Fréttablaðið - 30.06.2014, Page 25
DALAKUR – GARÐABÆ.
Glæsilegt 261,0 fm. einbýlishús á frábærum stað í Akralandinu. Húsið er afar
vandað að allri gerð og ekkert hefur verið til sparað við byggingu og hönnun þess.
Húsið afhendist nú þegar fullfrágengið að utan og með frágenginni lóð, en tilbúið
undir innréttingar að innan. Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og búið að draga í allt
rafmagn. Gólfsíðir gluggar eru í stórum hluta hússins.
LJÁRSKÓGAR - REYKJAVÍK.
Vel staðsett 210,9 fm. einbýlishús á þremur pöllum með stórri skjólgóðri verönd til
suðurs og innbyggðum 38,4 fm. bílskúr. Samliggjandi stofur með arni og útsýni til
sjávar og víðar. Sex herbergi. Sjónvarpshol með útgangi á viðarverönd til suðurs.
Opið eldhús við stofu. Húsið stendur á 1.067 fm. lóð innst í botnlanga og er stór
hellulögð innkeyrsla fyrir framan húsið.
KÓPAVOGSBRAUT – KÓPAVOGI.
115,3 fm. hæð og ris ásamt 33,1 fm bílskúr í þríbýlishúsi. Húsið var allt klætt að
utan árið 2006. Íbúðin sem er nýmáluð skiptist m.a. í eldhús með eikarinnréttingu,
stofu og borðstofu með gluggum á tvo vegu og 3 herbergi. Lóðin er 1.716 fm. að
stærð og hefur henni verið skipt á milli þessa þriggja íbúða. Bílskúrinn er innréttaður
sem íbúðarherbergi í dag. Þak verður málað í sumar.
GRUNDARSMÁRI – KÓPAVOGI.
Vandað og vel skipulagt 287,5 fm. einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum útsýnis-
stað. Eignin er öll innréttuð á vandaðan máta. Aukin lofthæð er á efri hæð hússins
og innfelld lýsing í loftum. Tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með baðkari.
Auðvelt er að bæta 5. svefnherberginu við í holi á neðri hæð hússins. Tvennar
flísalagðar svalir og skjólgóð gróin lóð til suðurs með verönd
NÝLENDUGATA.
Afar glæsilegt 148,3 fm. einbýlishús á þremur hæðum á rúmgóðri lóð. Húsið hefur
verið mikið endurnýjað á sl. árum og að utan er húsið nýviðgert og múrað uppá
nýtt. Samliggjandi bjartar stofur og eldhús í rúmgóðu opnu rými. Þrjú herbergi.
Húsið stendur á 252,0 fermetra afgirtri eignarlóð, sem nýlega var tekin í gegn með
jarðvegsskiptum og hún tyrfð. Frábær staðsetning.
KEILUGRANDI- REYKJAVÍK. ÍBÚÐ Á EFSTU HÆÐ.
Mjög góð 106,0 fm. íbúð á efstu hæð (4. og 5. hæð) ásamt sér stæði í bíla-
geymslu í vesturbæ Reykjavíkur. Útsýni til sjávar úr eldhúsi og stofu. Stofa með
góðri lofthæð og svölum til suðurs. Tvö baðherbergi, bæði flísalögð. Fjögur
herbergi. Skipt var um alla þakglugga árið 2006.
72,9 millj.
54,9 millj. 42,0 millj.
41,5 millj.
54,9 millj.
Bakkahjalli - Suðurhlíðar Kópavogs
Glæsilegt 249,8 fm. parhús á tveimur hæðum með 26,0 fm. innbyggðum bílskúr á útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs.
Mikils útsýnis nýtur frá eigninni yfir dalinn og til suðurs. Rúmgóðar stofur/arinstofa með útgengi á suðursvalir.
Fjögur herbergi auk sjónvarpsherbergis. Flísalagt baðherbergi auk gestasnyrtingar. Lóðin er 525,0 fm. að stærð,
ræktuð og með timburverönd, skjólveggjum og heitum potti. Verð 64,9 millj.
Lundur 2 - 6 - Kópavogi
STÓRGLÆSILEGAR ÍBÚÐIR MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI Á FRÁBÆRUM STAÐ VIÐ LUND Í KÓPAVOGI.
Nýjar og vandaðar 2ja til 6 herbergja íbúðir frá 100,7 fm. upp í 179,9 fm. í Lundi 2-6 í Kópavogi. Stæði í bílageymslu fylgir öllum
íbúðum. Íbúðirnar eru afhentar án gólfefna, nema flísar verða á baðherbergi og í þvottahúsi. Í eldhúsi verður eikarinnrétting frá
Brúnás. Lyfta gengur niður í bílageymslu. Lóð verður frágengin með grasþökum og gróðri ásamt malbikuðum bílastæðum og
hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi við húsið. Byggingaraðili: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf.
Staðsetning er frábær miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og stutt í frábær útivistarsvæði, sem og alla þjónustu.
LUNDUR 2 - 6 BAKKAHJALLI
108,0 millj.
SÉRBÝLI SÉRBÝLI 4RA- 6 HERBERGJA
Eignin verður til sýnis á morgun
frá kl. 17.15-17.45
Glæsilegt og virkilega vel skipulagt 250,9 fm.
endaraðhús sem er tvær hæðir og kjallari að með-
töldum 32,0 fm. bílskúr á Seltjarnarnesi. Stórar og
glæsilegar stofur og fjögur til fimm svefnherbergi.
Ljósar viðarinnréttingar úr aski í eldhúsi. Mikil
lofthæð á efri hæð. Full lofthæð í kjallara. Skjólsæl
og afgirt viðarverönd til suðurs. Hitalagnir eru í inn-
keyrslu og stéttum fyrir framan húsið.
Verð 74,9 millj.
Verið velkomin.
Tjarnarmýri 10 – Seltjarnarnesi.
Eignin verður til sýnis á morgun
frá kl. 17.15-17.45
Mjög falleg, björt og vel skipulagða 5 herbergja
neðri sérhæð í fallegu og frábærlega staðsettu
fjórbýlishúsi við Reynimel auk bílskúrs og stúdíó-
íbúðar. Á hæðinni sem er 113,8 fermetrar eru m.a.
samliggjandi stofur með frönskum gluggum og
útgengi á suðursvalir, eldhús með nýlegum ljósum
innréttingum og þrjú herbergi. Stúdíóíbúðin er um
34 fermetrar, með sérinngangi og var öll endur-
nýjuð nýlega. Eign sem vert er að skoða.
Verð 54,9 millj.
Verið velkomin.
Reynimelur 22- Reykjavík. 5 herbergja neðri sérhæð.
Vegna mikillar sölu óskum við eftir
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum á söluskrá.
Skoðum og metum samdægurs.
Sanngjörn söluþóknun.
OPI
Ð H
ÚS
OPI
Ð H
ÚS