Fréttablaðið - 30.06.2014, Page 14

Fréttablaðið - 30.06.2014, Page 14
30. júní 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14 Enn syrtir í álinn í Sýr- landi og blóðugt borgara- stríðið í landinu teygir nú anga sína út fyrir landa- mærin. Hætt er við að sú hugsun sé að skjóta rótum að lítið sé hægt að gera annað en að selja stríðandi fylkingum vopn og horfa á þær brytja hvor aðra niður. Alþjóðasamfélagið má ekki snúa baki við sýrlensku þjóðinni og láta þennan heimshluta verða enda- lausri grimmd og vargöld að bráð. Tala látinna er líklega komin vel yfir 150 þúsund. Körlum, konum og jafnvel börnum er hrúgað inn í fangelsi og frumstæðar dýflissur sem eru að springa utan af þeim. Aftökur og hroðalegar pyntingar eru algengar. Fólk deyr einnig úr hungri og smitsjúkdómum sem voru fátíðir þar til fyrir skemmstu. Miðborgir hafa verið lagðar í rúst og sama máli gegnir um sumt af því merkasta sem mannkynið hefur skapað á sviði húsagerðar- listar og menningar. Sýrland er í vaxandi mæli hrunið ríki. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt hart að sér að takast á við hinar djúpu rætur átakanna og skelfi- legar afleiðingar þeirra. Mannúð- araðstoð okkar og önnur viðleitni bjargar mannslífum og dregur úr þjáningum. En okkur hefur ekki tekist að ná aðalmarkmiði okkar, að binda enda á ófriðinn. Þær litlu friðarvonir, sem voru til staðar, hafa fuðrað upp á báli ofbeldis og flokkadrátta trúarhópa í Írak. Nú er hætta á að tvö en ekki eitt meiri- háttar ríki sundrist. Eftirfarandi sex atriði geta vísað veginn til framtíðar: Í fyrsta lagi verður að binda enda á ofbeldið. Það er ábyrgðarlaust af erlendum öflum að veita áfram- haldandi hernaðaraðstoð til aðila sem fremja óhæfuverk og brjóta bæði grundvallarsjónarmið mann- réttinda og alþjóðalög. Ég hef hvatt Öryggisráðið til að koma á vopna- sölubanni. Deiluaðilar verða að setjast niður hvorir andspænis öðrum við samningaborðið. Hve margir þurfa að deyja áður en það gerist? Í öðru lagi verður að vernda almenning. Sameinuðu þjóðirnar halda áfram að veita og stjórna mannúðaraðstoð. En ríkisstjórnin heldur áfram að setja blygðunar- lausar skorður við aðstoð. Dæmi eru um að lyf séu fjarlægð þegar neyðaraðstoð er send í bílalest- um. Heilu samfélögin eru svelt til að refsa þeim fyrir fylgispekt við stjórnarandstöðuna. Sumir hópar uppreisnarmanna hafa einnig gert sig seka um að beita hungurvopn- inu. Að auki hefur alþjóðasamfé- lagið aðeins lagt fram þriðjung af því sem til þarf til að hjálpa nauð- stöddum. Ég hvet enn til að umsátri verði aflétt og mannúðaraðstoð sé hvarvetna hleypt í gegnum víglín- ur og alþjóðleg landamæri. Í þriðja lagi verður pólitískt ferli að hefjast af alvöru. Stríð- andi fylkingar komu kerfisbundið í veg fyrir að þrotlaus friðarvið- leitni tveggja af hæfustu stjórn- arerindrekum heims, Kofis Annan og Lakhdars Brahimi, skilaði árangri. Forsetakosningar fyrr í þessum mánuði voru enn eitt áfall- ið en þær fullnægðu ekki einu sinni einföldustu skilyrðum fyrir því að atkvæðagreiðsla geti talist trú- verðug. Senn mun ég skipa nýjan sérstakan erindreka til að leita pólitískrar lausnar og umskipta í átt til nýs Sýrlands. Ríki í þessum heimshluta bera sértaka ábyrgð og ber að hjálpa til við að binda enda á stríðið. Ég lýsi ánægju með nýleg samskipti Írans og Sádi-Arabíu og vona að þeim auðnist að efla traust og láta af skaðlegri samkeppni sem hefur haft alvarlegar afleiðingar í Sýrlandi, Írak, Líbanon og víðar. Hópar innan raða borgaralegs samfélags í Sýrlandi hafa af miklu hugrekki reynt að halda samfé- laginu í einu lagi og haldið opnum samskiptaleiðum og sýnt innbyrðis samstöðu. Í fjórða lagi þarf að tryggja að hinir seku séu látnir sæta ábyrgð fyrir alvarlega glæpi. Í síðasta mánuði tókst ekki að tryggja samþykki ályktunar um að veita Alþjóðlaglæpadómstólnum umboð til að fjalla um átökin. Ég hvet þau ríki, sem stóðu í veginum fyrir samþykktinni en segjast engu að síður vilja að sekir séu dregnir til ábyrgðar, til að stinga upp á trú- verðugum valkosti við Alþjóða- glæpadómstólinn. Sýrlenska þjóð- in á réttlæti skilið og grípa þarf til aðgerða gegn refsileysi. Í fimmta lagi ber að ljúka eyð- ingu efnavopna í Sýrlandi. Sam- einuðu þjóðirnar og Samtökin um bann við efnavopnum hafa unnið saman við að eyða öllum efna- vopnum sem tilkynnt hefur verið um eða fjarlægja þau frá landinu. Mörg aðildarríki hafa veitt bráð- nauðsynlega aðstoð og stuðning við þetta erfiða verk á styrjaldar- svæði. Í sjötta lagi þarf að taka með í reikninginn allan þennan heims- hluta, þar á meðal þá ógn sem staf- ar af öfgamönnum. Erlendir víga- menn berjast með báðum aðilum og virka sem olía á eld ofbeldis og gagnkvæms haturs trúarhópa. Við ættum hvorki að fallast fyrir- varlaust á málflutning Sýrlands- stjórnar sem útmálar alla andstæð- inga sína sem hryðjuverkamenn, né að líta fram hjá raunverulegri hættu á hryðjuverkum í Sýrlandi. Binda verður enda á fjármögnun og annan stuðning í heiminum við Jabhat al-Nusra, Íslamska ríkið Írak og al-Sham. Öllum samfélög- um í Írak stafar einnig hætta af ISIS; það skiptir sköpum ef allir leiðtogar heimshlutans, jafnt póli- tískir sem trúarlegir, hvetja til stillingar til að koma í veg fyrir hrinu árása og gagnárása. Á þessari stundu er sú bábilja að hernaðarsigur geti unnist, stærsti Þrándur í götu þess að bundinn sé endi á stríðið í Sýrlandi. Ég vísa á bug þeirri túlkun atburða að rík- isstjórn Sýrlands sé „að vinna“. Það er ekki sigur að leggja undir sig landsvæði með því að beita loftárásum á þéttbýl svæði byggð óbreyttum borgurum. Það er ekki sigur að svelta samfélög, sem fang- elsuð eru í herkví, til uppgjafar. Jafnvel þótt annar styrjaldaraðil- inn kunni að hafa yfirhöndina til skamms tíma litið, hefur hrika- legt mannfallið sáð fræjum kom- andi ófriðar. Stórhættulegt sundurlyndi trúar- hópa, gríðarlegur flóttamanna- straumur, dagleg myrkraverk og óstöðugleiki sem breiðist út valda því að borgarastríðið í Sýrlandi er orðið ógn á heimsvísu. Öll þau gildi sem við stöndum fyrir og sjálf ástæðan fyrir tilvist Samein- uðu þjóðanna er í veði í þeirri ger- eyðingu sem Sýrland hefur orðið að bráð. Það er löngu kominn tími til að alþjóðasamfélagið, og þá sér- staklega Öryggisráðið, axli ábyrgð sína. Borgarastríðið í Sýrlandi: Ógn á heimsvísu Nú í júnímán- uði hafa birst fréttir af tveimur kærum á hendur dómurum við Hæstarétt, annar þeirra er skip- aður dómari en hinn settur. Hvort tveggja málin tengj- ast úrskurðum um húsleitir og/ eða símhlerun. Kæran á hendur hinum skipaða dómara fyrir að falsa úrskurð um símhlerun beindist einnig að Sér- stökum saksóknara og ef til vill fleirum. Það mál mun hafa verið afgreitt af Ríkissaksóknara, þangað sem kærunni var beint, og ekki talin efni til aðgerða. Síðara málið gegn settum dóm- ara varðar rösklega tveggja ára gamlan úrskurð um húsleit og virðist dómarinn, sem þá var við Héraðsdóm Reykjavíkur, vera kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir að hafa kveðið upp rangan úrskurð! Á meðal lögmanna, og raunar annarra lögfræðinga, þar á meðal dómara, er það mjög algeng skoð- un að lagareglur um úrskurði um húsleitir og símhleranir og aðrar rannsóknaraðgerðir sem ganga mjög nærri persónufrelsi fólks, séu verulega gallaðar og regl- urnar sjálfar og framkvæmdin þarfnist mikilla endurbóta. Þeirr- ar skoðunar var meðal annars Róbert Spanó, þegar hann var rit- stjóri Tímarits lögfræðinga, en hann hefur nú tekið sæti í Mann- réttindadómstóli Evrópu. Helstu gallarnir við meðferð slíkra mála eru að þar hefur ákæru- eða rannsóknar- vald eitt aðgang að dómstóli, en sá sem húsleit eða hlerun á að sæta fréttir ekk- ert fyrr en eftir á. Er því enn brýnna en endra- nær að dómarar vandi til verka sinna. Margir lög- menn sem hafa verið í samskiptum við embætti Sérstaks saksóknara eru mjög gagnrýnir á stjórnsýslu, stjórnun og vinnulag þar á bæ. Hefur enda komið fram í dómi nú nýlega, það sem fjölmargir lögmenn vissu af reynslu, að hjá embættinu var brotið alvarlega gegn réttindum sakaðra manna í samskiptum við lögmenn sína. Um afsakanir og útskýringar á brotum er kurteis- legast að segja að þær hafi verið klaufalegar. Rómverjar spurðu til forna: Quis custodiet ipsos custodes, sem eiginlega þýðir: Hverjir verja okkur fyrir varð- mönnunum? Þegar lögreglu og ákæruvaldi er falið mikið vald til afskipta af almennum borgurum, er einstaklega mikilvægt að því sé beitt í samræmi við lög, lýð- ræðishefðir og í hófi. Á það hefur greinilega skort hjá embætti Sér- staks saksóknara. Lögmenn og dómarar eru hvorir tveggja þjónar réttarins. Bæði lögmenn og dómarar verða að sjálfsögðu að hlíta lögum í störfum sínum, en það er ekki nóg. Samfélag okkar sýpur enn seyðið af framferði manna sem litu þannig á að ef þeir gætu, mættu þeir. Þeir sem vilja sam- félagsskipan feiga ráðast einna fyrst að réttarkerfinu. Dómarar eru ekki friðhelgir, brjóti þeir lög verða þeir að taka afleiðingunum. Þá tæki þó fyrst steininn úr ef krafist yrði lögreglurannsóknar í hvert sinn sem sakaður maður eða málsaðili í einkamáli teldi dóm eða úrskurð rangan. Áratugum saman hefur fyrsta grein siðareglna íslenskra lög- manna hljóðað sem hér segir: „Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ Vafalaust hefur þorri lögmanna heiðrað þessa reglu í störfum sínum af fullri alvöru og hafi út af brugðið hafa hinir brotlegu að minnsta kosti fundið fyrir því í samskiptum við aðra lögmenn. Lögmenn hafa einnig virt þær reglur sem fram koma í 19. gr. siðareglna en greinin er í III. kafla, þar sem fjallað er um sam- skipti lögmanna við dómstóla: „19. gr. Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og fram- komu. Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæð- ings síns fyrir dómi af fullri ein- urð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.“ Því er til þessara reglna vitnað að ýmsir lögmenn virðast nú hafa ruglast í ríminu og telja að dóm- arar í héraði eða Hæstarétti séu andstæðingar þeirra og megi beita hverjum ráðum sem vill til þess að koma á þá höggi. Þeir sem þannig haga sér vita sem er að dómarar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér í fjölmiðlum. Sótt að dómurum FUNDUR UM DANSKA HÚSNÆÐISKERFIÐ Verkefnastjórn á vegum félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála leggur til innleiðingu kerfis í líkingu við danska húsnæðislánakerfið hér á landi. Dansk-íslenska viðskiptaráðið boðar til fundar með dönskum sérfræðingum til að kynna danska húsnæðislánakerfið og hugsanlega innleiðingu þess hér á landi. Á fundinum tala Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála, Jesper Rangvid prófessor við CBS og formaður nefndar danska ríkisins um orsakir og afleiðingar fjármálakreppunnar í DK og Jesper Berg forstjóri við Nykredit, sem er stærsta lánafyrirtæki á húsnæðislánamarkaði í Danmörku. Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra A heavenly match or recent developments in mortgage finance in the EU Jesper Berg forstjóri Nykredit The Danish mortgage system: Advantages, challenges, and lessons learned Jesper Rangvid prófessor í fjármálahagfræði CBS Are specialise lenders for housing really the optimal structural arrangement? Yngvi Örn Kristinsson Hagfræðingur SFF HVERNIG Á AÐ FJÁRMAGNA HÚSNÆÐISKERFIÐ? ER DANSKA LEIÐIN SÚ RÉTTA? GRAND HÓTEL / 1. JÚLI 2014 Klukkan: 8.15-10.15 Verð: 3.400 kr. Fundarmál: Enska/english Skráning: www.dansk-islenska.is Fundarstjóri SVERRIR SVERRISSON formaður DÍV 06 14 / / Vi nn us to fa n. is DÓMSMÁL Jakob R. Möller og Sigurmar K. Albertsson hæstaréttarlögmenn og fyrrverandi formenn Lögmannafélags Íslands ➜ Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt hart að sér að takast á við hinar djúpu rætur átakanna og skelfi leg- ar afl eiðingar þeirra. Mannúðaraðstoð okkar og önnur við- leitni bjargar manns- lífum og dregur úr þjáningum. ALÞJÓÐAMÁL Ban-Ki-moon Aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.