Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 12

Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 12
19. apríl 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ásgeir Jónsson hagfræðing-ur er höfundur efnahags- og peningamálakaflans í skýrslu alþjóðastofnunar um mat á stöðu aðildarviðræðn- anna. Þegar skýrslan var kynnt benti hann á að sennilega væri kraf- an um endurgreiðslu húsnæðislána ein skýrasta vísbendingin um að þolinmæðin gagnvart óstöðugleika og fallvaltri krónu væri þrotin. Ríkisstjórnin þreytist ekki á að segja þjóðinni að hrun krónunnar hafi verið mesta gæfa þjóðarinn- ar í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á sama tíma segir hún að gengis- hrunið hafi verið forsendubrest- ur sem skattborgararnir þurfi að bæta þeim sem skulduðu hús- næðislán. Eng- inn slær hendi á móti pening- um. En það sem flestir eiga erfitt með að skilja er þetta: Hvernig gat gengishrunið bæði verið gæfa og bótaskyldur for- sendubrestur? Eðli gengisfellingar er að flytja fjármuni frá heimilum til útflutn- ingsfyrirtækja. Krafan um að fá forsendubrestinn bættan bendir ótvírætt til þess að almenningur sætti sig ekki við að gjaldmiðill- inn sé notaður með þessum hætti. Gengisfellingin sem ríkisstjórnin lofsyngur er einfaldlega brestur á forsendum í augum kjósenda. Þegar stjórnmálamenn viðurkenna bóta- kröfu af þessum sökum hafa þeir í reynd fallist á að gengisfellingar eru ekki lukkuhjól eða gæfumerki. Sú ákvörðun meirihluta Alþing- is að niðurgreiða skuldir einstak- linga vegna gengishruns er í verki viðurkenning á því að gjaldmiðill- inn er ónothæfur. Það er eins og að hrópa upp í vindinn að afneita því með orðum þegar verkin segja aðra sögu. Að þessu virtu má segja að Framsókn sé með sterkustu rökin fyrir nýjum stöðugum gjaldmiðli. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Engin önnur Evrópuþjóð hefur greitt jafn háar skaða-bætur úr ríkissjóði vegna tjóns sem gjaldmiðillinn hefur valdið. Forsætisráðherra segir reyndar að það sé heimsmet. Eftir lögmáli rökræðunnar er hin hliðin á því meti lélegasti gjald- miðill í heimi. Þá kunna einhverjir að spyrja: Er ekki ljómandi gott að hafa kerfi þar sem heimilin borga upp- bætur til útflutningsfyrirtækj- anna og ríkissjóður borgar heim- ilunum skaðabætur fyrir að hafa greitt uppbæturnar? Verkurinn er sá að það kerfi er uppskrift að óðaverðbólgu. Það er svo vel þekkt Íslandssaga að óþarfi er að ganga á vegginn til að læra þau sannindi. Ríkisstjórnin telur að hún geti náð þessum þremur markmið- um samtímis: 1) Að varðveita fullt sjálfstæði í peningamálum. 2) Að halda genginu föstu. 3) Að tryggja frjálsa fjármagnsflutn- inga. Í skýrslu alþjóðastofnunar er hins vegar bent á að það sé nú almennt viðurkennt innan hag- fræðinnar að ekkert land geti náð öllum þremur markmiðunum í einu. Þau verði alltaf að velja ein- hver tvö af þessum þremur. Þessi veruleiki skilur okkur eftir með val. Á annað borðið getum við valið höft og stöðug- leika. Á hitt getum við kosið aðild að myntbandalagi og stöðugleika. Ríkisstjórnin telur sig hins vegar geta gert það sem hagfræðin telur ógerlegt. Hætt er við að sú tilraun endi með því að við náum ekki stöðugleikamarkmiðinu sem krafan um bætur fyrir forsendu- brestinn sýnir að kjósendur setja í forgang. Fari fram sem horfir er því eins víst að við festumst á ný í hring- rás skaðabóta fyrir uppbætur. Það er afturför en ekki framför. Skaðabætur fyrir uppbætur Í skýrslu alþjóðastofnunar er fyrst og fremst verið að meta stöðu aðildarviðræðn- anna og svara þeirri spurningu hvort skynsamlegt sé að halda þeim áfram. Í kaflanum um efna- hags- og peningamál er þó geng- ið lengra. Þar er reynt að svara þeirri spurningu hvort aðild að evrópska myntbandalaginu sé fýsilegur kostur. Niðurstaðan er laus við tæpi- tungu. Þar er sagt að upptaka evru sé einn stærsti einstaki vel- ferðarávinningur sem landsmenn eiga völ á. Þessi ákveðna niður- staða rímar vel við þær ályktan- ir sem draga má af yfirgripsmik- illi og hnausþykkri greinargerð Seðlabankans um peningamálin og mögulega kosti á öðrum mynt- um. Munurinn er sá að í nýju skýrslunni er talað skýrt. Engin dul er dregin á þá stað- reynd að upptaka annarrar mynt- ar felur í sér ýmsar fórnir. Bent er á að skammtímasveiflur í atvinnu- leysi geti orðið meiri þó að ekkert bendi til að atvinnustig til lengri tíma yrði lakara. En þegar annar efnahagslegur ávinningur er met- inn þykir enginn vafi leika á að heildarhagsmunir þjóðarinnar séu betur varðir með evru en krónu. Þessi niðurstaða rímar líka vel við þann almannavilja sem lesa má út úr óþolinu gagnvart for- sendubresti endurtekinna gengis- lækkana. Þegar öllu er á botninn hvolft hljóta menn að velta fyrir sér hvernig það megi vera að póli- tíkin geti lokað bæði augum og eyrum þegar svo afgerandi fræði- legt álit liggur fyrir. Og þó snýst þetta allt um höft eða frelsi. Velferðarbati Á ætlað er að Íslendingar borði um tvær milljónir páskaeggja núna um hátíðina. Það eru hátt í sex egg á mann; sum eru þegar horfin ofan í okkur en þeirra veglegustu verður margra leitað í fyrramálið, þegar páskadagur rennur upp. Fyrir mörgum eru páskarnir fyrst og fremst kærkomið fimm daga frí þegar daginn er tekið að lengja og einkennast ekki sízt af útivist og súkkulaðiáti. Fyrir þá sem játa kristna trú – og það er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar – hafa þeir samt dýpri merkingu. Páskaeggin eiga einmitt að minna okkur á inntak páskanna. Egg eiga sér langa sögu sem tákn um frjósemi og endurfæðingu, löngu fyrir daga Krists. Í kristinni táknfræði minnir hins vegar brotin skurn eggsins á tóma gröf Krists að morgni páskadags. Að utanverðu minnir eggjaskurnin á kaldan steininn en innan í henni er nýtt líf, sem bíður þess að klekjast út – og á það minnir líka krúttlegi páskaunginn sem trónir á mörgum súkkulaðieggjunum sem verða snædd á morgun. Páskarnir eru mikilvægasta trúarhátíð kristinna manna vegna þess að í páskaboðskapnum felst fyrirheit um eilíft líf. Eftir dapurlegar frásagnir undanfarinna daga af kvöl og pínu Krists verður fagnaðarboðskapurinn lesinn úr Markúsarguð- spjalli í kirkjum landsins í fyrramálið: „Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Mag- dalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólar- upprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.““ Þessi frásögn af upprisunni er öflugasti drifkrafturinn í trú hundraða milljóna kristinna manna um allan heim. Páskarnir eru sigurhátíð, þar sem við fögnum sigri lífsins á dauðanum, ljóssins yfir myrkrinu, þess góða á illum öflum. Kristnir menn vænta ekki eingöngu eilífs lífs eftir enda jarðlífsins, þeir eiga líka fyrirheit um nýtt líf með Kristi hér í þessari jarðvist ef þeir fara að fordæmi hans. Það er ágætt að hafa það í huga um leið og einu af þessum tveimur milljónum páskaeggja er sporðrennt – og þá má um leið gleðjast yfir því að það er ekki algengt að jafnmargar kaloríur flytji okkur eins ánægjulegan og fallegan boðskap. Kaloríur með fallegan páskaboðskap: Tvær milljón áminningar um upprisu Hættum að henda mat Umhverfis- og auðlindaráðuneytið býður til morgunverðar- fundar um matarsóun, á Degi umhverfisins, 25. apríl 2014. Fjallað verður um umfang, ástæður og afleiðingar matarsóunar, hvað stýrir okkur sem neytendum við kaup á mat, hvernig nýta má betur hráefni við matvælaframleiðslu, hvernig draga má úr matarsóun í mötuneytum og þá vitundarvakningu sem hefur orðið meðal almenn- ings varðandi þessi efni. Nánari dagskrá er að finna á heimasíðu ráðuneytisins, www.uar.is Fundurinn fer fram í Heklusal Hótel Sögu kl. 8:30 – 10:30. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis en óskað er eftir því að fundargestir skrái sig á heimasíðu ráðuneytisins á slóðinni www.uar.is/matarsoun fyrir kl. 12 á hádegi 23. apríl. Afgangs matur verður nýttur í Kaffistofu Samhjálpar. Framsókn með sterkustu evrurökin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.