Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. júní 2014 tanga. Ekki kemur til greina að fá þangað fyrirtæki sem auka brenni- steins- og flúormengun. Um daginn undirrituðu for- svarsmenn Faxaflóahafna og bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials viljayfirlýsingu um að fyrirtækið reisi kísilverksmiðju á Kataneslandi við Grundartanga sem framleiðir sólarkísil fyrir sólarrafhlöður. Framleiðslan byggist á splunkunýrri tækni sem gerir það að verkum að loftmeng- un frá starfseminni verður sama og engin. Kísilverksmiðjan skap- ar um 400 störf. Talsmenn Silicor fóru ekki leynt með þá skoðun sína að metnaðarfull umhverf- isstefna Faxaflóahafna væri þeim að skapi. Hin hagkvæma og umhverfisvæna framleiðsluaðferð sem fyrirtækið hefur þróað á að skapa Silicor Materials mikilvægt markaðsforskot. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að frumkvæði fyrir- tækja í umhverfismálum borgar sig. Það er ekkert skrýtið. Við eigum allt okkar undir umhverfinu. ungaráð í öllum sveitarfélögum nú að loknum sveitarstjórnarkosn- ingum, og hefur því yfirleitt verið vel tekið. Með því væri kominn samstarfsgrundvöllur milli eldri borgara og sveitarstjórnarmanna. Og með því getum við haft áhrif á hvernig búið er að okkur í heima- byggð. Þannig hefur starf Lands- sambandsins verið að eflast mjög hin síðari ár, og á 25 ára afmælinu getum við litið yfir farinn veg með stolti og þakkað þeim sem hafa á liðnum árum unnið að málum okkar innan LEB af óeigingirni og lagt sig alla fram um að koma góðum málum áfram. Ég vænti þess að þannig muni það verða áfram og Landssamband eldri borgara verði virkt og sterkt afl í þjóðfélaginu sem ekki er hægt að ganga fram hjá við ákvarðana- töku um hagsmunamál hins stóra hóps eldri borgara landsins. Til hamingju með 25 ára afmælið. ➜Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávar- útvegnum nægt svigrúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina. ➜ Með samningi sem við höfum gert við velferðar- ráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.