Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2014, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 12.05.2014, Qupperneq 17
BLÓM OG BLÍÐA Nú er tíminn fyrir vorverkin í garðinum. Hreinsa beð og bera á pallinn. Gott er að hafa allt tilbúið til að snæða utandyra þegar sólin skín og hitatölur hækka. Tími sumarblómanna er að renna upp. Gaman er að raða þeim fallega saman í útipotta. Nú er komin viðbót við vörulínu Masterline á markað, sólarlínan Solaire og BB-krem fyrir hendur og fætur. Allar Masterline-vörurnar eru án parabena. Masterline-sólarlínan verndar hárið gegn skaðlegum áhrifum sólar, klórs og saltvatns. Vörurnar gefa hárinu þá vernd sem það þarf í sumar og halda raka og lit í hárinu. Þórunn Ívarsdóttir mælir bæði með sólarlínunni og BB-kreminu fyrir hendur og fætur. „Ég nældi mér í Repair- sjampóið frá Masterline en það hreinsar hárið vel eftir sólardag og gefur fallegan gljáa. Einnig á ég Spray Conditioner- hárnæringuna sem kemur í sprey- formi og maður þarf ekki að skola úr sem gefur auka næringu og raka og er einnig mjög gott flókasprey. Síðan er það uppá haldið mitt úr línunni en það er Protective Spray Oil sem er vörn í hárið áður en maður fer út í sólina. Hún verndar hárið og hárlitinn fyrir útfjólu- bláum geislum og neikvæðum áhrifum klórs og sjós. Mér finnst mjög góð lykt af vörunum og eru þær án parabena og SLES (sodium laureth sulfate) en ég er einmitt með ofnæmi fyrir SLES. Spreyið er eitthvað sem ég ætla að pakka með mér í strandtöskuna fyrir utanlands- ferðina og verður örugglega klárað í tveggja vikna sólarlandaferðinni.“ Solaire-vörurnar koma í handhægum umbúðum sem þægilegt er að taka með sér í fríið og engin þörf á að taka neitt annað með sér. Masterline BB-kremin eru fyrir hendur og fætur. Kremið smýgur hratt inn og gefur fallegan lit. Kremin koma í tveimur styrkleikum; fyrir ljósa og dökka húð. „Ég prófaði BB-kremin fyrir líkama og varð ekki fyrir vonbrigðum. Með hækkandi sól vil ég hafa smá lit á höndum og fótum. Það kemur fallegur litur og áferð með kreminu og ekki skemmir fyrir að það veitir góðan raka um leið. Ilmurinn af kreminu er mildur og góður. Kremið skolast svo af í sturt- unni,“ segir Þórunn. Masterline Solaire-línan og BB-kremin fást í apótekum og Hagkaup. ALLT SEM ÞARF FYRIR SUMARIÐ HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Masterline hefur nú bætt við vörulínu sína sólarlínu sem kallast Solaire og BB-kremum fyrir hendur og fætur. ÁNÆGÐ Þórunn er ánægð með Masterline-vörurnar, bæði sólarlínuna fyrir hárið og BB-kremið fyrir hendur og fætur. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.