Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 11

Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 11
MÁNUDAGUR 30. júní 2014 | FRÉTTIR | 11 HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN GÓÐ KAUP HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HRÍSEY Á fundi bæjarráðs Akureyrar síðastlið- inn fimmtudag var samþykkt samkomulag við K&G fiskverkun í Sandgerði um forkaupsrétt á aflaheimildum í Hrísey. Forsaga málsins er sú að K&G fiskverkun keypti allar eignir fyrir- tækisins Hvamms í Hrísey í maí síðastliðnum. Í febrúar sagði Hvammur upp öllum starfs- mönnum sínum og áformaði að loka vinnslu sinni í eynni. Fimmtán starfsmenn unnu hjá fyrirtækinu og hefði þetta þýtt mikla blóðtöku í atvinnulífinu í eynni. Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður Akureyrarkaupstaðar, segir að þetta sam- komulag sé góð niðurstaða fyrir sveitarfélagið. „Samkomulagið snýr að því að ef K&G ákveður að selja aflaheimildir sínar í eynni eða flytja þær annað hefur Akureyrarkaupstaður for- kaupsrétt á aflaheimildunum.“ Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, telur meginmarkmiðið vera að efla byggð í eynni og að þetta hafi verið eitt skref í þeirri vegferð. „Þetta samkomulag er þannig að við tryggj- um okkur forkaupsréttinn. Ákveðin umræða fór af stað í þjóðfélaginu eftir hagræðingar- aðgerðir Vísis í Grindavík og við vildum vera viss um að þetta myndi ekki henda í Hrísey,“ segir Eiríkur Björn. - sa Samkomulag hefur náðst milli Akureyrarbæjar og K&G fiskverkunar um forkaupsrétt á kvóta í Hrísey: „Markmiðið að styrkja byggðina í Hrísey“ HRÍSEY Akureyrarbær hefur tryggt sér forkaupsrétt á aflaheimildum í eynni. MYND/ANNA TRYGGVADÓTTIR HELLUHRAUN Þykkan, svartan reyk lagði yfir nágrennið. FRÉTTABLAÐIÐ/HG BRUNI Eldur kviknaði í ruslahaug við Helluhraun í Hafnarfirði á þriðja tímanum á laugardag. Lið frá tveimur slökkvistöðvum voru kölluð út og rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið girti svæðið af og gerði ráðstafanir líkt og um sprengihættu væri að ræða. „Við vildum umgangast eldinn af mikilli varúð, því þegar það er eldur í svona haug veit maður aldrei hvað leynist í honum,“ segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. - kak Slökkvilið kallað út: Eldur kom upp í ruslahaug SÝRLAND, AP Rúmlega 7.000 manns, aðallega uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta, hafa fallið í átökum milli uppreisnar- hópa í norðurhluta Sýrlands á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá breskum mannréttindasam- tökum sem starfa á svæðinu. Frá því í janúar hafa samtökin skráð nöfn þeirra sem hafa fallið í átökum milli uppreisnarmanna sem eru annars vegar tengdir al- Kaída og hins vegar uppreisnar- manna í samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, ISIS. Nöfnin eru nú orðin 5.641 tals- ins. Nöfn um 1.200 til viðbótar hafa ekki verið staðfest. Þá hafa 650 óbreyttir borgarar látið lífið. - bþ Uppreisnarmenn berjast: Um 7.000 látnir frá því í janúar ÍSLENSKT VEGABRÉF Íslendingar geta ferðast til 165 landa án áritunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Íslensk vegabréf koma handhöfum sínum til 165 landa án þess að þeir þurfi sér- staka vegabréfsáritun. Aðeins 24 lönd gefa út „öflugra“ vegabréf að þessu leyti, samkvæmt nýleg- um lista tímaritsins Good. Í efsta sæti listans tróna Svíþjóð, Finnland og Bretland. Handhafar vegabréfa frá þessum löndum geta ferðast til 173 annarra landa án áritunar. Vegabréf frá Afganistan verma neðsta sæti listans en aðeins 28 lönd hleypa handhöfum slíkra vegabréfa inn án áritunar. - bá Áritun óþörf í 165 löndum: Íslensk vegabréf þau 25. bestu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.