Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 60

Fréttablaðið - 19.04.2014, Side 60
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 44 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LÍFIÐ … Páskaeggjaleit í Fákaseli HVAR? INGÓLFSHVOLL, 816 ÖLFUS HVERAGERÐI HVENÆR? LAUGARDAGINN 19. APRÍL KLUKKAN 13.00 Sveppi og Gói stjórna dagskránni í Fákaseli og verður boðið upp á páskaeggjaleit, húlahopp, andlits- málningu, heimsókn í hesthúsið og hestaleikhús. Aukasýning verður í hestaleik- húsinu klukkan 15.00 á páska- tilboði, 2.500 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með foreldrum. EKKI MISSA AF … „Það er búið að vera mjög gef- andi og skemmtilegt verkefni að skipuleggja þetta,“ segir Áslaug Ármannsdóttir en hún stendur að fjáröflunarviðburði í Laugar- dagshöll fimmtudaginn 24. apríl á milli 13 og 17. Allur ágóði við- burðarins rennur óskertur til Reykjadals en það eru sumar- búðir fyrir fötluð börn og ung- menni. „Við erum nemendur í mastersnámi í verkefnisstjórn- un í Háskólanum í Reykjavík og hluti námsins er að gera verk- efni sem hefur samfélagslega skírskotun,“ segir Áslaug en ásamt henni standa að viðburð- inum þau Torfi Dan Sævarsson, Sigurður T. Valgeirsson, Gísli Rúnar Guðmundsson, Hafdís Huld Björnsdóttir og Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir. „Þetta er keppni sem fyrirtæki geta skráð sig í en keppt verður í tveimur íþróttagreinum,“ segir Áslaug. „Annars vegar hjólastólaspretti og hins vegar hjólastólahand- bolta.“ Áslaug ítrekar að öllum sé velkomið að koma. „Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir verð- ur kynnir og Adolf Ingi og Sig- urbjörn Árni verða lýsendur íþróttagreinanna,‘ segir Áslaug. „Solla Stirða verður einnig á staðnum ásamt Hvata hvolpi og síðan verður eitthvað af starfs- fólki Reykjadals með stöðvar þannig að hægt verður að fá andlitsmálningu eða jafnvel að prófa að vera í hjólastól.“ Viðburðurinn er unninn í sam- starfi við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra en félagið rekur sumarbúðirnar í Reykjadal. Fyr- irtæki geta skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið hvati@slf.is en einnig er hægt að styrkja starfsemina með því að hringja í eftirfarandi síma- númer: 902-0010 fyrir eitt þús- und krónur, 902-0030 fyrir þrjú þúsund krónur og 902-0050 eru fimm þúsund krónur. - bþ Sprettur og hand- bolti í hjólastólum Nemendur í verkefnisstjórnun í Háskólanum í Reykjavík efna til fj áröfl - unar á sumardaginn fyrsta fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. „Gefandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Áslaug Ármannsdóttir. GÓÐHJARTAÐIR NEMENDUR Nemendur í Háskólanum í Reykjavík safna fyrir Reykjadal. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LEIKHÚSGAGNRÝNI ★★★★★ Útundan Háaloftið í samstarfi við Tjarnarbíó. „Vel leikin sýning sem gaman hefði verið að sjá í tilraunakenndari búningi.“ EVA GUÐRÚN GUNNBJÖRNSDÓTTIR 19. APRÍL 2014 Tónleikar 20.00 SkonRokk-hópurinn heldur 80’s glysrokk- veislu í Hörpu. Meðal listamanna eru Magni, Eyþór Ingi, Biggi Haralds og Pétur Guðmundsson ásamt hljómsveitinni Tyrkja Guddu. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is og kostar hann 6.900 krónur. 21.00 Anna Mjöll Ólafsdóttir djazzsöngkona mun flytja lög sem þekkt eru í flutningi Ellu Fitzgerald, Astrud Gilberto, Billie Holiday og fleiri. Miða er hægt að nálgast á vefsíðu miði.is og kostar mið- inn 3000 krónur. 21.00 Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns mun koma fram á Hvíta Húsinu á Selfossi. Miða er hægt að nálgast í Gallerí Ózone og Barón. Miða- verð er 2.500 krónur. 22.00 DJ Sammi sérhæfir sig í tónlistarstefnum á borð við funk, afrobeat, soul og samba latin. Plötusnúðurinn kemur fram á Kaffibarnum og er frítt inn. Uppákomur 23.00 Björgvin Ploder, Magnús Einarsson og Tómas Tómasson skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Leikrit 20.00 Gullna hliðið er eitt af þekktustu og vin- sælustu leikritum sem skrifuð hafa verið á Íslandi. Það verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri og leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is og kostar hann 4.400 krónur. Ljósmyndasýningar 14.00 Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egilsson opna ljósmyndasýninguna Thoella í galleríinu Populus tremula á Akureyri. Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk. Uppistand 20.00 Grínistinn Jeff Dunham kemur fram í Hörpu með splunkunýtt efni. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu miði.is Tónlist 22.00 Partísveitin SYKUR verður með tónleika á Dillon, Laugavegi 30, í boði Thule bjórs. 500 krónur inn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Djass á Akureyri HVAR? GRÆNI HATTURINN, AKUREYRI HVENÆR? PÁSKASUNNUDAG KLUKKAN 21.00 Djasssöngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir flytur meðal annars lög sem þekkt eru í flutningi Astrud Gilberto, Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan, Billie Holiday og Marilyn Monroe. Þá mun Anna Mjöll bjóða uppá skemmtisögu á milli atriða ANNA MJÖLL SYNGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.