Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 2
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS 25% NÝTT afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Illugi, hvort er betra, góðir dómar eða góðir dómarar? „Ja, það er erfitt að dæma um það, en enginn hefur þó enn verið dæmdur rangstæður í bókardómi.“ Illugi Jökulsson og Björn Þór Sigbjörnsson hafa fengið góða dóma erlendis fyrir bók um stjörnurnar á HM í fótbolta. LÖGREGLUMÁL „Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grun- ur vaknar um brot,“ segir Brynj- ar Níelsson, þingmaður og hæsta- réttarlögmaður, um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon-málinu svo- kallaða gegn stjórnendum Lands- bankans. Þá kærði Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðs sonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, hleranir sér- staks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur sak- sóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endan legur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi. og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikil- vægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksókn- ari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrr- verandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsi- dóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Frétta blaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksókn- ara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar regl- ur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkis- saksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sér- stakur saksóknari og embættis- dómari geta brotið með jafn alvar- legum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar. fanney@frettabladid.is Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin Brynjar Níelsson þingmaður vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknar- aðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Hann segir sérstökum saksóknara ekki sætt í embætti hafi hann gerst sekur um lögbrot við rannsóknir mála. LÖGREGLUMÁL Fjórir karlmenn, sá yngsti um tvítugt en sá elsti á sex- tugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sunnudags. Mennirnir eru í haldi lög- regl unnar á Akureyri. Þeir eru grunaðir um aðild að stórfelldri líkamsárás á Hvammstanga um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsóknin sé á frumstigi. Maðurinn sem ráðist var á er í lífshættu með alvarlega áverka á höfði, en honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Árásin var gerð í íbúð eins hinna handteknu á Hvammstanga á laugardagskvöld, þar sem menn- irnir voru í gleðskap. - gb Árásarmennirnir fjórir: Úrskurðaðir í gæsluvarðhald KJARAMÁL Leikskólakennarar og Samband íslenskra sveitarfélaga náðu saman í kjaradeilu aðilanna á áttunda tímanum í gærkvöld. Boðað hafði verið til vinnu- stöðvunar þann 19. júní næst- komandi en þá hefði þeim deildum sem voru með leikskóla- kennara sem deildarstjóra verið lokað. Vinnustöðvun hefði raskað mjög starfi leikskólanna en þó ekki leitt til þess að þeim hefði öllum verið lokað að fullu. Hinn nýi kjarasamningur gildir í eitt ár. „Við erum sátt, við hefðum að sjálfsögðu ekki skrif- að undir kjarasamning nema við værum sátt við niðurstöðuna. Það virkar nú bara þannig,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara. „Það var í raun opið í alla enda hvernig við myndum nálgast þessi markmið sem við þurftum að ná og við náðum því á þessu ári. Svo tekur bara við nýr samn- ingur og það hefst vinna við hann strax. Í haust munu aðilar gera með sér viðræðuáætlun og byrja að vinna að nýjum kjarasamn- ingi.“ - ssb Leikskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær sem gildir í ár: Komu í veg fyrir vinnustöðvun STJÓRNMÁL Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkt- urinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók sem byggð er á trúnaðarskjölum sem nýbúið er að létta leynd af. „Reagan í Reykjavík“ heitir bókin sem kom út í maí. Höf- undurinn er Ken Adelman, sem var yfirmaður vopnabúrs Banda- ríkjanna og einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum í Höfða. Er sagt að þegar menn skoði þau trúnaðarskjöl sem nýlega sé búið að létta leynd af sjáist að söguleg tímamót urðu í Reykjavík. - kmu Ísland hápunktur Reagans: Forseti toppaði á fundi í Höfða FÉLAGSMÁL Stjórn Heyrnarhjálpar – félags heyrnarskertra á Íslandi hefur sent frá sér ályktun vegna hækkandi kostnaðar við kaup á heyrnartækjum. Segir í ályktuninni að stjórnin hafi af því verulegar áhyggjur að kostnaðurinn standi þeim sem þurfa á heyrnar tækjum að halda fyrir þrifum og komi í veg fyrir að þeir endurnýi tæki sín eða fái sér heyrnartæki. Það takmarki verulega þátttöku heyrnarskertra í samfélaginu. Niðurgreiðslan er núna 30.800 krónur á tæki. Að sögn Kolbrúnar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Heyrnar- hjálpar, geta heyrnartæki kostað á bilinu 150 til 500 þús- und krónur. „Það er mjög algengt að fólk segi að það hafi ekki efni á því að kaupa sér tæki,“ segir Kolbrún. Samkvæmt ályktuninni hefur niðurgreiðsla vegna kaupa á heyrnartækjum staðið óbreytt síðan árið 2006 í krónum talið. Á sama tíma hafi hækkun á almennu verð- lagi orðið um 60 prósent og því sé útlagður kostnaður hvers einstaklings verulega aukinn. Stjórnin segist sér- staklega hafa áhyggjur af tekjulágum hópum samfélags- ins. Vegna þessa skorar stjórn Heyrnarhjálpar á stjórnvöld að bregðast við vandanum og hækka verulega greiðslu- þátttöku ríkisins í tækjakaupum heyrnaskertra. - ssb Stjórn Heyrnarhjálpar skorar á íslensk stjórnvöld að bregðast við vandanum: Heyrnarlausir mótmæla kostnaði KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR Kolbrún er fram- kvæmdastjóri Heyrnarhjálpar. ÁÐUR EN HRÆRT VAR Í VÖFFLUR Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifa undir hinn nýja kjarasamning. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL GAGNRÝNINN Hreiðar segir það gríðarlega alvarlegt að réttrar málsmeðferðar sé ekki gætt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRYNJAR NÍELSSON INNANRÍKISMÁL Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið skipuð formaður starfshóps sem skoða á hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfs- háttum lögreglunnar. Markmið hópsins er að tryggja betur vandaða og réttláta máls- meðferð við rannsókn mála. Hópurinn er skipaður svo óháður aðili fjalli um meðferð mála er varða rannsókn á störfum lög- reglunnar. - ssb Nýr starfshópur skipaður: Virkara eftirlit með lögreglu MENNING Kristbjörg Kjeld leikkona tók á móti heiðursverðlaunum Leiklistarsambands Íslands fyrir störf sín á Grímunni í gærkvöldi. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem afhenti Kristbjörgu verðlaunin. Kristbjörg útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og ferill hennar spannar því 56 ár. Hún hefur margoft hlotið Grímuna, meðal annars fyrir leik sinn í Jónsmessunótt árið 2012. - ssb / sjá síðu 34 Kristbjörg Kjeld leikkona hlaut lófatak á Grímunni í gærkvöld: Heiðursverðlaun eftir langan feril HEIÐRUÐ LEIKKONA Kristbjörg Kjeld ásamt Illuga Gunnarssyni við afhendinguna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.