Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 36
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 32 17. júní 2014 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 14.00 Tónleikar á Austurvelli. 14.00 Sænskur kór frá Norrköping 14.30 Harm- óníaSjarmónía 15.00 Mamikó Dís Ragnars- dóttir 15.10 Beebee and the Bluebirds 15.40 Belleville 16.00 Skuggamyndir frá Býsans 16.40 White Signal 17.10 Opinn hljóðnemi og lifandi karókí. Komdu með gítarinn eða upptekinn undirleik og taktu lagið eða syngdu lifandi karókí við undir- leik Pálma Sigurhjartarsonar. 14.30 Hátíð í Hörpu. 14.30 Ungmennakór- inn Mixtum 15.00 Trúða og töfrasýningin Te fyrir tvo 15.15 Þrjár basískar 15.30 Tón- listarakademían 15.40 Bollywoodhópurinn Parvati 15.55 Björn Thoroddsen 16.15 Mamiko Dís Ragnarsdóttir 16.25 Söng- hópurinn Norrington 16.45 Háskóladans- inn 17.05 Hljómsveitin Belleville 17.25 SalsaIceland 19.00 Tónleikar á Arnarhóli. 19.00 Lucy in Blue 19.15 White Signal 19.30 Harm- óníaSjarmónía 19.45 Vio 20.00 Vök 20.15 Mono Town 20.50 Cell 7 21.20 Mammút 20.00 Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur sópran kemur fram á hátíðartónleikum í Garðabæ. Tónleikarnir eru haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Á tónleikunum verða flutt létt og skemmtileg verk við allra hæfi, vínartónlist o.fl. Á efnisskránni eru verk eftir m.a. Johann Strauss, Franz Lehár, Robert Stolz, Frédéric Chopin, Sigfús Hall- dórsson og Emmerich Kálmán. Fræðsla 14.00 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn stýra sólskoðun á Austurvelli. Sýningar 12.00 Lusus naturae er nýtt verk, afrakstur samstarfs myndlistarmannanna Ólafar Nordal og Gunnars Karlssonar við tónskáldið Þuríði Jónsdóttur. Hér er á ferðinni heillandi sköpunarverk þar sem saman koma tónlist og hreyfimynd en jafn- framt er lifandi tónlistar- gjörningur, sem fluttur var þrisvar á sýningartímanum. Síðasti sýningardagur er í Hafnarborg 17. júní frá 12.00 til 17.00. 14.00 Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Silfur Íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru um 2.000 silfurgripir sem allir eru smíðaðir af íslenskum silfur- smiðum, þeir elstu frá 16. eða 17. öld. Búningasilfri, borðbúnaði, kal- eikum og silfurskjöldum hefur verið komið fyrir í silfurhelli og mynda gripirnir dreka, fiðrildi og annað for- vitnilegt. Aðgangur er ókeypis á 17. júní og auk fjölskylduleiðsagnar geta gestir mátað búninga, farið í ratleiki og skoðað nýjar ljósmyndasýningar í Myndasal. Hátíðir 11.10 Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli. Karla- kórinn Heimir syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar. Karlakórinn Heimir syngur þjóðsönginn. Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Drengjakór Reykjavíkur syngur Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er Lárus H. Grímsson. 13.00 Seltjarnarnesbær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári og því verða 17. júní-hátíðarhöldin í bænum enn veglegri en undanfarin ár. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Bakkagarði við Suðurströnd og verður dagskráin haldin bæði að degi og kvöldi til. Hátíðin hefst kl. 13 með skrúðgöngu frá Mýrarhúsa- skóla sem skólahljómsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness leiðir en með í för verða trúðar, stultufólk og ýmsar furðuverur. 13.30 Afmælisveisla í Ráðhúsinu og dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli lýðveldisins. 13.30 Barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli. 13.30 Gunni og Felix 13.40 Latibær 14.00 Sirkus Íslands 14.10 Dansflokkurinn Rebel 14.20 Gói og Gloría úr Stundinni okkar 14.35 Dans- listarskóli JSB 15.00 Bjartmar Guðlaugs- son 15.15 Lína langsokkur 15.30 Dansskóli Birnu Björns 15.40 Dans Brynju Péturs 15.45 Sirkuslistamennirnir Jay og Kyle 16.00 Danshópur frá Kramhúsinu 16.10 Söngvaborg 16.35 Gunni og Felix 16.50 Pollapönk. 13.30 Barna- og fjölskylduskemmtun í Hljómskálagarði. 13.30 Trúða og töfra- sýningin Te fyrir tvo 14.00 Tóti trúður 14.20 Ævintýri Jónatans og Pálu. Stopp- leikhópurinn 14.35 Fimleikasýning frá Ármanni 14.50 Jiu Jitsufélag Reykjavíkur 15.05 Aikido sýning 15.20 Ungi litli. Leik- hópurinn Perlan 15.25 Tatyana 15.30 Sönghópurinn Gengin af göflurunum? 15.45 Halldóra Björg 15.55 Fjölskyldudans- leikur með Fjörkörlunum 16.35 Kung fu sýning 16.50 Skylmingafélag Reykjavíkur. Opið Hús 13.00 Á 17. júní verður Eldborg opnuð upp á gátt svo þjóðin geti hafið upp raust sína í einum kór, líkt og gert var í fyrra við miklar vinsældir. Garðar Cortes mun leiða þjóðsönginn ásamt Karlakórnum Heimi. Þjóðhátíðardagskráin í Hörpu verður fjölbreytt og aðgengileg fyrir alla. Ásamt fjöldasöng verður boðið upp á kóra, lúðra- þyt, sirkusatriði, danskennslu og danssýn- ingar. Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið, sem og aðrir tónlistarsnillingar. Maxímús Músíkús heilsar börnunum og gefur þeim blöðrur. Á Hörputorgi verður Skúrinn frá Reykjavík Midsummer-tónlistarhátíðinni opinn frá kl. 13 til 17. Þar verða Víkingur Heiðar Ólafsson, Davíð Þór Jónsson og félagar við spuna og leik en þeir sem vilja geta komið með nótur og spilað og sungið með. Enginn aðgangseyrir. 13.00 Safnahúsið við Hverfisgötu verður opið í tilefni af 70 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á ratleik um húsið sem leiðir hugann um víða veröld. Ratleikurinn er ætlaður allri fjölskyldunni og snýst um fjölbreytt menningartengsl Íslands við önnur lönd. Þátttakendur ratleiksins geta unnið til verðlauna með því að skrá sig í pott að loknum ratleik en tilkynnt verður um heppinn verðlaunahafa á Facebook- síðu Safnahússins. Uppákomur 11.50 Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 12.15 Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning við Arnarhól. Hópakstur Krúsers og sýning á Skothúsvegi. Krúserbandið leikur kl. 15.00. 13.00 Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg. Lúðrasveitin Svanur og Lúðra- sveit Reykjavíkur leika og Götuleikhúsið tekur þátt. 13.00 Skátaland verður með leiktæki, þrautabrautir og fleira í Hljómskálagarð- inum. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Barna- og fjölskyldudagskrá á sviði, íþrótta- sýningar, fjölskyldudansleikur og víkinga- félagið Einherjar. 13.30 Siglingakeppni hefst frá Ingólfsgarði (á bak við Hörpu). Opið hús hjá Siglinga- kúbbnum Brokey og bátar til sýnis. 14.00 Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli á útitaflinu á Bernhöfts- torfunni. 14.15 Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkusskóla á Ingólfstorgi. 16.00 Jógahjartað með fjölskyldujóga í Hallargarði. Jógatími með dansi, söng og gongslökun. Dansleikir 20.00 Léttsveit Harmónikufélags Reykja- víkur leikur fyrir dansi í harmónikuballi í Ráðhúsinu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. DREKKTU Í ÞIG FJÖRIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.