Fréttablaðið - 30.06.2014, Síða 13

Fréttablaðið - 30.06.2014, Síða 13
MÁNUDAGUR 30. júní 2014 | SKOÐUN | 13 Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veru- leikinn sé endilega alltaf hafð- ur með í ráðum. Sama þjóð og taldi ekki eftir sér að áminna fjölmenningarsamfélög Evr- ópu strengilega um að sýna enga fordóma lét skömmu síðar borgarstjórnarkosningar snúast um hugsanleg vanda- mál kringum órisna mosku sem að dómi fjölda manns – fordómi – myndi leiða til nauð- ungarhjónabanda í stórum stíl og jafnvel innleiðingu sjaría- laga hér á landi. Og nú er okkur ætlað að trúa því að Akureyri sé jaðar- byggð, sem þurfi sárlega á því að halda að fólk sé flutt þang- að nauðungarflutningum enda sé það stórfellt hagsmunamál svonefndrar „landsbyggðar“ að fólki sé gert að búa utan Reykjavíkur. „Landsbyggðin“? Eru það hagsmunir fólks á Flateyri að Fiskistofa starfi á Akureyri fremur en í Reykja- vík? Breytir það einhverju fyrir fólk á Höfn í Hornafirði? Líta íbúar í Vík í Mýrdal á Akureyri sem sína höfuðborg? Eru Akureyri og Hellisandur einhvers konar eining sem standi andspænis Reykjavík? Eða eiga kannski Akureyri og Stykkishólmur það eitt sam- eiginlegt að vera ekki Reykja- vík? Er það nóg? Hver er þessi „lands- byggð“? Allt sem er ekki Reykjavík? Íslendingabyggðir utan Reykjavíkur? Eru þá Kaupmannahöfn og Winni- peg „landsbyggðin“? Og ef við höldum okkur við þessa eyju: hvar drögum við mörkin? Er Álftanes „landsbyggðin“? Kópavogur? Skútuvogur? Grensásvegur? Síðast þegar ég gáði var Akureyri blómlegt bæjar- félag og Akureyringar stoltir og harðmæltir, myndarlegt fólk upp til hópa, duglegir að þvo bílana sína og klippa hekkin; vinnusamt og vandað fólk sem ekki þarf á neinni ölmusu að halda, og allra síst því að fólk sé neytt til þess að flytja þangað frá Reykjavík. Það hlýtur að vera óskemmti- legt að fá nágranna sem látinn hefur verið flytja í götuna til manns. Á Akureyri eru ágætir innviðir og haldi þeir áfram að reka sitt góða leikfélag, rækta kórana sína fínu, hlúa að þeirri merkilegu myndlist- arhefð sem bærinn á – gæti þeir þess að eiga góða skóla, góða heilbrigðisþjónustu, skemmtilegt íþróttastarf og fallegan miðbæ – rækti þeir sem sagt garðinn sinn á öllum sviðum – þá dafnar bærinn því að það er alveg rétt sem Sigmundur Davíð segir, að það er gott að búa á Akureyri og Norðurlandi yfirleitt. En fólk verður að fá að fara þangað á eigin forsendum – eða að minnsta kosti öðrum forsend- um en þeirri að afla honum atkvæða í bænum. Sjálfur er Sigmundur Davíð aðkomumaður að sunnan. Og vill nú vera velgjörðarmaður að sunnan. Hann sáldrar silfr- inu úr opinberum sjóðum í þetta kjördæmi og hyggst nú skikka sjötíu manna vinnustað til að flytja norður, með manni og mús: Ykkur mun víst líða vel á Akureyri, segir hann eins og hann ráði því eitthvað hvernig fólki líður einhvers staðar. Hvert er umboð hans? Hann er með rúm tuttugu og fjögur prósent atkvæða í síð- ustu alþingiskosningum á bak við sig; samkvæmt könnunum nýtur flokkur hans um þessar mundir stuðnings um tólf pró- senta landsmanna. Pólaríseringin Auðvitað er borgarlífið í Reykjavík um sumt ólíkt því sem gerist annars staðar á landinu. En við skulum heldur ekki lifa okkur of mikið inn í þann mun, eins og manni virð- ist vera tilhneiging til að gera um þessar mundir. Reykja- vík er ekki heimsborg heldur safn þorpa. Flestir Reykvík- ingar hafa tengsl við aðra staði á landinu. Reykjavík á sitt frjálsræði þar sem börnin mega ólmast úti og sín skíða- svæði, sína hestamennsku og sínar bensínstöðvar, rétt eins og aðrir bæir; hún á sitt fásinni og sína einsemd rétt eins og aðrir bæir; sitt skíta- veður og sinn gráma; sínar bílskúrshljómsveitir og sitt bryggjudorg, rétt eins og aðrir bæir. Það er vissulega fleira fólk í Reykjavík en í öðrum bæjum en á góðviðris- degi er samt meiri borgar- bragur á göngugötunni á Akureyri en í Austurstræti. Ef við höfum á annað borð áhuga á að halda saman íslensku ríki þar sem búi eitt- hvert mengi sem kenna má við íslenska þjóð er þessi póla- væðing varasöm. Hún hentar óprúttnum pólitíkusum sem vilja láta sem svo að þeir gæti hagsmuna síns kjördæmis af harðfylgi, með því að veita þangað opinberu fé. En þeir leiðrétta ekki það sem skiptir máli. Aðförin að lífsafkomu fólks í dreifðum byggðum landsins er ekki fólgin í því að opinberar stofnanir séu stað- settar í höfuðborginni þar sem stjórnsýslan er, heldur hinu að sjávarbyggðirnar hafa sumar hverjar misst réttinn til þess að sækja lífsbjörgina sem er að finna í hafinu allt í kring. Það er stóra málið fyrir „landsbyggðina“, ekki hitt að láta velgjörðarmenn mylgra í sig smáræði samkvæmt smá- skammtalækningum stjórnar- flokkanna, sem styðja með ráðum og dáð það fyrirkomu- lag að óveiddur fiskurinn í sjónum sé í eigu örfárra kvóta- fursta sem fá að ráðskast að vild með fjöregg byggðanna. Þeim hentar að benda á Reykjavík sem keppinaut „landsbyggðarinnar“ en við eigum ekki að hlusta á þetta latteþvaður í þeim. Það var vel til fundið að fá karlakór- inn Heimi til að syngja á 17. júní – ekki af því að þar með væri Reykjavík hernumin heldur af því að hann er part- ur af reykvískri menningu, rétt eins og graffið og rappið úr Vesturbænum í Reykjavík og Breiðholtinu er partur af skagfirskri menningu. Akur- eyri er ekki „landsbyggðin“, alls staðar sniðgengin, heldur ríkt samfélag sem allra síst þarf á velgjörðarmönnum að halda. Velgjörðarmaður að sunnan Sjálfur er Sigmundur Davíð aðkomumaður að sunnan. Og vill nú vera velgjörðarmaður að sunnan. Hann sáldrar silfrinu úr opinberum sjóðum í þetta kjördæmi og hyggst nú skikka sjötíu manna vinnustað til að flytja norður, með manni og mús. citroen.is C3 LÆGRA VERÐ - FRÁ 2.250.000 KR. Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17. Við frumsýnum nýja bíltækni á lægra verði. Hinar nýju PureTech vélar frá Citroën hafa meiri kraft, lægri eldsneytiseyðslu og 25% minni losun koltvísýrings en fyrri kynslóðir slíkra véla. Eldsneytiseyðsla Citroën C3 með nýju PureTech vélinni er aðeins 4,3 l/100 km í blönduðum akstri. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Komdu og reynsluaktu vel búnum Citroën C3. CRÉATIVE TECHNOLOGIE NÝR CITROËN C3 LÆGRA BÍLVERÐ - MINNI EYÐSLA Ritstjóri Fréttablaðsins, Ólafur Stephensen, lofsamar áfanga- skýrslu stjórnarskrárnefndar undir forystu Sigurðar Líndal. Segir hana góða byrjun og betri en klúður stjórnlagaráðs sem sett hafi fram illa ígrundaðar til- lögur, mótsagnakenndar og inni- bera gríðarlega stjórnskipunar- lega óvissu. Fróðlegt væri að fá nánari útlistingu á þessu í næsta ritstjórnarpistli. Sannleikurinn er sá að stjórnlagaráð áttaði sig fljótt á því að enngildandi stjórnarskrá var og er barn síns tíma. Hún fjallar að stórum hluta um for- setann, valdmörk eru óskýr og í hana vantar auð- linda- og umhverfisákvæði. Með frábært undir- búningsstarf stjórnlaganefndar í höndunum og áherslur þjóðfundar um jafnt atkvæðavægi, per- sónukjör og beint lýðræði var niðurstaða stjórn- lagaráðsliða ótvírætt sú að betra væri að semja nýja stjórnarskrá en að lappa upp á þá gömlu. Ólafur Stephensen fagnar því að breytingar á stjórnarskrá séu nú ræddar í aflokaðri, flokkspóli- tískri nefnd. Hann er hvorki sá fyrsti né eini því þessi háttur hefur verið á hafður allt frá fyrstu endurskoðun stjórnarskrárinnar í byrjun lýðveld- istímans. Samstaða um gagngerar breytingar hefur aldrei náðst og öll þessi yfirlega engu þjónað nema til að fresta valdaafsali ráðamanna til þjóðarinnar. Nefnd Sigurðar Líndal mun ekki skipta sköpum og áfram munu frekustu dætur og synir þessa lands flíka eiginhagsmunum í skjóli lögleysu. Tillögur stjórnlagaráðs kröfðust hinsvegar nýrra leikreglna. Ólafur Stephensen gerir lítið úr þeim fullyrðing- um sumra stjórnlagaráðsmanna að hunsun þjóð- aratkvæðagreiðslunnar 2012 um tillögur stjórn- lagaráðs sé ígildi valdaráns. En þó skriðdrekar og byssur komi hvergi nærri liggur þjóðarvilji fyrir, tillögurnar hlutu blessun afgerandi meiri- hluta þeirra sem kusu að láta sig málið varða. Vissulega var þjóðaratkvæðagreiðslan ráðgefandi en hlutverk hennar skýrt: Að ljúka því ferli sem fólst í því að láta þjóðina smíða sína eigin stjórnar- skrá. Að svipta þjóðina svo þessu réttfengna valdi og umsnúa niðurstöðunni hlýtur að mega kallast valdarán. Í lok ritstjórnarpistils síns lýsir Ólafur Stephen- sen tillögum stjórnlagaráðs sem hrærigraut og stjórnlagaþinginu sem misheppnaðri tilraun. Hafi Ólafur mætt á kjörstað í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs hefur atkvæði hans væntanlega fall- ið í samræmi við þessi orð hans. Hinir voru fleiri sem litu tillögurnar öðrum augum og kallast það lýðræði. Höfum það hugfast. Vond töf STJÓRNARSKRÁ Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.