Fréttablaðið - 30.06.2014, Side 51
MÁNUDAGUR 30. júní 2014 | SPORT | 27
Nú í 1/2 lítra umbúðum
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
59
75
5
FÓTBOLTI „Hann er í sama gæða-
flokki og Diego Maradona,“ sagði
Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari
Úrúgvæ, eftir að lið hans var sleg-
ið úr leik í 16-liða úrslitum HM í
Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn
22 ára James Rodriguez hafði farið
á kostum og skorað bæði mörkin
í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kól-
umbíumanna sem um leið tryggðu
sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í
fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar.
Rodriguez er markahæsti leik-
maður keppninnar með fimm
mörk í fjórum leikjum. Þar að auki
hefur hann auga fyrir sannkölluð-
um glæsimörkum en fyrra mark-
ið hans gegn Úrúgvæ fer í sögu-
bækurnar sem eitt fallegasta mark
annars frábærrar keppni í Brasilíu
hingað til.
James hefur skorað í hverjum
einasta leik Kólumbíu á HM og þar
að auki lagt upp tvö til viðbótar.
Næst verður það undir gestgjöf-
unum í Brasilíu komið að stöðva
þennan töframann. Liðin mætast
í fjórðungsúrslitum á föstudags-
kvöld klukkan 20.00.
Úr skugga Falcao
Hann er á mála hjá AS Monaco í
Frakklandi en þangað kom hann
fyrir tæpa sjö milljarða króna (45
milljónir evra) frá Porto í Portúgal
fyrir ári. Meira fór fyrir félaga-
skiptum annars Kólumbíumanns
til Monaco það sumar en sóknar-
maðurinn Falcao hefur hingað til
verið talinn skærasta stjarna kól-
umbíska landsliðsins.
Falcao sleit hins vegar kross-
band í hné í janúar og þrátt fyrir
hetjulega baráttu náði hann ekki
að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust
margir að fjarvera hans myndi
veikja lið Kólumbíu til muna en
James hefur nú margsýnt að þær
áhyggjur reyndust óþarfar.
Í viðtölum við fjölmiðla eftir sig-
urinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez
að það ættu allir að leyfa sér að
dreyma um að ná langt – það hafi
hann gert.
„Það er ekki auðvelt að afreka
það sem ég hef gert. En það er
mín skoðun að það sé allt hægt ef
maður á sér draum og gerir allt
sem maður getur til að láta hann
rætast. Maður þarf bara að leggja
nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.
Ótrúlegur skilningur
Jose Pekerman, landsliðsþjálf-
ari Kólumbíu, er maðurinn á bak
við árangur liðsins og lofaði hann
einnig sinn mann í hástert.
„Ég hef á mínum langa ferli
verið með marga leikmenn í
mínum liðum sem hafa búið yfir
einstökum hæfileikum. En það
sem hefur komið mér mest á
óvart er að hann virðist ekki eiga
í neinum vandræðum með að skilja
ákveðna þætti í þessari íþrótt sem
tekur aðra knattspyrnumenn mörg
ár að læra,“ sagði Pekerman.
Brasilía hafði naumlega betur
gegn Síle í 16-liða úrslitunum og
þarf líklega að spila talsvert betur
gegn Rodriguez og félögum til að
komast áfram í undanúrslitin. Sér
í lagi þar sem miklar vænting-
ar eru gerðar til heimamanna í
mótinu.
„Það er engin pressa á okkur,“
sagði Rodriguez. „Brasilía á auð-
vitað frábæra leikmenn en við
getum líka verið hættulegir. Þetta
verður fallegur knattspyrnuleik-
ur og ótrúlegt fyrir okkur að taka
þátt í honum.“ eirikur@frettabladid.is
Kólumbíska
undraverkið
James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu
og verið í aðalhlutverki í mögnuðu kólumbísku land-
sliði sem er komið í 8-liða úrslit í fyrsta sinn.
➜ Fæddur í Cucuta, Kólumbíu, 12. júlí 1991.
➜ Hóf feril sinn hjá B-deildarliði Envigado í heimalandinu en hélt til Banfield í
Argentínu árið 2008, þá sautján ára gamall.
➜ Eftir eitt og hálft ár í Argentínu var hann seldur til Porto þar sem hann vann samtals
átta titla á þremur árum, þar af deildarmeistaratitilinn öll þrjú árin.
➜ Hann var valinn besti leikmaður portúgölsku úrvalsdeildarinnar árið 2012, tvítugur að
aldri. Hann er yngsti leikmaðurinn frá upphafi sem hefur hlotið þessa nafnbót.
➜ Rodriguez var aðeins 21 árs gamall þegar franska liðið AS Monaco keypti kappann á
45 milljónir evra. Hann varð næstdýrasti leikmaður portúgölsku deildarinnar frá upphafi.
Staðreyndir um James Rodriguez
FRÁBÆR James Rodriguez er nú þegar búinn að skora jafn mörg mörk (fimm) og
markahæstu menn HM 2010 gerðu í allri þeirri keppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
TENNIS Skotinn Andy Murray seg-
ist njóta þess að spila á Wimble-
don-mótinu í tennis þó svo að
miklar kröfur séu gerðar til hans.
Í fyrra varð hann fyrsti Bretinn
í 77 ár til að fagna sigri í einliða-
leik karla á mótinu en þrátt fyrir
að meiðsli hafi gert honum erf-
itt fyrir undanfarna mánuði ætli
hann sér alla leið aftur nú.
„Ég nýt þess að vera tauga-
óstyrkur og óttast ekki þá tilfinn-
ingu. Mér finnst að ég nái alltaf
mínu besta fram þegar pressan
er sem mest á mér,“ sagði hann
en Murray hefur ekki tapað lotu
á mótinu til þessa og unnið alls
sextán leiki í röð á Wimbledon. Þó
eru flestir sterkustu tenniskapp-
ar heims, með þá Novak Djokovic,
Rafael Nadal og Roger Federer
fremsta í flokki, enn meðal kepp-
enda.
Mun óvæntari tíðindi hafa átt
sér stað í einliðaleik kvenna en
efstu tvær konur heimslistans –
hin bandaríska Serena Williams og
Li Na frá Kína – eru báðar fallnar
úr leik.
Sýnt verður beint frá undanúr-
slitum og úrslitum karla og kvenna
á Stöð 2 Sport síðar í vikunni. - esá
Murray ætlar sér að verja titilinn
Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag.
Á GAMANSÖMUM NÓTUM Murray
með grínistanum Ricky Gervais. GETTY