Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 34
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 1 2 3 4 1. Fánapopp Olía, poppmaís, 3-4 msk. sykur, matarlitur – blár og rauður, salt Hitið olíu í potti og bætið sykri, rauðum matarlit og poppmaís við. Leyfið þessu að poppast og hellið í skál. Endurtakið með bláum matarlit og poppið loks popp án matarlitar. Hellið öllu saman í skál og berið fram. Fengið af http://www.ohsweetbasil.com/ 2. 17. júní súkkulaði 450 g hvítt súkkulaði 225 g rautt súkkulaði 225 g blátt súkkulaði Skraut í rauðu, bláu og hvítu að eigin vali Klæðið form sem er 23 sentímetrar sinnum 33 sentímetrar með bökunar- pappír. Bræðið hvíta súkkulaðið og dreifið því í botn formsins. Bræðið síðan rauða og bláa súkkulaðið og dreifið því handahófskennt yfir hvíta súkkulaðið. Notið hníf til að blanda þessu aðeins saman og búa til munstur sem minnir á marmara. Skreytið þetta með skrauti að eigin vali. Kælið þangað til súkkulaðið harðnar og brjótið þetta síðan í bita og berið fram. Fengið af http://www.lifewiththecrust cutoff.com/ 3. Einfaldar hátíðarbollakökur Kökumix og það sem því fylgir Skraut í bláu og rauðu Blandið kökumixið og hellið síðan skrautinu saman við og blandið vel saman. Setjið í múffuform og bakið. Krem 1 bolli hvítt súkkulaði 115 g mjúkt smjör 225 mjúkur rjómaostur 1 tsk. vanilludropar 2 bollar flórsykur Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna í um tíu mínútur. Blandið smjöri og rjómaosti vel saman og bætið því næst súkkulaðinu og vanilludropum saman við. Blandið flórsykrinum varlega saman við og skreytið kökurnar með kreminu. Fengið af http://delightfuldessert.blog spot.com/ 4. Jarðarber í tilefni dagsins Jarðarber, hvítt súkkulaði, blátt skraut Bræðið hvítt súkkulaði og dýfið endanum á jarðarberjunum ofan í. Veltið endanum því næst upp úr bláu skrauti og leyfið súkkulaðinu að harðna. Fengið af http://scrambledhenfruit.blogspot.com Lostæti í fánalitunum Haldið verður upp á 17. júní í dag úti um borg og bæ. Fréttablaðið býður lesendum sínum upp á nokkrar litríkar uppskrift ir sem geta lífgað upp á daginn. „Ég var búinn að vera að selja frisbí- diska úr skottinu í tíu ár en síðan var skottið ekki nógu stórt lengur,“ segir frisbígolfáhugamaðurinn Haukur Árna- son. Hann ákvað að leggja allt undir og opna frisbígolfbúð í Hafnarfirði í apríl og segir hana tvímælalaust vera skemmtilegustu búð landsins. „Við ákváðum að opna svona rétt fyrir vorið og það hefur verið mjög líflegt, enda mikil gróska í íþróttinni,“ segir Haukur. ,,Það hefur verið mjög jöfn og þétt aukning í sportinu síðan Klambra- túns völlurinn kom, hann var eiginlega þrepið sem hleypti öllu af stað,“ segir Haukur. Frisbígolfvöllurinn á Klambra- túni er nú að hefja sitt fjórða starfs- sumar og frá stofnun fullyrðir Haukur að leikmenn hafi farið úr því að vera í kringum þrjátíu og vel yfir þúsund manns. „Það er vel ásættanlegt á fjórum árum.“ Haukur hefur haldið Íslandsmót síðastliðin tíu ár ásamt fleiri áhuga- mönnum en síðast tóku um fimm- tíu manns þátt í mótinu. „Við vorum síðan sjö sem fórum saman á breska meistaramótið í maí,“ segir Haukur og bætir því við að þeir yngri hafi verið að sækja í sig verðrið. „Ég er náttúrulega bara orðinn gamall og þreyttur,“ segir Haukur og hlær. „Þessir ungu eru að koma hratt upp.“ Haukur segir að það séu ekki bara einstaklingar sem koma til hans að stíga sín fyrstu skref í frisbígolfi heldur vilja mörg fyrirtæki gera íþróttina að fyrir- tækjasportinu. „Það kom fyrirtæki um daginn og keypti sex byrjendasett til að eiga á skrifstofunni sem er nálægt Klambratúni svo starfsfólkið geti skot- ist út í hádeginu,“ segir Haukur og bætir því við að honum þyki þetta snið- ugt framtak hjá fyrirtækjum. Frisbí- golfbúðina er að finna í Hafnarfirði á Reykjavíkurvegi 60 og kostar diskurinn á bilinu tvö til fjögur þúsund krónur. Seldi frisbídiska úr skottinu á bílnum Mikil gróska hefur verið í frisbígolfi og eru tíu vellir fyrir íþróttina á Íslandi en þeir verða sautján eft ir sumarið. Haukur Árnason er mikið fyrir íþróttina. MIKILL LEIKMAÐUR Haukur Árnason hefur komið að Íslandsmótinu í frisbí- golfi síðustu tíu ár. Systurnar Kendall og Kylie Jenner sáu um að kynna verð- launahátíðina Muchmusic Video Awards sem fór fram í Toronto um helgina. Listamenn á borð við Lorde, Ed Sheeran og Ariana Grande komu fram á hátíðinni en á meðal vinnings- hafa voru Drake, Justin Bieber og Selena Gomez. Það var þó klæða burður Jenner-systranna sem stal senunni í Kanada en þær voru duglegar að skipta um föt. Klæðaburður Jenner-systranna stal senunni HÁ KLAUF Það var Kendall sem fékk athyglina á rauða dreglinum í kjól með mjög háum klaufum sem sýndu mjaðmabeinin. Kjóllinn er frá Fausto Puglisi og Kylie systir hennar klæddist stuttum appel- sínugulum kjól. MARGIR KJÓLAR Systurnar sjást hér kynna atriði í kjólum frá Julien McDonald. HLÝRALAUS Kylie og Kendall skiptu oft um föt á hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.