Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2014, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 19.04.2014, Qupperneq 70
19. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í septem- ber og var sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“, sem markaði upphafið að Latabæjar- ævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastal- anum undir stjórn Baltasars Kor- máks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leik- stýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að sam- þykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetn- inguna. „Hann neitaði enda fimmtug- ur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“ Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins og hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgar- leikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorf- endahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tækni- brellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Lati- bær er mjög þekktur úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“ alfrun@frettabladid.is Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir verkinu sem verður frumsýnt næsta haust en hann er ekki ókunnugur Latabæ þar sem hann hefur léð karakternum Gogga Mega rödd sína öllum teiknimyndunum. SPENNANDI VERKEFNI Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BLÁSKJÁR AFTUR Í BORGARLEIKHÚSIÐ Leikverkið Bláskjár, eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar, verður sett aftur á dag- skrá Borgarleikhússins í haust. Verkið sem var frumsýnt í byrjun árs átti gríðarlega mikilli velgengni að fagna, en var tekið niður af Litla sviðinu fyrir Ferju Kristínar Marju Baldursdóttur, samkvæmt dagskrá leik- hússins. Með hlutverk í Bláskjá fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Hjörtur Jóhann Jónsson. - áp Mér til varnar þá var ég dauðadrukkin #crackexcuse. LEIKKONAN JULIA LOUIS-DREYFUS Á TWITTER UM FOR- SÍÐUNA Á ROLLING STONE ÞAR SEM HÚN ER ALLSNAKIN. KROSSINN Á LOFT Einn fremsti tökustjóri og plötusnúð- ur Danmerkur, Kasper Bjørke. kemur til landsins til að þeyta skífum í veislunni Krossinn á Loft á sunnudag- inn. Veislan er önnur í þriggja veislu seríu sem Jón Atli Helgason og Dóra Dúna standa fyrir á Loftinu í Austur- stræti, en síðasta veislan hét Rakettan á Loft og var haldin um áramótin, en veislan þótti einstaklega vel heppnuð. Auk Bjørke spilar eiginkona hans DJ EIF, og Jón Atli sjálfur, undir plötusnúð- snafninu DJ Sexy Lazer. - ósk „Við erum bara á fullu að æfa,“ segir Páll Cecil, úr hljómsveitinni Vio úr Mosfellsbæ, en sveitin vann Músíktilraunir fyrr í mánuðinum, og mun spila á sínum fyrstu stóru tónleikum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Sveitina skipa Kári Guð- mundsson bassaleikari, Páll Cecil Sævarsson trommuleikari og Magnús Thorlacius söngvari og gítarleikari. „Við erum ekkert stressaðir – við ætlum bara að hafa gaman af þessu,“ segir Páll Cecil, en Vio kemur fram sama kvöld og hljóm- sveitirnar Maus og Mammút. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Maus og Mammút spila. Maus eru til dæmis að koma aftur sterkir inn um þessar mundir,“ segir Páll. Aðspurður segir hann Vio þó ekki hafa neinar beinar fyrir- myndir. „Við erum allir búnir að þekkjast síðan í barnaskóla. Við Magnús, sem er söngvarinn í band- inu, höfum meira að segja þekkst ennþá lengur, síðan í leikskóla og búum hlið við hlið,“ útskýrir Páll og hlær. „Við settumst bara niður og byrjuðum að spila, og það gekk vel. Við ætlum okkur að nýta þetta tækifæri,“ segir hann að lokum. - ósk Ekkert stress fyrir fyrsta giggið Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. ÆSKUVINIR Strákarnir hafa allir þekkst síðan í barnaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Gosdrykkjarisinn Coca-Cola styrkir fróðleik um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í íslenska smáforritinu QuizUp frá Plain Vanilla. Coca-Cola er annað stóra fyrirtækið sem styrkir spurningaflokk í leiknum en Google Maps styrkir landafræðiflokkinn „Earth from Above“ í leiknum. QuizUp var sett á markað í nóvember í fyrra og hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma en nú eru um það bil sextán millj- ónir manna skráðir notendur leiksins. - lkg COCA-COLA STYÐUR QUIZUP Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14– 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björns- dóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Leita að nýrri Sollu stirðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.