Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 10
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
tjaldaðu
ekki til einnar nætur
High Peak Como
37.990 / 44.990 KR.
4 og 6 manna traust
fjölskyldutjald
High Peak ancona
59.990 KR.
5 manna þægilegt
fjölskyldutjald
High Peak cave
26.990 KR.
2 manna þægilegt
göngutjald
The north face talus 3
64.990 KR.
3 manna létt og rúmgott
göngutjald
Frábært úrval af tjöldum í glæsibæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Skrúfur og festivörur
í Múrbúðinni
Rifflur
sem skera
viðinn
Ruspert ceramic
húðun þolir meira
en 2000 tíma
saltupplausn
Torx
Týpa 17 oddur
auðveldar skrúfun!
„Torque” rifflur
minnka viðnám
og hreinsa gatið!
Skrúfur-stærðir 4-6mm allt að 140mm langar
A4 A2 Rafgalv Ruspert Gipsskrúfur Kopar
Mikið úrval af skrúfum og festingavörum
Ruspert skrúfan sem iðnaðarmenn velja.
Pakki af þessum
Ruspert skrúfum
4,5x50 200 stk
kostar kr. 1.095
DÓMSMÁL Allir héraðsdómstólar
landsins nema Héraðsdómur
Reykjavíkur geyma framlögð rann-
sóknargögn í málum er snerta hús-
leit eða hleranir. Þetta kemur fram
í svörum við fyrirspurnum Frétta-
blaðsins til héraðsdómstóla landsins
sem og svörum dómstólanna við fyr-
irspurnum lögfræðinga Samherja.
Samkvæmt lögum um sakamál
ber dómstólum að geyma fram-
lögð gögn, en dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur segir vafa ríkja
um gögn sem lögð séu fram á rann-
sóknarstigi. Ingveldur Einarsdótt-
ir, héraðsdómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, hefur verið kærð
meðal annars vegna þess að máls-
skjöl og fylgigögn við úrskurð um
húsleitarheimild hjá Samherja árið
2012 finnast ekki hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Í 15. grein sakamálalaga segir:
„Skjöl, sem eru lögð fram í dómi,
skulu vera í frumriti séu þau tiltæk.
Þau skulu merkt í áframhaldandi
töluröð og vottuð um framlagn-
ingu.“ Í annarri málsgrein sömu
lagagreinar segir: „Framlögð skjöl
skulu varðveitt í skjalasafni hlutað-
eigandi dómstóls þar til þau verða
afhent Þjóðskjalasafni.“
Sigurður Líndal lagaprófessor
segir dómstóla verða að haga vinnu
sinni þannig að þeir vinni eins á
öllu landinu. Það sé ekki æskilegt
ef vinnulag um geymslu gagna sé
mismunandi eftir umdæmum hér-
aðsdómstóla.
Ingimundur Einarsson, dóm-
stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur,
tekur undir að óheppilegt sé að
menn viðhafi ekki sömu vinnu-
brögð í öllum héraðsdómstólum
landsins, en segir Héraðsdóm
Reykjavíkur fara að lögum.
„Þetta hefur alla tíð verið gert
með þessum hætti,“ segir Ingi-
mundur. Hann segir vafa leika
á hvort dómstólnum sé skylt að
geyma gögn sem eru lögð fram
þegar óskað er eftir heimild til hús-
leitar eða símahlerunar.
„Málið hefur ekki verið höfð-
að, þarna er verið að óska eftir
úrskurði á rannsóknarstigi, en það
er ekki verið að höfða málið með
þessu,“ segir Ingimundur.
Hann segir að í þessu líti dóm-
stóllinn til 103. greinar sakamála-
laga, þar sem fjallað er um fram-
gang rannsóknarmála fyrir dómi.
Þar segir að lögreglustjóri eða
ákæruvaldið skuli leggja skriflega
og rökstudda kröfu um atbeina
dómara fyrir dómstólinn. Þeirri
kröfu eiga að fylgja þau gögn sem
hún styðst við. Þar er ekkert tekið
fram um hvort dómstóllinn skuli
geyma gögn eða ekki.
Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélags Íslands, hefur tjáð
sig um málavöxtu á þann hátt að
eðlilegt sé að rannsóknargögn
séu ekki geymd. Hann skrifar á
Facebook-síðu sína: „Rannsóknar-
gögn „liggja þannig frammi“ þegar
mál er tekið fyrir en eru ekki „lögð
fram“ þannig að þau verði að dóm-
skjölum og varðveitt hjá viðkom-
andi dómstól. Þess er því ekki að
vænta (eðlilega) að rannsóknar-
gögn sé að finna í skjalasafni hér-
aðsdóms.“
Þetta virðist stangast á við
ákvæði 15. greinar sakamálalaga,
sem dómstólar eiga að fara eftir.
„Það er mikill munur á því að
rannsóknargögn séu lögð fram
sem skjöl í málum eða hvort rann-
sóknargögn liggi frammi þannig að
dómari geti glöggvað sig á mála-
vöxtum til að úrskurða um heimild
til hlustunar eða húsleitar. Rann-
sóknargögn eru afar viðkvæm.
Einnig þyrfti að hugsa þessi mál
alveg upp á nýtt ef þyrfti að geyma
öll gögn hjá dómstólnum,“ segir
Skúli í samtali við Fréttablaðið.
„Það er rétt að öll skjöl sem lögð
eru fram í málinu eru geymd og
eiga að vera geymd samkvæmt
lögum.“ sveinn@frettabladid.is
brjann@frettabladid.is
Óljóst hvort dómar
eigi að geyma gögn
Dómstólar landsins viðhafa ekki sama verklag í hlerunar- og húsleitarmálum. Allir
aðrir dómstólar en Héraðsdómur Reykjavíkur geyma öll gögn. Dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur segir vafa leika á hvernig túlka skuli lögin en segist fara að lögum.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Héraðsdómurinn er sá eini á landinu þar sem
skjöl eru ekki geymd í úrskurðum um hlustun og húsleit.
Sigurður Líndal lagaprófessor telur lagabókstafinn
hvað varðar geymslu rannsóknargagna nokkuð skýran.
Lögin kveða á um að leggja skuli fram gögn í málum
um rannsóknarúrskurði og gögnin eigi að vera geymd
hjá héraðsdómi þar til þau fara til Þjóðskjalasafns.
Þegar hann er spurður út í muninn á því að gögn „liggi
frammi“ og að gögn séu „lögð fram“ er fátt um svör.
„Ég játa það að ég skil þetta eiginlega ekki. Þetta þarf
líklega að senda í guðfræðideildina, þeir eru fræðingar
í því að reyna að skilja það sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður.
„Lögin eru nokkuð skýr“
Það er
mikill munur
á því að
rannsóknar-
gögn séu lögð
fram sem
skjöl í málum
eða hvort rannsóknargögn
liggi frammi þannig að
dómari geti glöggvað sig á
málavöxtum til að úr-
skurða um heimild til
hlustunar eða húsleitar.
Skúli Magnússon,
formaður Dómarafélags Íslands
HLÍFÐARBÚNAÐUR Meðlimur samtakanna Læknar án landamæra setur á sig
hlífðargleraugu áður en hann sinnir sjúklingum sem eru í einangrun. NORDICPHOTOS/AFP
SÍERRA LEÓNE, AP Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í
Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án
landamæra. Alls hefur verið staðfest að 599 hafa smitast af vírusnum
og 338 hafa látist í Líberíu, Gíneu og Síerra-Leóne. Þetta er versti
ebóla-faraldurinn sem vitað er af.
Engin lækning er til við ebóla-vírusnum. Hann veldur innvort-
is blæðingum og líffærabilun. Vírusinn smitast milli manna meðal
annars í jarðarförum þeirra sem hafa látist af hans völdum. Rúmlega
helmingur þeirra sem smitast af ebóla-vírusnum deyr. - bj
Nærri 600 smitast af ebóla-vírusnum í þremur Afríkuríkjum:
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus