Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 24
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Markmið rannsóknarinnar var að gera heildarúttekt á komum á bráðadeild Land- spítala vegna áverka á höfði og meðal annars að athuga nýgengi, eðli og alvarleika áverkanna. Brynjólfur Mogensen, dósent og yfirlæknir á bráðasviði Landspítala, bar ábyrgð á rannsókninni og var helsti hvatamaður að henni. „Höfuð- áverkar eru algengir en enginn virðist hafa nálgast verk- efnið á þennan hátt áður. Aðrar rann- sóknir hafa tekið fyrir til dæmis heila- áverka, augnáverka eða andlitsáverka en enginn hefur tekið fyrir alla höfuð- áverka,“ segir Brynjólfur en í skýrsl- unni er bent á að áverkar á höfði séu algeng afleiðing slysa og ofbeldis. Þeir geti haft varanlegar afleiðingar í för með sér og séu ein af megin- orsökum ótímabærs dauða. Í rannsókninni voru skoðaðar aftur- virkt allar komur Reykvíkinga á Land- spítala vegna áverka á höfði á árunum 2000-2005 og 2008-2009. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Áverkarnir voru flokk- aðir í mjúkpartaáverka, augn áverka, höfuðbeinaáverka, innankúpu- og heilataugaáverka og fjöláverka. Brynjólfur segir niðurstöðurnar hafa komið nokkuð á óvart. „Það hefur átt sér stað mjög jákvæð þróun. Höfuðáverkum hefur fækkað verulega og við stöndum okkur vel í samanburði við aðra,“ segir hann. Á átta árum kom 35.031 Reykvíkingur á Landspítala vegna áverka á höfði. Karlar voru í miklum meirihluta eða 67 prósent. Meðalaldur þeirra sem leituðu sér hjálpar var 26 ár. Börn á aldrinum 0 til 4 ára voru fjölmennasti hópurinn (20,8 pró- sent), 5–9 ára börn voru 11,5 prósent hópsins og ungmenni á aldrinum 20 til 24 ára voru 9,4 prósent. Í rannsókninni kemur fram að flestir áverkanna stafa af slysum og öðrum óhöppum. Börn yngri en tíu ára hlutu áverka á höfði nær undan- tekningarlaust vegna slysa eða annarra óhappa. Í aldurshópnum 15-29 ára var hlutfallið komið niður í 64 prósent og nærri þriðjungur orsakaður af slagsmálum og ofbeldi en karlar verða oftar fyrir slíku en konur. Sjúkdómar ollu nær 10 prósentum af áverkum á höfði hjá 75 ára og eldri. Þá eru yfirlið einnig nefnd sem algeng ástæða fyrir slys- um og áverkum eldri borgara. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að nýgengi koma og inn- lagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði hefur farið lækkandi síðasta áratuginn, lækk- aði úr 4,2 prósentum árið 2000 í 3,3 prósent árið 2009. Ástæður þessa eru sagðar geta verið margvíslegar, en líklegt er talið að aukin vitund fólks um slys og slysahættur, til dæmis á heimilum og í frítíma, aukin notkun bílbelta, aukinn áróður fyrir umferðaröryggi, bætt gatnakerfi, aukin löggæsla og hjálmanotkun hafi skilað þessum árangri. Sambærileg þróun sást til að mynda í fjölda and- láta í umferðarslysum á rannsóknar- tímabilinu. Bent er á í rannsókninni að á Íslandi hafi verið unnið öflugt starf í slysaforvörnum barna síðastliðna tvo áratugi. Góður árangur hafi náðst, eins og sjáist í nýlegri skýrslu frá evrópskum stýrihóp um slysa- varnir barna, þar sem Ísland fær hæstu einkunn fyrir frammistöðu í barnaslysavörnum. ■ solveig@365.is ÁVERKUM Á HÖFÐI FÆKKAR RANNSÓKN Nýgengi koma og innlagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði hefur farið lækkandi síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í 6. tölublaði Læknablaðsins í ár. BRYNJÓLFUR MOGENSEN HÖFUÐMEIÐSLI BARNA Börn á aldrinum 0 til 4 ára eru líklegust til að meiða sig á höfði. NORDICPHOTOS/GETTY Vísindamenn við Harvard-há- skóla í Bandaríkjunum birtu nýlega niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á tannviðgerðum með leiserljósi. Rannsóknin var birt í Science Translation Medicine og greinir frá því hvernig vísinda mennirnir nýttu innrautt ljós og stofn- frumur sem fyrir eru í tönnum til að mynda nýtt tannbein. Með því að lýsa með innrauðu ljósi á skemmdar tennur músa virkjuðu vísindamennirnir sér- stakar sameindir sem tengjast stofnfrumum. Þetta leiddi til þess að stofnfrumurnar breytt- ust í frumur sem mynda tann- bein og hjálpuðu þannig við að endurbyggja tennurnar. Þessi aðferð er þó enn á frum- stigi enda hafa aðeins verið gerð- ar rannsóknir á tönnum nagdýra fram að þessu en ekki manna. Annar galli er að slík ljósameð- ferð tekur langan tíma, vikur og jafnvel mánuði. Vísindamennirnir eru þó mjög bjartsýnir og telja að ef slík meðferð virkar á tennur manna geti þessi tækni leitt til þess að ljósameðferðin komi í stað tann- viðgerða, til að mynda tann- rótar fyllinga. LEISERLJÓS Í STAÐ RÓTFYLLINGAR? LJÓS Vísindamenn vona að leiserljós geta nýst við tannlækningar í framtíðinni. Hjartasjúkdómar Ert þú í áhættuhópi? Hjarta-Aspirín inniheldur asetylsalicylsýru, sem í litlum skömmtum tilheyrir flokki lyfja sem hindra samloðun blóðflagna. Blóðflögur eru örsmáar frumur í blóðinu sem valda því að blóðið storknar og taka þátt í segamyndun. Þegar blóðtappi myndast í slagæð kemur hann í veg fyrir blóðstreymi og hindrar súrefnisflutning. Þegar þetta gerist í hjartanu getur það valdið hjartaáfalli eða hjartaöng; í heilanum getur þetta valdið heilablóðfalli. Fræðsla Notkunarsvið: Hjarta-Aspirín er notað til að minnka hættu á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig hjartaáfall, heilablóðfall eða vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng. Hjarta-Aspirín er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða. Ekki má nota Hjarta-Aspirín: Ef um er að ræða ofnæmi fyrir asetylsalicylsýru eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins, ofnæmi fyrir öðrum salicylötum eða bólgueyðandi gigtarlyfjum. Ef þú hefur fengið astmakast, eða þrota á ákveðnum svæðum á líkamanum, eftir töku salicylata eða bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef þú ert með eða hefur verið með sár í maga eða smáþörmum eða einhverja aðra tegund blæðingar, svo sem heilablóðfall. Ef þú hefur einhvern tíma verið með blóðstorknunarvandamál. Ef þú ert með alvarleg lifrar- eða nýrnavandamál. Ef þú ert að nota lyf sem kallast methotrexat í skammti sem er stærri en 15 mg á viku. Varnaðarorð og varúðarreglur: Leitið ráða hjá lækninum áður en Hjarta-Aspirín er notað ef þú ert með; nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í nefi eða annan langvinnan sjúkdóm í öndunarfærum, hefur verið með þvagsýrugigt eða færð miklar tíðablæðingar. Láttu lækninn vita ef þú þarft að fara í aðgerð. Ekki ætlað börnum yngri en 16 ára. Gæta skal þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetylsalicylsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Meðganga og brjóstagjöf: Leita skal ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Skömmtun: Fullorðnir: Til að fyrirbyggja hjartaáfall, hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með hjartaöng eða blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða er ráðlagður skammtur er 75-160 mg einu sinni á dag. Til að fyrirbyggja heilablóðfall er ráðlagður skammtur er 75-325 mg einu sinni á dag. Aldraðir: Eins og hjá fullorðnum. Algengar auka- verkanir: meltingartruflanir, aukin blæðingartilhneiging. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2013.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.