Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 12.05.2014, Qupperneq 16
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Okkar ástkæri BJARNI EYVINDSSON lést sunnudaginn 4. maí sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00. Bergljót E. Ingvarsdóttir Steinunn Markúsdóttir Ásta Bjarndís Bjarnadóttir Guðmundur H. Gestsson Brynjólfur Eyvindsson Soffía Arnardóttir barnabörn og aðrir aðstandendur. Bróðir minn, SVEINN BIRGIR RÖGNVALDSSON verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 16. maí kl. 13.00. Guðný Kristín Rögnvaldsdóttir Georg VI. og kona hans, lafði Elísabet, voru krýnd konungur og drottning Bret- lands í Westminster þennan dag árið 1937. Georg, sem stundaði nám við sjóherskólann í Dartmouth og barðist í fyrri heimsstyrjöldinni, varð erfingi að hásætinu eftir að eldri bróðir hans, Játvarður VIII. konungur, sagði af sér í desember 1936. Játvarður var fyrsti þjóðhöfðingi Englands sem afsalaði sér sjálfviljugur hásætinu og titlinum. Það gerði hann til að ganga að eiga Wallis Warfield Simpson, sem var fráskilin Bandaríkjakona. Árið 1939 varð Georg konungur fyrsti þjóðhöfðingi Breta til að heimsækja Ameríku og Kanada. Hann og kona hans héldu kyrru fyrir í Buckingham-höll í seinni heimsstyrjöldinni þrátt fyrir að stöðug hætta væri á árásum. Þá hélt hann útvarpsræður til að efla baráttuvilja Breta, en til þess varð hann að sigrast á málhelti sem hann var haldinn. Konungurinn veiktist alvarlega árið 1949. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að inna af hendi embættisskyldur sínar allt til dauðadags árið 1952. Elsta dóttir hans varð arftaki hans og var Elísabet önnur krýnd Englandsdrottning í júní 1953 og ríkir enn. ÞETTA GERÐIST 12. MAÍ 1937 Nýr konungur krýndur í Bretlandi MERKISATBURÐIR 1191 Ríkharður ljónshjarta gengur að eiga Berengaríu af Navarra og hún er krýnd drottning sama dag. 1882 Konur fá takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Eingöngu ekkjur og ógiftar konur sem orðnar eru 25 ára mega kjósa, en giftar konur ekki. 1916 Hásetaverkfalli lýkur eftir að hafa staðið í tvær vikur. Þetta er fyrsta verkfall á Íslandi sem ber nokkurn árangur. 1926 Roald Amundsen flýgur yfir Norðurpólinn. 1935 Fyrsti golfvöllur á Íslandi er vígður í Laugardalnum. 1942 Reykjavíkurborg kaupir Korpúlfsstaði af Thor Jensen. 1984 Oddur Sigurðsson setur Íslands- og Norðurlandamet í 400 metra hlaupi: 45,36 sek- úndur. 1990 Ásgeir Sigurvinsson lýkur ferli sínum sem atvinnu- knattspyrnumaður, en hann hófst 1973. 1999 Skoska þingið kemur saman í fyrsta skipti. 2008 Jarðskjálfti verður í Sesúan í Kína. Skjálftinn er átta stig á Richterskvarða. Um 69.000 manns láta lífið og fimm milljónir manna missa heimili sín. 2009 Samtök fullveldissinna eru stofnuð gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. „Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum, ég held það sé ekki til mikið meiri heiður en að fá að vera kosinn heiðurslistamaður af sínu bæjarfélagi, sérstaklega í Kópavogi þar sem listin blómstrar,“ segir hinn 65 ára gamli leikari Theódór Júlíusson, en hann var útnefndur heiðurslistamaður Kópa- vogsbæjar í gær við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. „Ég er mjög glaður í hjartanu og þakka lista-og menningar- ráði með mikilli auðmýkt.“ Theódór hefur átt glæstan leiklistar- feril. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í London og hefur á sínum langa ferli komið víða við. „Ég var í tíu ár starfandi sem leik- ari hjá Leikfélagi Akureyrar, það var lærdómsríkur tími og þar fékk maður að leika meiri og stærri hlutverk en þegar maður var kominn til höfuð- borgarinnar, þar sem úrvalið og sam- keppnin var meiri,“ bætir Theódór við. Hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1989 og bauðst vinna í Borgarleikhús- inu sem var opnað sama ár. „Það er eftirminnilegt að hafa fengið að taka þátt í opnunarverkinu á stóra sviðinu, þar hef ég starfað síðan,“ segir Theódór. Fyrir utan að hafa leikið í fjölda sviðsverka, þá hefur hann leik- stýrt fjölda sýninga hjá áhugaleik- félögum og hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig leikið í fjölda kvikmynda. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr á þínum langa og farsæla ferli? „Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir. Það er líka ánægjulegt fyrir mig að ég er annar leikarinn á eftir honum sem fær þessa viðurkenningu sem heiðurslistamaður Kópavogs. Einnig þegar ég lék Sölva Helgason í leikriti Sveins Einarssonar um Sólon Íslandus. Manni verður líka hugsað til allra þeirra stórkostlegu listamanna sem maður hefur unnið með í gegnum tíðina. Þá eru mörg eftirminnileg verk sem ég tók þátt í í Borgarleikhúsinu eins og til dæmis Vanja frændi í samnefndu leikriti. Einnig var stórkostlegt að taka þátt í sýningunni Fjölskyldan undir leik- stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar,“ segir Theódór. Hvort er þó skemmtilegra að leika á sviði eða í kvikmynd? „Þetta er ólíkt en ég geri ekki upp á milli. Það er rosalega gaman að blanda þessu saman og hvort tveggja er innspýting fyrir leikarann, hvort sem það er að vera á sviði eða í mynd- um. Það geta komið tímar í leikhús- inu þar sem ekki allt tekst og maður hugsar að maður hefði getað gert betur en ánægjustundirnar eru þó talsvert fleiri.“ Fyrir utan leiklistina hefur Theódór starfað mikið að félags málum og var í níu ár í stjórn Leikfélags Akur- eyrar. „Ég var einnig kosinn í stjórn Félags íslenskra leikara og var þar í 12 ár og eftir það var ég kosinn í stjórn Leik- félags Reykjavíkur og sat þar í 13 ár en fór úr stjórninni núna í október,“ bætir Theódór við. Hann er að búa sig undir tvær bíómyndir, önnur fer í tökur í ágúst og hin síðar. „Þetta er kvik- mynd í leikstjórn Gríms Hákonar sonar og leggst rosalega vel í mig, þetta er svona bændamynd sem verður tekin í Bárðardal,“ segir Theódór um aðra af þeim myndum sem væntanlegar eru. gunnarleo@frettabladid.is Er glaður í hjartanu Stórleikarinn Theódór Júlíusson var kosinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar nú um helgina. Hann hefur komið víða við á sínum langa og farsæla ferli. TVÆR BÍÓMYNDIR Í BÍGERÐ Theódór hefur í nægu að snúast á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Englar alheimsins Hafið Mýrin Reykjavík-Rotterdam Djúpið Eldfjall ➜ Kvikmyndir sem Theódór hefur leikið í ➜ Það er margt eftirminnilegt, eins og til dæmis þegar ég var lánaður í Þjóðleikhúsið í eitt verkefni þar sem ég lék með Róberti Arnfinnssyni, hann var stórkostlegur leikari sem ég bar mikla virðingu fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.