Fréttablaðið - 30.06.2014, Síða 12
30. júní 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði
í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirn-
ar sem orðið hafa í landinu á undanförn-
um áratugum hafi ekki nýst landinu öllu?
Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar
hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk
í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýð-
veldistökuna?
Ég held að svarið við báðum spurning-
unum sé nei. Það kom reyndar fram í máli
ráðherrans að það er ekki séríslenskt
fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr
sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og
bæjum á stærri þéttbýlissvæði.
Enn má spyrja og nú hvort það sé sér-
stakt hlutverk stjórnmálanna að sporna
við þessari þróun? Svarið við því er líka
nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmál-
anna að stuðla að því að fólk hafi það sem
best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar
sem það kýs að búa. En það er ekki hlut-
verk stjórnmálanna að berjast gegn þró-
uninni.
Auðvitað hafa orðið gífurlegar fram-
farir um allt land. Það er óskynsamlegt að
gefa annað í skyn. Samt sem áður getur
verið full þörf á að styrkja innviði, sam-
göngur og fjarskipti til að nefna augljós
verkefni.
Ég hef minni áhyggjur af landsbyggð-
inni en því að 12.000 börn á Íslandi búi
eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og
fram kom í skýrslu sem birt var í apríl.
Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað
er til þess að landsbyggðin á öflugan her
þingmanna sem heldur hag hennar á lofti.
Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt.
– Kannski er rétt að rifja upp að 7.000
manns búa á Vestfjörðum.
Með fjárlögum samþykkti Alþingi að
barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu.
Reglur um úthlutun gefa tilefni til að
ætla að afgangur verði og að tugir millj-
óna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu
verkum þingsins var að fella tillögu sem
hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til
barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin
eyða umtalsverðum fjármunum í hreppa-
flutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar.
– Stundum skilur kona ekki forgangsröð-
unina.
Um forgangsröðun
fyrir börn í Suður-Súdan
Neyðarákall
Hundruð þúsunda barna búa við
sára neyð og hungur í Suður-Súdan.
Þau þurfa hjálp – núna!
Súdan
Eþíópía
Mið-Afríku-
lýðveldið
Suður-Súdan
Sendu sms-ið
BARN í númerið 1900
og gefðu 1.900 krónur
➜ Nú hyggst ríksstjórnin eyða
umtalsverðum fjármunum í
hreppafl utninga frá Hafnarfi rði til
Akureyrar. – Stundum skilur kona
ekki forgangsröðunina.
STJÓRNMÁL
Valgerður
Bjarnadóttir
þingmaður
Samfylkingarinnar
Þ
að er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna
og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsinga-
mála skyldi skikka borgina til að birta niðurstöður um
frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni
svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammi-
stöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar
sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla.
Borgarstjórnarmeirihlutinn
hafði fyrir kosningar hafnað
kröfum sjálfstæðismanna í
borgarstjórn og margra for-
eldra um að niðurstöðurnar
yrðu birtar. Úrskurðarnefndin
var hins vegar ósammála þeirri
skoðun borgarstjórnarmeirihlut-
ans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga
og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenning-
ur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í
Reykjavík standa.
Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða
skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga
hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið
verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess
skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki
með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan
fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka
niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í
hverfinu sé svona eða hinsegin.
Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í
hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurn-
inga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við
síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á
við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum
þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er
svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu
samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr sam-
ræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi
en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að
þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðru-
vísi til að styðja betur við börnin heima fyrir?
PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheil-
brigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa
haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað
er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera
til að bæta árangur skólanna.
Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður
væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fag-
fólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina
og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að
bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og
aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skól-
anna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði
foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins
vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í
auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur
aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Borginni gert að birta niðurstöður PISA-könnunar:
Aðhald í krafti
upplýsinga
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Fljótt flýgur Fiskistofa
Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega-
og nýsköpunarráðherra, stimplaði sig
rækilega inn í umræðuna fyrir helgi
þegar hann mætti á kontórinn hjá
Fiskistofu og tilkynnti öllum að búll-
unni yrði svo gott sem lokað. Nú hefur
komið á daginn að lögfróðir menn telja
ákvörðunina ólögmæta. Ráðherra
hefði mátt segja sér það
sjálfur enda er það fólki í fersku
minni þegar dómur féll gegn
ríkinu þegar Landmælingar
Íslands voru fluttar með
sambærilegum hætti.
Það er raunar alveg
með ólíkindum að
engar viðvörunarbjöllur
hafi farið í gang hjá
starfsmönnum ráðu-
neytisins, aðstoðar-
mönnum og ráðherrum í ríkisstjórn
áður en ákvörðunin var tekin.
Ekki benda á mig
Það eru fleiri fréttir úr atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu. Það hefur
komið upp úr dúrnum að nær allt
íslenskt grænmeti hefur síðastliðin
tólf ár verið merkt vottun sem ekkert
eftirlit hefur verið með. Svo virðist
sem ráðuneytið sjálft hafi gleymt
að fylgja eigin reglugerð eftir.
Sigurður Ingi furðar sig á því að
kartöflubændurnir hafi
notað vottunina í öll
þess ár þrátt fyrir eftir-
litsleysið en gleymir
ábyrgð ráðu-
neytisins í þeim
efnum. Er það
ekki ráðuneyti
landbúnaðar sem á að sjá til þess að
bændur geri hlutina almennilega?
Í hópi öfgaflokka
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið
heldur óskemmtilega félaga til
liðs við sig í Samtökum evrópskra
íhaldsmanna. Finnski flokkurinn
hefur sótt um aðild að samtökunum
sem Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðarráðherra er varaforseti að.
Finnski flokkurinn hefur meðal
annars lagt til að þeir útlendingar
sem búi í Finnlandi beri merki
á erminni svo unnt sé að
þekkja þá. Spurning hvort
Ragnheiði takist að standa
í vegi fyrir rasistunum sem
nú banka og vilja komast
inn.
snaeros@frettabladid.is