2011 en Sölvi segir að hljómsveitin sé ekki byrjuð aftur. „Hljómsveitin er enn þá hætt og verður enn þá hætt eftir tónleikana. Þetta er dauður hestur og fer bara á vagninn mjög tímabundið. Síðan verður hann svæfður aftur.“ liljakatrin@frettabladid.is Quarashi snýr aft ur Hljómsveitin Quarashi kemur aft ur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunar- mannahelgina. Quarashi-meðlimurinn Sölvi Blöndal segir þó að sveitin sé enn þá hætt og verði enn þá hætt eft ir tónleikana í Herjólfsdal í byrjun ágúst. Þetta er dauður hestur og fer bara á vagninn mjög tímabundið. Síðan verður hann svæfður aftur. Sölvi Blöndal • Quarashi var stofnuð árið 1996 • Gaf út fjórar breiðskífur– Quar- ashi (1997), Xeneizes (1999), Jinx (2002) og Guerilla Disco (2004). Auk þess gaf hún út safnplötuna Anthology árið 2011 • Hefur selt um fjögur hundruð þúsund plötur á heimsvísu • Hefur unnið og spilað með lista- mönnum á borð við Cypress Hill, Prodigy, Eminem og Weezer • Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi • Á árunum 2000 til 2003 var sveitin á samningi hjá Columbia Records og EMI Music í Bandaríkjunum • Myndbandið við lagið Stick ’Em Up var tilnefnt til MTV Video Music- verðlaunanna árið 2002 en laut í lægra haldi fyrir Trouble með Coldplay • Árið 2002 hætti Höskuldur Ólafsson í sveitinni og í hans stað kom Egill „Tiny“ Thorarensen • Sveitin hætti störfum árið 2005 EIN VINSÆLASTA SVEIT ÍSLANDSSÖGUNNAR ÞRUSUPRÓGRAMM Sölvi segir að fólk megi búast við því að þetta verði flottustu tónleikar ársins á Íslandi. MYND/ Litla hafmeyjan, ég horfi alltaf á hana um jólin og þegar ég þarf að horfa á Disney-mynd til þess að sjá heiminn í öðru ljósi. Rakel Mjöll tónlistarkona BESTA MYNDIN PAAPAAAAAAAAPAAPAAPAAPAAPAPPP RRRRRRRRR \\\\\\\\\\T BW A W A W A W A TB W A TB W A W AA BWBWWWTB WWW TBT •• AAAA AAA AAA AAAAAAAAAAAAAAA SÍ AA SÍ A S ÍAASÍ A S •••••••••••••• 30 95 30 95 13 09 5 13 09 5 1 30 95 30 9 1 313 444 11 PA R\ IP A R\ A R\ PI PA R\ PI PA R PI PA R PI PA R PI PAPA PI PA PI PA PI P PI PPIIIPIPIIPIPPPPPPPP TT W AAAAAAA W AA BW A W A BW AAA BW • SÍ A SÍ A • S ÍASÍ A SÍ A • SÍ A SÍ A •• Í • S ÍAÍ • S ÍAÍÍ •• SÍ A • • S • • S • ••••••••• PI PPPP PI P PI P PI P PI PPIPIPPPPI PP PI PP PI P PI P PI PIPPIPPPPI PPP PI P PI P PI P P PPP PI PP PI P PI P PI P PI PP PPPP AAAAPAAAAAAAPAAPAPAAAPAAAPAPAPAAAAAAAAAA 11111 RRRR 44444444 \\\\\\\\\\\\\\\T BW A W A W A W A TB W A W A BWBWWTB W TB W TBTBTTTB W A W A W A W A TB W A W A BWBWWTB W TB W TBTBTT Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ht.is SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK Nikon School námskeið fylgir! 24,2 Megapixla C-MOS myndflaga Nikon D3200KIT1855VR Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði, EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd, umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku, tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl. VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN STAFRÆN SLR MYNDAVÉL TILBOÐ FULLT VERÐ 109.995 99.995 NIKON FERMINGARTILBOÐ Þráðlaust farsímatengi að verðmæti 11.990 fylgir! Nú með nýrri og léttari linsu! „Í staðinn fyrir að vera kaffi- borðsbók verður þessi bók svoköll- uð náttborðsbók fyrir fullorðna,“ segir Sigríður Dögg Arnardótt- ir kynfræðingur sem skilaði inn handriti að sinni fyrstu bók í gær. Bókin nefnist Kjaftað um kynlíf og verður handbók fyrir foreldra þar sem farið er yfir hvernig á að tala um kynlíf við börn og ung- linga á aldrinum 0-18 ára. Bókin á að koma út í haust á vegum útgáf- unnar Iðnú. „Bókin er byggð á efni sem ég hef sankað að mér á seinustu fjórum árum, mín reynsla í bland við erlendar og innlendar rann- sóknir,“ segir Sigríður Dögg, betur þekkt sem Sigga Dögg, en hún segir bókina vera skyldu- eign fyrir foreldra og fullorðna. „Lykillinn að kynfræðslu er að foreldrar geti talað um kynlíf við börnin sín. Oftar en ekki veit fólk ekki hvernig á að gera það og hve- nær er best að byrja fræðsluna. Ég skoðaði margar nýjar bækur um þetta málefni, flestar frá Banda- ríkjunum og eru þær margar mið- aðar að því að banna kynlíf fyrir hjónaband sem á alls ekki við hér.“ Efni bókarinnar verður skipt í aldursskeið en Sigga Dögg segir mikilvægt að leyfa forvitni barns- ins að ráða þegar kemur að kyn- fræðslu. „Ég mundi segja að 4-6 ára aldurinn væri góður til að byrja að koma inn á hvernig börn- in verða til, svo ræður maður hversu djúpt er farið í útskýring- arnar. Allt er þetta tekið fyrir í bókinni.“ - áp Gefur út handbók fyrir foreldra um kynlíf Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir gefur út sína fyrstu bók, Kjaft að um kynlíf. KJAFTAÐ UM KYNLÍF Sigga Dögg gefur út sína fyrstu bók sem er handbók fyrir foreldra og fullorðna. MYND/ALDÍS PÁLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.