Fréttablaðið - 19.04.2014, Page 2

Fréttablaðið - 19.04.2014, Page 2
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜11 SKOÐUN 12➜13 HELGIN 16➜36 SPORT 48➜49 LÍFIÐ 45➜46 FIMM Í FRÉTTUM NÝR FRÉTTASTJÓRI OG GEYSISDEILA SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Opið í da g 12-16 Jörundur Guðmundsson fundaði með ríkissáttasemjara og komst að þeirri niðurstöðu að fresta verkfalli háskólakennara. Jörundur er for- maður Félags háskólakennara. Rakel Þorbergsdóttir var ráðin nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins og tekur því við af Óðni Jóns- syni. Magnús Geir Þórðarson rak í síðasta mánuði alla framkvæmda- stjórana á einu bretti. Sigurjón Kjartansson er meðal handritshöfunda íslensku sjónvarps- þáttanna Ófærð en serían stefnir í að verða sú dýrasta í íslenskri sjón- varpssögu. Kostnaðurinn nálgast nú milljarð. Ingibjörg Þórðardóttir, rit- stjóri vefsíðu BBC, hvetur konur til að harka af sér og vera sýnilegri í fj öl- miðlum með því að sækja um yfi rmanns- stöður og þiggja boð í viðtöl. ALLIR NEMA EINN SPÁ KR SIGRI 48 Fréttablaðið spáir í spilin fyrir úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur í Domino‘s-deild karla. DREGUR TIL TÍÐINDA Á ENGLANDI 48 Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. SLYS „Móðurhjartað sló ótt og títt þangað til við heyrðum að allt væri í lagi,“ segir Ingibjörg Ragn- arsdóttir, móðir Ingólfs Axels- sonar. Ingólfur er ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur staddur í grunnbúðum Everest-fjalls, um 500 metrum fyrir neðan staðinn þar sem mannskætt snjóflóð féll aðfaranótt föstudags. „Við fréttum snemma af slysinu og það var ekk- ert sagt hvort það væri í lagi með hann,“ segir Ingibjörg. „Það var auðvitað allt sett í gang að reyna að ná í hann. Svo koma fréttir um að það sé í lagi með Vilborgu, sem betur fer, en þá varð maður ennþá smeykari.“ Hún náði loks stuttlega tali af syni sínum í gær en símasamband var mjög ótryggt í grunnbúðun- um eftir slysið. Hún segir biðina hafa verið mjög erfiða og að hún hafi ekki spurt Ingólf út í slysið. „Við erum bara afskaplega þakk- lát fyrir að það sé í lagi með þau,“ segir Ingibjörg. Yfirvöld í Nepal segja að minnsta kosti tólf hafi farist í snjó- flóðinu og að margra sé enn sakn- að. Hinir látnu voru allir nep alskir sjerpar, þaulreyndir fjallaleiðsögu- menn, meðal annars úr leiðangri Vilborgar og Ingólfs. „Þetta er virkilega erfiður dagur og allir hér hafa misst í dag,“ sagði Vilborg þegar fréttastofa náði af henni tali snemma í gær. „Sjerparnir hafa misst fjöl- skyldumeðlimi og vini. Við hin höfum misst fyrirmyndir og þeir sem hafa verið hér í mörg ár hafa margir misst félaga sína,“ sagði Vilborg. Hún hefur ekki tekið ákvörð- un um framhald ferðarinnar en til stóð að ná efsta tindi fjallsins í næsta mánuði. Snjóflóðið féll í um 5.800 metra hæð um klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma, sem gerir kortér í sjö að staðartíma. Slysið er hið mannskæðasta í sögu Everest- fjalls. Stjórnvöld í Nepal hafa ekki gefið upp nöfn þeirra sjerpa sem fórust í snjóflóðinu né þeirra sem enn er saknað. Sjerparnir lögðu af stað snemma dags til að fara með vistir upp á fjall og undirbúa aðal- klifurtímabilið sem á að hefjast á næstu dögum. bjarkia@365.is Móðurhjartað sló ótt og títt eftir snjóflóðið Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Ingólfs Axelssonar Everest-fara, segist mjög þakklát fyrir að hann og Vilborg Arna Gissurardóttir séu heil á húfi eftir snjóflóðið mann- skæða í fjallinu í gær. Tólf fjallaleiðsögumenn eru látnir og margra enn saknað. INGIBJÖRG RAGNARS- DÓTTIR FLEIRI STYÐJA FRAMSÓKN 4 Fleiri styðja Framsóknarfl okkinn nú en fyrir tveimur mánuðum samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarfl okkarnir eru með samanlagt 42,7 prósenta fylgi. KJÓSA UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLL 6 Sjálfstæðisfl okkurinn í Reykja vík vill láta kjósa aft ur um framtíðarstað Reykjavíkurfl ugvallar þegar nefnd um framtíð hans skilar af sér í lok árs. HVALVEIÐAR SKAÐA ÚT- FLUTNING 8 Whole Foods-verslanir auglýsa ekki íslenskt lambakjöt vegna hvalveiða. Talsmaður Alþjóðadýra- verndunarsjóðsins á Íslandi telur að það sé aðeins byrjunin. FRAMSÓKN MEÐ STERKUSTU EVRURÖKIN 12 Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðla og skýrslu alþjóðastofnunar. VEÐUR „Það er skrítið hvað þetta hittir einmitt á þessa páskadaga, það er búið að vera ágætis veður, og það verður aftur ágætt eftir páskana,“ segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um páskahretið sem landsmenn hafa orðið varir við undanfarna daga. Hann segir að þó það viðri lítt til útivistar fyrir sunnan sé ágætt veður fyrir útivistarfólk á Norður- landi. „Svo verður miklu betra veður eftir helgi, minni vindur og meiri hlýindi í kortunum.“ Árni segir spár gera ráð fyrir hvassviðri fram að hádegi í dag, en þá muni hægjast um. Á sunnudag er áfram spáð suðvestanátt, en verulega dregur úr vindi. Áfram verður éljagangur sunnan- og vestan- lands. Áfram verður bjart og talsvert hægari vindur á Norðausturlandi. Hitastig verður á bilinu 0 til 5 stig fram á mánu- dag. Þá snýst vindur í suðaustanátt með næðingi með suðvesturströndinni og úrkomu, en hlýnandi veðri. Árni segir hitann geta farið í 10 stig á Norð- urlandi á þriðjudag. Færð er ágæt á láglendi víðast á landinu, en sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands er hálka og snjóþekja víða á fjallvegum. - bj Illa viðrar til útivistar á Suðurlandi en spáð er hlýnandi veðri eftir páska: Hretið hittir á páskadagana ÓFÆRÐ Leiðin um Þorskafjarðarheiði var ófær, og varla hægt að sjá að þar sé vegur þar sem stikur voru á kafi í snjó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT SAMEININGIN GENGIÐ ÁFALLALAUST 24 Mikið vatn hefur runnið til sjávar í sveitarstjórnarmálum síðan síðast var kosið til sveitarstjórnar í Garðabæ árið 2010. ÞÖRF Á NÝRRI HUGSUN TIL LAUSNAR HÚS- NÆÐISVANDANUM 26 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykja- vík, segir þörf á nýrri hugsun og nýrri nálgun til að taka á húsnæðisvandanum í Reykjavík. ALVEG HRIKALEGA HALLÆRISLEGUR 28 Arnmundur Ernst Backman segir að það myndi koma fólki á óvart sem kynnist honum hversu hallærislegur hann er. PÍNDUR Á DÖGUM PONTÍUSAR PÍLATUSAR 30 Illugi Jökulsson spyr hvort það sé ekki skrýtið að í trúarjátningu íslensku þjóðkirkjunnar skuli vera að fi nna nafnið á annars nær óþekktum rómverskum embættismanni sem hafði áreiðanlega ekki minnsta áhuga á trúmálum. LEITA AÐ PÁSKAEGGJUM 44 Sveppi og Gói stjórna páskadagskrá í Fákaseli í Hveragerði í dag. Boðið verður upp á páskaeggjaleit, húlahopp, andlitsmálningu, heimsókn í hesthúsið og hestaleikhús. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. FJÁRÖFLUN FYRIR REYKJADAL 44 Nemendur í verkefnisstjórnun í Háskólanum í Reykjavík efna til fj áröfl unar á sumardaginn fyrsta fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Keppt verður í hjólastólaspretti og hjólastólahandbolta. HIN UNGA HLJÓMSVEIT VIO SPILAR FYRSTA STÓRA GIGGIÐ Á ALDREI FÓR ÉG SUÐUR UM HELGINA 54 „Við erum ekkert stressaðir– við ætlum bara að hafa gaman af þessu,“ segir Páll Cecil. Sveitin vann Músíktilraunir fyrr í mánuðinum. ➜ Ögmundur Jónasson var gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem ætla sér að hefj a gjaldtöku við náttúruperlur Íslands. Líkir hann gjaldtöku við ofb eldi. HÓLPINN Ingólfur Axelsson dvelur um þessar mundir í grunnbúðum Everest. MYND/AXEL BRAGI BRAGASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.