Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 14
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 14 RYKI ÞYRLAÐ UPP Á INDLANDI Tveir menn reyna að komast með hestvagn sinn í gegnum rykmökk mikinn sem hvassviðrið feykir yfir byggðina í Jammu á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NORÐUR-KÓRESKUR KAFBÁTUR Á SIGLINGU Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, brá sér í stutta siglingu með einum af kafbátum ríkisins til að skoða hann. Hugsanlega má sjá grilla í hann í turni kafbátsins, þar sem hann fylgist með ásamt yfirmönnum bátsins. FLÓTTAFÓLK Á SIKILEY Flóttamenn frá Afríku fengu inni í kaþólskri kirkju á Sikiley. Ítalska strandgæslan hefur bjargað meira en 300 flóttamönnum sem lentu í sjávarháska í Miðjarðarhafinu. KÆLIR SIG Í PAKISTAN Þegar hitinn var kominn upp í 45 gráður í borginni Islamabad í Pakistan brá þessi maður á það ráð að kæla sig í rennandi vatni. MANNI BJARGAÐ ÚR RÚSTUM Í SÝRLANDI Í sýrlensku borginni Aleppo var þessum manni bjargað úr rústum húss eftir að stjórnarherinn hafði varpað tunnusprengjum á hverfið. VERKFALL Í FRAKKLANDI Franskir lestarstarfsmenn fylgjast með logandi blysum í tengslum við mótmæli framan við lestarstöð í Lyon. ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.