Fréttablaðið - 12.05.2014, Page 48

Fréttablaðið - 12.05.2014, Page 48
12. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar Miðasala á: BAD NEIGHBOURS LÁSI LÖGGUBÍLL THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D HARRÝ OG HEIMIR GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 8 - 10.10 KL. 5.40 KL. 8 - 10.25 KL. 6 - 9 KL. 6 - 8 KL. 5.45 - 10.15 BAD NEIGHBOURS BAD NEIGHBOURS LÚXUS LÁSI LÖGGUBÍLL THE OTHER WOMAN THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D RIO 2 2D ÍSL. TAL HARRÝ OG HEIMIR KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 3.30 KL. 5.30 - 8 - 10.25 KL. 5 - 8 - 10 KL. 3.30 KL. 3.30 - 6 - 8 -T.V., BÍÓVEFURINN.IS ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK LOS ANGELES TIMESCHICAGO SUN TIMES THE BATTLE FOR THE STREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE T.V. - BÍÓVEFURINN.IS BAD NEIGHBOURS 5:50, 8, 10:10 LÁSI LÖGGUBÍLL 6 THE OTHER WOMEN 8, 10:10 SPIDERMAN 2 3D 10:20 RIO 2D 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst, sem heitir réttu nafni Tom Neuwirth, sigraði í Eurovision á laugardags kvöldið með lagið Rise Like a Phoenix sem fékk alls 290 stig. Fyrir keppnina fóru þjóðirnar Rússland, Hvíta- Rússland og Armenía fram á að Conchita fengi ekki að keppa eða að atriði hennar yrði klippt út úr útsendingunni til þeirra. Þjóðirnar höfðu ekki erindi sem erfiði og eftir að útsendingu keppninnar lauk var blásið til umræðu þáttar í rússneska ríkissjónvarpinu. Þar sagði rússneski stjórnmálamaður- inn Vladimír Zhirinovsky meðal annars að sigur hennar væri „endalok Evrópu“. „Það eru engin takmörk fyrir þessu hneyksli. Þetta er hams- laust. Í Evrópu eru ekki lengur karlmenn eða kvenmenn, bara það,“ sagði Vladimír. Evrópubúar eru sem betur fer ósammála Rússum en Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirrit- aði umdeild lög í fyrra sem banna fólki að tala opinberlega um sam- kynhneigð með jákvæðum hætti. Mikið var púað þegar Tolma- chevy-systurnar, framlag Rússa í Eurovision, höfðu lokið flutningi sínum á laginu Shine sem og þegar stigakynnir Rússa las upp stigin frá landinu á laugardagskvöldið. Conchita lætur þessi ófögru orð í sinn garð ekki á sig fá. „Mér fannst í kvöld að Evrópa hafi sýnt að hún sé eining sem er full af virðingu og umburðarlyndi. Við erum óstöðvandi. Þið vitið hver þið eruð. Við erum eining og óstöðvandi,“ sagði Conchita við blaðamenn eftir sigurinn og var orðum hennar greinilega beint að Pútín Rússlandsforseta. liljakatrin@frettabladid.is „Erum eining og óstöðvandi“ Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst bar sigur úr býtum í Eurovision. Rússneski stjórnmálamaðurinn Vladimír Zhirinovsky lýsir sigrinum sem „endalokum Evrópu“. Conchita lætur það ekki á sig fá. HRÆÐIST EKKERT Tom kom fyrst fram sem Conchita árið 2011 í þættinum Die große Chance á sjónvarpsstöðinni ORF. MYND/EUROVISION ➜ Þetta er fyrsti sigur Austur- ríkis í Eurovision síðan 1966. ➜ Conchita var sjötta á svið í undanúrslitunum og ellefta í úrslitunum en hún á einmitt afmæli 6. nóvember. ➜ Lagið Rise Like A Phoenix hljómar eins og Bond-lag. Þegar hún var spurð hvort hún væri til í að vera næsta Bond-stúlka á blaðamannafundi eftir keppn- ina sagði hún brosandi: „Ég held að þið vitið svarið: Nei!“ Marcel Bezençon-verðlaunin eru veitt árlega eftir að ljóst er hver sigurvegari Eurovision-keppninnar er. Í ár fékk lagið Rise Like a Phoe- nix með Conchitu Wurst sérstök fjölmiðlaverðlaun en sú verðlaun eru veitt af fjölmiðlafólki til þess lags sem þótti skara fram úr í keppninni. Hollenski dúettinn The Common Linnets, sem þau Ilse DeLange og Waylon skipa, fékk listrænu verðlaunin sem lýsendur þjóðanna velja og lag þeirra, Calm After The Storm, fékk höfunda- verðlaun sem lagahöfundar þeirra þjóða sem taka þátt í Eurovision velja. Lagið sömdu Ilse DeLange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby og Jake Etheridge. ➜ Hollendingar hafa verið sigursælir Framlag Pollapönks, No Prejudice, lenti í 15. sæti í Euro- vision-keppninni. Tvisvar áður hefur framlag Ísland lent í því sæti, annars vegar Nína í fl utningi Stefáns & Eyfa árið 1991 og hins vegar Núna í fl utningi Björgvins Halldórs- sonar árið 1995. Alls fékk lagið 58 stig, sem er lægra en meðalstigafj öldi Íslendinga í keppninni, sem er 64,3 stig. Ísland hefur að meðaltali lent í 12,4. sæti í keppninni síðan við tókum fyrst þátt árið 1986. 58 Þrátt fyrir að hressilegt framlag Íslendinga í Eurovision hafi endað „hægra megin“ á skjánum um helgina voru úrslit keppninnar mér að skapi. Evrópa tók afstöðu gegn fordómum og kaus skeggjaða dragdrottningu til sigurs. EINN ágætur á Facebook lýsti því reyndar yfir að hann teldi að þeir sem héldu með henni gerðu það til að „auglýsa meint fordómaleysi sitt“. Það má vera að það sé rétt í ein- hverjum tilfellum og er það þá bara lóð á hina vogarskálina. FORDÓMAR eru nefni- lega víða auglýstir og rötuðu til dæmis mis- fögur tíst Íslendinga um belgíska keppandann á síður vefmiðla í síðustu viku. Hann var í digr- ari kantinum og upp- hófst óformleg keppni á Twitter um það hver gæti verið fyndnastur á hans kostnað. ÞÁ auglýstu margir fordóma sína í athuga- semdakerfi Vísis fyrir helgi í fréttum sem sneru að umdeildri styttu á kaffihúsi í mið- bænum. Styttan þykir einmitt endurspegla fordóma en fordómar Virkra í athuga- semdum beindust aðallega að fréttinni um mannfræðinginn sem reyndi að útskýra tengingu styttunnar við rasisma. FÆSTIR virtust hafa lesið það sem mann- fræðingurinn hafði um málið að segja. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir tjáðu sig um fréttina. Á milli upphrópana mátti svo finna spurningar sem svarað var í við- talinu. Það er ein gerð fordóma. Að hafa sterkar skoðanir á kvikmynd sem þú hefur ekki séð, söngvara sem þú hefur ekki heyrt í og frétt sem þú hefur ekki lesið (og munt líklega aldrei lesa). EN enginn er víst alveg fordómalaus. Ég tók til dæmis minna en ekkert mark á fyrrnefndum ummælum Facebook-vinar- ins um að þeir sem héldu með Austurríki væru með því að auglýsa umburðarlyndi sitt. Ekki af því að mér þótti ummælin heimskuleg heldur vegna þess að sá sem skrifaði þau er úr Hafnarfirði. Enn af fordómum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.