Fréttablaðið - 30.06.2014, Qupperneq 4
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
100
50
0
250
200
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Hass
FÍKNIEFNAMÁL Gríðarlegur sam-
dráttur hefur verið í haldlögðu
magni af hassi frá hruni. Á sama
tíma hefur lögregla lagt hald á
töluvert meira af grasi og kanna-
bisplöntum.
Skýringuna
er ekki að finna
í því að lögreglu
gangi verr að
finna hassið
heldur hefur
algjört hrun
orðið í neyslu á
efninu.
Örvar Geir
Geirsson,
stjórnarmaður
í samtökunum RVK Homegrown
sem berjast fyrir lögleiðingu
kannabisefna, segir að nánast
ekkert hass sé lengur á markaðn-
um.
„Öll framleiðsla á kannabis er
orðin innlend. Síðan gjaldeyris-
höftin komu á þá hefur verið erf-
itt að koma fjármagni út úr land-
inu til að flytja efnin inn. Allt
fjármagn fór því í hina áttina, til
að fjárfesta í búnaði hér innan-
lands til að koma upp ræktun.“
Hann segir að þróunina hafi upp-
haflega mátt sjá þegar lampar og
annar ræktunarbúnaður fór að
hverfa úr gróðurhúsum.
Örvar segir jafnframt að tölu-
verður munur sé á neyslu á grasi
og hassi. „Þetta hefur verið mjög
ánægjuleg þróun þar sem grasið
fer betur í fólk en hassið.“
Umræða um lögleiðingu vímu-
efna hefur breyst á síðastliðnum
árum. Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra hefur meðal
annars gefið það út að hann vilji
endurskoða refsistefnu í fíkni-
efnamálum. Örvar segir mikla
ánægju ríkja meðal neytenda
kannabisefna vegna þessa. „Við
erum í skýjunum. Þetta virðist
allt vera á hinni jákvæðustu leið.“
Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er verðið á
grammi af grasi 3.500 krónur og
hefur það staðið í stað um nokk-
urra ára skeið. Sölumenn kanna-
bisefna bjóða jafnan upp á magn-
afslátt af efninu. Örvar bendir á
að ef tekið sé mið af verðlagsþró-
un og gengisþróun síðustu ára þá
hafi kannabisefni í raun lækkað
í verði.
Friðrik Smári Björgvinsson
yfirlögregluþjónn segir skýring-
ar á minnkandi hassneyslu vera
takmarkaðri aðgang að gjaldeyri.
Hann segir lögreglu þó ekki eiga
erfiðara með að finna smyglvarn-
ing en heimaræktun.
„Þetta er alltaf erfitt við að
eiga en ef viljinn er fyrir hendi
þá getur fólk annaðhvort flutt
inn eða framleitt. Síðan er þetta
bara spurning um vinnu, aðferðir
og mannskap, hvernig gengur að
leggja hald á efnin,“ segir Frið-
rik Smári.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur heimaræktun ein-
staklinga aukist. Sú framleiðsla
er ekki hugsuð til sölu á efninu
heldur einvörðungu einkaneyslu.
snaeros@frettabladid.is
Hassið horfið eftir hrun
Hrunið varð til þess að nánast ekkert hass er lengur að finna á íslenskum fíkniefnamarkaði. Dæmi eru um að
fólk rækti kannabisplöntur til einkanota. Neytendur eru ánægðir með viðhorfsbreytingu gagnvart neyslunni.
Í BLÁUM SKUGGA Talsmaður RVK Homegrown segir það engin áhrif hafa á mark-
aðinn þegar stórum verksmiðjum er lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FRIÐRIK SMÁRI
BJÖRGVINSSON
HALDLAGT MAGN AF HASSI OG KANNABIS
2007–2013 (KG)
Kannabis
Árið 2008 fundust 200 kg af hassi í húsbíl
sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar. Sá
innflutningur útskýrir gríðarlegan kúf á árinu.
Öll framleiðsla á
kannabis er orðin innlend.
Síðan gjaldeyrishöftin
komu á þá hefur verið
erfitt að koma fjármagni
út úr landinu til að flytja
efnin inn. Allt fjármagn
fór því í hina áttina, til að
fjárfesta í búnaði hér
innanlands til að koma
upp ræktun.
Örvar Geir Geirsson,
stjórnarmaður í RVK Homegrown
BJÖRGUN Formlegri leit að Ástu
Stefánsdóttur, sem hvarf í Bleiks-
árgljúfri um hvítasunnuhelgina, er
lokið. Björgunarsveitir hafa pakk-
að búnaði sínum saman og munu
að öllum líkindum ekki koma aftur
að leitinni.
Fossinum sem rennur um gljúfr-
ið var veitt um stokk á laugardag
og við það fundust göng í foss-
inum sem ekki er vitað hve djúp
eru eða hvar enda. „Svo virðist
sem það sem fari niður fossinn
fari niður göngin. Það fóru niður
tveir sandpokar um síðustu helgi
og það hefur ekkert sést af þeim,“
segir Svanur Sævar Lárusson, sem
stjórnað hefur leitaraðgerðum í
Bleiksárgljúfri.
Hann segist aldrei hafa séð göng
sem svipar til þeirra sem eru í
fossinum. „Það er ótrúlegt hvern-
ig náttúran getur skapað hlut-
ina.“ Björgunarsveitarmaður sem
seig niður að göngunum segist að
minnsta kosti hafa séð tíu metra
niður göngin. Hann sá þó ekki
fyrir endann á þeim og varð ekki
var við neitt fast í þeim. „Þetta
vatn hlýtur að koma einhvers stað-
ar í gegn, þó við sjáum ekki í end-
ann á þeim,“ segir Svanur.
„Þetta eru göng sem við mynd-
um aldrei senda neinn í, þetta er
það hættulegt.“ Hann segir að
fossinn sé ekki þess eðlis að nokkr-
um myndi detta í hug að hoppa
niður.
Svanur segir að erfitt sé að
hætta leit og hugur björgunar-
sveitarmanna sé hjá fjölskyldu
Ástu. - ssb
Björgunarsveitarfólk og lögregla lögðu allt kapp á að finna Ástu Stefánsdóttur en án árangurs:
Árangurslausri leit í Bleiksárgljúfri lokið
AÐ STÖRFUM Í GLJÚFRINU Aðstæður
voru mjög hættulegar björgunarsveitar-
fólki. MYND/GUÐBRANDUR ÖRN ARNARSON
GJALDTAKA VIÐ GEYSI Ríkið fór fram
á lögbann við innheimtu gjalds á ferða-
mannastaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSMÁL Garðar Eiríksson, tals-
maður landeigendafélags Geysis,
segir það ósanngjarnt að lagt
sé lögbann á gjaldtöku félags-
ins, á meðan aðrir landeigend-
ur séu látnir óáreittir. Héraðs-
dómur Suðurlands féllst í apríl á
lögbannskröfu íslenska ríkisins á
innheimtu gjalds af ferðamönn-
um við Geysi.
„Er eignarréttur okkar eitt-
hvað minna virði heldur en ann-
arra?“ spyr Garðar. „Ég tel að
núna hafi átt sér stað mismunun.“
Hann segir með engu móti
hægt að spá hverjar lyktir máls-
ins verða og að hann hafi áhyggj-
ur af næsta sumri. - gag
Segir lögbann ósanngjarnt:
Ríkið mismuni
landeigendum
SLYS Ökumaður bifhjóls sem fór
út af veginum norðan við Akra-
fjall á laugardag liggur enn
alvarlega slasaður á gjörgæslu
Landspítala.
Slysið átti sér stað rétt austan
við bæinn Kjalardal. Að sögn
lögreglunnar á Akranesi kast-
aðist maðurinn af hjólinu og lenti
töluvert frá veginum. Hann var
fluttur á slysadeild Landspítala
þar sem honum er haldið sofandi
í öndunarvél.
Tildrög slyssins eru enn ókunn
og er málið í rannsókn. - bá
Fór út af vegi við Akrafjall:
Bifhjólamaður
slasaðist mikið
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
21% er fækkun innbrota á landinu öllu milli
áranna 2012 og 2013.
Innbrot í fyrra voru 1.092 talsins
og hafa ekki verið færri frá því að
samræmd skráning hófst.
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
LÆGÐ Í SUMARFRÍI og vill auðvitað skoða Ísland! Stekkingur eða allhvass vindur
næstu daga. Talsverð rigning verður um S- og V-vert landið á morgun en einna mest
NV-til á miðvikudag. Hiti að 18 stigum á morgun en fer svo kólnandi, einkum N-lands.
9°
6
m/s
11°
7
m/s
13°
8
m/s
11°
11
m/s
8-18 m/s,
hviður við
fj öll að 35
m/s
8-15 m/s
Gildistími korta er um hádegi
27°
31°
19°
21°
24°
16°
19°
19°
19°
27°
20°
31°
27°
32°
26°
19°
20°
21°
11°
6
m/s
12°
7
m/s
16°
4
m/s
13°
8
m/s
15°
7
m/s
13°
7
m/s
8°
10
m/s
12°
11°
9°
8°
11°
12°
17°
11°
15°
10°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN