Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 34

Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 34
| ATVINNA | VILTU STARFA VIÐ EITTHVAÐ MAGNAÐ? Frekari upplýsingar má finna á www.aus.is Hvað með alþjóðastarf hjá frjálsum félagasamtökum? Alþjóðleg ungmennaskipti leita að einstaklingi í 50% starf frá og með 15. júlí nk. Vinnutími er að jafnaði frá 12-16 alla virka daga. Starfið felur í sér að senda ungmenni erlendis í sjálfboðaliðastarf Mjög góð enskukunnát ta, hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki og almenn tölvukunnát ta eru skilyrði. Starfsreynsla af skrifstofustörfum og bíll t il umráða er kostur. Umsóknir berist á aus@aus.is fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar gefur Kristín Björnsdót tir, framkvæmdastjóri AUS, í síma 517-7008 Grunnskóli Grindavíkur óskar eftir kennurum til starfa næsta skólaár Umsóknarfrestur er til 2. maí en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst. Hluti af stöðunum eru afleysingastöður vegna leyfa. Starfssvið: • Umsjónarkennsla á yngsta, mið- og elsta stigi. • Kennsla í íslensku, samfélagsfræði, dönsku og náttúrufræði á elsta stigi. • Myndmenntakennsla. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 450 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn. • Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is . Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150. virðing- vellíðan- virkni Grunnskólakennarar takið eftir! Einstakt tækifæri býðst nú til að kenna við minnsta skóla landsins, Finnbogastaðaskóla, sem staðsettur er í Árneshreppi á Ströndum. Um fullt starf er að ræða frá 1. ágúst 2014. Sláðu til og hringdu í Elísu skólastjóra í síma 451-4032/691-7697 finnbs@ismennt.is eða Oddnýju oddvita í síma 451-4001. Umsóknarfrestur rennur út 26. apríl. Tónlistarskólinn á Akureyri er rótgróin en um leið framsækin mennta- og menningarstofnun sem staðsett er í menningarhúsinu Hofi. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf og hefur starfsfólk hans ávallt leitast við að vera í fararbroddi tónlistarskóla hvað skólaþróun og framfarir varðar. Mikill metnaður ríkir í öllu innra skipulagi s.s. samstarfi kennara, námsmati eða hljómsveitarstarfi og er valfrelsi nemenda sem og virkni skólans í samfélaginu í forgrunni. Í skólanum er unnið eftir aðalnámsskrá tónlistarskóla og er áhersla lögð á uppeldisleg og samfélagsleg markmið hennar auk hefðbundinna leiknimarkmiða. Við stofnunina starfa 40 manns í u.þ.b. 27 stöðugildum og stunda um 430 nemendur nám. Skólinn starfar í nánum tengslum við grunnskóla bæjarins og heyrir undir skólanefnd og fræðslustjóra. Þá er skólinn í nánu samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og stendur fyrir ýmsum stórum tónlistar- og leiklistarviðburðum á stóra sviði hússins í tengslum við ýmsa aðila. Helstu verkefni og ábyrgðasvið: • Fjárhagsáætlanagerð undir yfirstjórn skólastjóra • Úrlausn starfsmannamála í samstarfi við skólastjóra • Nemendaúthlutun og utanumhald skráninga • Dagleg umsýsla og skrifstofustjórn • Ritstjórn starfsmannahandbókar • Utanumhald tölulegra upplýsinga og skýrslugerð • Gerð skóladagatals og tímasetning viðburða í samstarfi við stjórnendateymi • Aðkoma að Listrænni og faglegri stefnumótun í samstarfi við stjórnendateymi Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri Tónlistarskólinn á Akureyri óskar eftir aðstoðarskólastjóra í 100% starfshlutfall. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til 01. maí 2014 Atvinna - Fasteignasali Fasteignasalan Bær, fasteignasalan.is getur bætt við sig góðum og traustum fasteignasölum og eða sölufulltrúum með starfsreynslu í faginu. Allar nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson s 8648090 eða snorri@fasteignasalan.is Gestamóttaka dag- og næturvakt Starfssvið: · Ábyrgð á móttökusvæði Alda Hótel Reykjavík · Móttaka gesta · Bókanir í gegnum síma, t-póst og bókunarkerfi · Samskipti við viðskiptavini · Skipulag og þjónusta við hótelgesti Starfsmaður í eldhúsi og morgunverðarsal Starfssvið: · Framreiðsla og undirbúningur morgunverðar · Frágangur, uppvask og önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: · Haldbær menntun sem nýtist í starfi · Reynsla af þjónustustörfum · Reynsla af sambærilegu starfi kostur · Framúrskarandi tungumálakunnátta skilyrði, enska og norðurlandamál · Framúrskarandi þjónustulund · Hreint sakavottorð · Sveigjanleiki, hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, glaðværð og jákvæðni eru skilyrði HOTEL REYKJAVIK Alda Hotel Reykjavík er hótel sem opnar nú á vormánuðum. Hótelið er nýtt 4 stjörnu hótel með 66 herbergjum. Mikill metnaður verður lagður í að gera hótelið að skemmtilegum og fjölbreyttum vinnustað. Við viljum vinna með jákvæðu, skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Stefna hótelsins er að veita starfsmönnum sínum þægilegt og gott vinnuumhverfi sem gefur starfsmönnum kost á að vinna að faglegri þróun, svo þeir verði sem best fallnir til þess að sinna sínum störfum af kostgæfni. Alda Hotel vinnur eftir skýru verklagi og ferlum og leggur metnað sinn í að framfylgja starfs- mannastefnu hótelsins sem miðar m.a. að því að hótelið verði eftirsóknarverður vinnustaður. Alda Hotel leitar eftir liðsmönnum í metnaðar- fullt starfslið hótelsins til þess að sinna eftirtöldum störfum: Viðkomandi þarf að geta hafið störf 01.05.14, umsóknir sendist á umsoknir@aldahotel.is eigi síðar en 22.apríl n.k. Um framtíðarstörf er að ræða Minjagripaverslunin Lundinn leitar að starfsfólki í 100% vinnu. Við leitum að glaðlegu og duglegu fólki. Tungumálakunnátta skilyrði og reynsla af sölustörfum mikill kostur. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá með mynd á info@puffin.is fyrir 25. apríl. STARF Í MIÐBÆNUM Laugavegur 44, Hafnarstræti 5 og Skólavörðustíg 10 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 3 9 6 Meiriháar góð sumarvinna! Rauði kross Íslands leitar að góðu fólki á aldrinum 20-30 ára til að starfa með félaginu í sumar. Um er að ræða vinnu hálfan daginn sem felur í sér söfnun MANNVINA - sem eru styrktarfélagar Rauða krossins. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannúðar- málum, hafa góða framkomu, vera jákvæður og geta unnið sjálfstætt. Þekking og reynsla af störfum Rauða kross Íslands er kostur. Vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá og meðmælum á helga@redcross.is. Nánari upplýsingar í síma 5704000. 19. apríl 2014 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.