Fréttablaðið - 12.05.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 12.05.2014, Síða 10
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra segir ótímabært að láta meta ávinning af því að Landhelgis- gæslan taki við sjúkraflugi í land- inu. Þetta kemur fram í svari innan- ríkisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnars dóttur, alþingis manni Framsóknarflokks. Í fyrirspurninni vísar Silja til ábendingar Ríkisendurskoðunar um gerð langtímaáætlunar um starfsemi Landhelgisgæslunnar. Í svari ráðherra segir að ljúka eigi við áætlunina í haust. Silja spurði hvort ráðherrann ætlaði að láta meta sérstaklega hvaða áhrif það hefði á þjónustu, nýtingu tækjabúnaðar og annan rekstur Landhelgisgæslunnar ef gæslan tæki við sjúkraflugi og kanna hvort sú breyting yki öryggi landsmanna. Innanríkisráðherra bendir á að sjúkraflug sé ekki á sínu for- ræði heldur heilbrigðisráðherra. Landhelgisgæslan megi þó sam- kvæmt lögum gera þjónustu- samninga – þar með talið um almennt sjúkraflug og aðstoð við læknisþjónustu. „Landhelgisgæslan sinnir nú þegar umtalsverðum hluta sjúkra- flugs án þess að á móti komi sér- stakar greiðslur. Ákvörðun um breytingar eða sérstaka skoðun á öðru fyrirkomulagi sjúkraflutn- inga, þar með töldu sjúkraflugi, verður ekki tekin nema að höfðu samráði við ríkisstjórn og Alþingi. Því er ótímabært að láta meta þá þætti sérstaklega sem hér er spurt um,“ svaraði Hanna Birna, sem vísaði í þetta sama svar við næstu spurningu Silju um það hvort ráðherra ætlaði, í samræmi við athuga semdir Ríkis endur- skoðunar, að láta athuga hvort hagkvæmara væri að sjúkraflug yrði í höndum einkaaðila eða á vegum Landhelgisgæslunnar. Flugfélagið Mýflug annast sjúkraflug með samningi við ríkið. Ríkisendurskoðun sagði í ágúst í fyrra að ekki lægju fyrir nægar upplýsingar til að meta hvort hagkvæmt væri að Land- helgisgæslan tæki sjúkraflugið að sér. Helstu rökin væru að auka öryggi í sjúkraflugi og tryggja betri nýtingu á mannskap Land- helgisgæslunnar. „Stofnunin hvetur innanríkis- ráðuneyti til að skoða mögulega aðkomu hennar að slíku flugi með formlegri og nákvæmari hætti en gert hefur verið,“ sagði Ríkis- endur skoðun sem kvað mis skiln- ing vera uppi milli velferðarráðu- neytis og innanríkisráðuneytis um málið: „Ríkisendurskoðun gagn- rýnir að málið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu milli og innan ráðuneytanna.“ gar@frettabladid.is Metur ekki flutning sjúkraflugs til LHG Innanríkisráðherra segir í svari við fyrirspurn á Alþingi að samráð þurfi við ríkis- stjórn og Alþingi ef meta á áhrif af því að Landhelgisgæslan annist allt sjúkraflug. Því sé það ótímabært að ráðuneytið meti hvort slíkt auki öryggi landsmanna. SJÚKRAFLUG Þyrlur Landhelgisgæslunnar annast nú fyrst og fremst sjúkraflug á sjó og þar sem sjúkrabílum verður ekki komið við á Suður- og Vesturlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 6 4 2 GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐI HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA? Við bjóðum þér á fræðslufund í Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 13. maí kl. 17.30. Fyrirlesari er Helga Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Arion banka. Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum: Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar Skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar Samspil útgreiðslna Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir SKRÁNING Á ARIONBANKI.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.