Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 46
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Ég er búin að lofa tveimur vinkon- um mínum úr Reykjavík og dætrum þeirra að upplifa skrúðgöngu og smá hátíðarstemningu í Hafnar- firðinum. Svo kíki ég líklegast á kaffihús eða út að borða í Reykjavík um kvöldið. Berglind Icey, fyrirsæta. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í DAG, 17. JÚNÍ? „Topher Adams, ritstjóri tískutímaritsins Dark Beauty Magazine er mikill Steed Lord-aðdáandi, og hann bað okkur um að vera á forsíðunni og í viðtali. Hann er sjálfur ljósmyndari svo hann tók allar myndirnar,“ segir Svala Björgvins dóttir söngkona sem prýðir nýjasta tölublað bandaríska tískutímaritsins. Dark Beauty Magazine er tímarit sem kemur út mánaðarlega og fjallar um tísku, tónlist, fatahönnuði, leikara og söngvara sem eru nýir og ferskir á mark- aðnum og þora að stíga út fyrir ramm- ann. Hljómsveitin Steed Lord fellur ein- mitt í þennan hóp en það er ekki hægt að segja annað en að myndin af Svölu sé ævintýraleg. „Ég stíliseraði sjálfa mig en Eddi og Einar sáu um sína stíl- iseringu. Myndatakan fór fram leikhúsinu Los Angeles Theatre í miðborg LA en það var byggt í kringum 1927 og er brjálæðislega flott,“ segir Svala. Hægt er að skoða myndirnar nánar á Facebook-síðu blaðs- ins eða á issuu.com/dark- beautymag. -mm STÓRGLÆSI- LEG Svala Björgvins í gullkjól en hún sá sjálf um stíliser- inguna. „Hann var pínulítill þegar við fund- um hann en hann dafnar ótrúlega vel,“ segir Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, en dóttir hennar fann agnarlítinn starraunga í garðinum heima í síð- ustu viku. Sóley segist hafa leitað á náðir Face book til þess að fá ráð- leggingar um það hvernig best væri að hugsa um ungann. „Fólk var ekkert sérlega bjartsýnt um að unginn myndi hafa þetta af, hann var svo lítill. En mér var bent á frá- bæra heimasíðu, starlingtalk.com, þar sem hægt er að finna allar upp- lýsingar um það hvað maður eigi að gera ef maður finnur starraunga,“ segir Sóley, sem telur að heimilis- kötturinn Dimma hafi fundið hann og komið með heim. „Kötturinn tekur stundum mýs eða fugla með sér heim til að leika með, hann meiðir samt ekki. Ung- inn var því ekkert særður þegar við fundum hann.“ Sóley gerir ráð fyrir því að unginn, sem hún hefur nefnt Skugga, hafi ekki verið meira en þriggja daga þegar hann fannst. „Inni á heimasíðunni getur maður séð þær breytingar sem ungarnir taka dag frá degi. Nú er hann farinn að standa í lappirnar og opna augun en það gerist eftir sjö daga. Ég gat því reiknað mig aftur í tímann og fundið út aldurinn.“ Sóley segir að starrar séu sérlega gáfaðir en fái oft og tíðum misjafnt umtal. „Starrar eru mjög hrein- legir fuglar og fá yfirleitt ekki flær. Þeir geta lært að tala og geta hermt eftir öllum hljóðum.“ Skuggi hefur fylgt Sóleyju í vinnuna síðustu daga en hún þarf að gefa honum að éta á 20 mínútna fresti. „Hann fær blautan kattamat og barnamat. Það var líka mælt með því að gefa honum harðsoðin egg enda nóg af næringarefnum í eggj- unum,“ segir Sóley en samstarfs- félagar hennar í Ölgerðinni hafa tekið Skugga vel. „Þeim finnst þetta skemmtilegt. Ég var samt alveg nógu skrýtin fyrir svo þetta er kannski ekki að hjálpa,“ segir Sóley hress að lokum. kristjana@frettabladid.is Gekk starraunganum Skugga í móðurstað Sóley Kristjánsdóttir og dóttir hennar fundu veikburða starraunga í garðinum heima hjá fj ölskyldunni í síðustu viku. Sóley tók ungann að sér og dafnar hann vel hjá nýju fj ölskyldunni en hann hefur nú hlotið nafnið Skuggi. KEMUR MEÐ Í VINNUNA Sóley hefur þurft að hafa Skugga sér við hlið í vinnunni en unginn þarf að éta á 20 mínútna fresti. „Dave Weckl er einn áhrifamesti trommuleikari allra tíma og geð- þekkur náungi, hann er jafnvígur á djass-, fönk- og latíntónlist. Það er einhvern veginn smá Dave Weckl í okkur öllum trommuleikurum. Stór- kostlegur fagmaður og áhrifamaður í djass- og hryntónlist, fyrir utan að vera mikill áhugamaður um hrað- skreiða bíla,“ segir trommuleikar- inn Gunnlaugur Briem um kollega sinn Dave Weckl sem væntan legur er hingað til lands í júlí. Weckl kemur hingað til lands til þess að miðla þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara og heldur fyrir- lestur og sýnikennslu fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hugar heim hans. Dave Weckl hefur í raun verið goðsögn í tónlistarheiminum alveg frá því hann kom fyrst fram á sjónar sviðið með sveitinni Chick Corea Elektric Band árið 1986. Weckl er almennt talinn einn al- öflugasti djass-fúsjón-trommuleik- ari sögunnar. Fáir hafa aðra eins tæknilega getu á hljóðfærið og er það mikil upplifun að sjá og heyra hann spila. Weckl hefur í gegnum tíðina léð stórum nöfnum í tónlist- inni krafta sína og má þar nefna aðila eins og Simon & Garfunkel, Robert Plant, Chick Corea og Mike Stern. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenska trommuleikara og djassunendur að sjá, heyra og læra af einum fremsta trommuleikara heims,“ bætir Gunnlaugur við. Síðustu misseri hefur Weckl unnið mikið með gítarleikurunum Mike Stern og Oz Noy ásamt hljóm- sveit danska bassaleikarans Chris Minh Doky, Nomads. Fyrirlesturinn fer fram í sal FÍH í Rauðagerði 27 þann 20. júlí næst- komandi og hefst klukkan 18.00. - glp Goðsögn í trommu- leik kennir á Íslandi Trommuleikarinn Dave Weckl ætlar sér að miðla þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara í júlí. Starrar eru mjög hreinlegir fuglar og fá yfirleitt ekki flær. Þeir geta lært að tala og geta hermt eftir öllum hljóðum. Svala á forsíðu Dark Beauty Magazine Svala Björgvinsdóttir er ævintýraleg á forsíðu nýjasta tölublaðs bandaríska tískutímaritsins. ➜ Weckl hefur í gegnum tíð- ina léð stórum nöfnum í tón- listinni krafta sína og má þar nefna aðila eins og Simon & Garfunkel, Robert Plant, Chick Corea og Mike Stern. ÁHRIFAMIKILL Dave Weckl er jafn- vígur á djass,-fönk- og latínutónlist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.