Fréttablaðið - 04.07.2014, Qupperneq 10
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
IÐNAÐUR Um tíu þúsund fermetra verk-
smiðja sem myndi framleiða dísilolíu úr
notuðum dekkjum gæti risið í Helguvík
á næstu árum. Forsvarsmenn verkefnis-
ins hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við
Reykjaneshöfn um lóð á iðnaðarsvæðinu.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
gera áætlanir þeirra ráð fyrir verksmiðju
sem gæti framleitt um 40 milljónir lítra af
dísilolíu á ári. Olían yrði framleidd fyrir
innanlandsmarkað.
Verkefnið ber vinnuheitið G2 en það
hefur verið í undirbúningi í um eitt ár.
Áætlaður byggingarkostnaður er um 4,5
milljarðar króna.
Verksmiðjan mun búa yfir nýrri tækni
sem breytir kurluðum gúmmídekkjum
í dísilolíu í framleiðsluferli sem nefnist
hitasundrun (e. pyrolysis) þar sem hiti
orsakar umbreytingu efna úr einu formi
í annað. Við framleiðsluna myndast einn-
ig aska og gas. Verksmiðjan yrði að hluta
til knúin með gasinu en einnig rafmagni.
Askan yrði flutt út og seld í frekari iðn-
aðarframleiðslu.
Ingvar Eyfjörð, einn forsvarsmanna
verkefnisins, staðfestir vilyrðin fyrir lóð
í Helguvík. Hann segist ekki vilja tjá sig
nánar um stöðu verkefnisins en tekur fram
að það sé grænt, útblástur verksmiðjunnar
verði lítill og að framleiðslan breyti meng-
andi sorpi í umhverfisvænna eldsneyti.
„Við erum að horfa á Helguvík því
aðstæður þar eru mjög góðar. Þar er búið
að byggja upp iðnaðarsvæði með höfn og
öðrum innviðum sem hentar starfseminni
vel,“ segir Ingvar.
haraldur@frettabladid.is
Verksmiðja sem framleiðir
dísilolíu gæti risið í Helguvík
Tíu þúsund fermetra verksmiðja sem myndi framleiða um 40 milljónir lítra af dísilolíu á ári gæti risið í Helgu-
vík. Tækni þar sem kurluð gúmmídekk verða að dísilolíu yrði notuð til framleiðslunnar. Fengu vilyrði fyrir lóð.
Við erum að horfa á Helguvík
því aðstæður þar eru mjög góðar.
Þar er búið að byggja upp iðnaðarsvæði
með höfn og öðrum innviðum sem
hentar starfseminni vel.
Ingvar Eyfjörð, einn forsvarsmanna verkefnisins.
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
B
ra
n
de
n
bu
rg
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila
á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60%
landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn
á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Við náum til fjöldans
TEIKNING Búið er að
frumhanna verksmiðj-
una þar sem sjá má
merki G2.
HELGUVÍK Reykjaneshöfn hefur úthlutað
lóðum undir tvö kísilver, vatnsverksmiðju og
álver. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓLK Eiríkur Jónsson, doktor í
lögfræði frá Háskóla Íslands,
hefur fengið stöðu prófessors við
lagadeild skólans.
Þetta er samkvæmt ákvörðun
rektors en hún er byggð á áliti
dómnefndar og afgreiðslu fram-
gangsnefndar Háskóla Íslands.
Eiríkur hefur starfað sem sett-
ur héraðsdómari og ritað þrjár
bækur á sviði lögfræðinnar, auk
þess að hafa skrifað á annan tug
fræðigreina. Hann hefur einnig
umsjón með kennslu við Laga-
deild Háskóla Íslands. - nej
Ákvörðun dómnefndar í hús:
Eiríkur Jónsson
prófessor við HÍ
ÁGÆTUR Eiríkur vakti athygli árið 2006
þegar hann fékk ágætiseinkunn frá Har-
vard-háskóla. MYND/HRÖNN
FERÐAMÁL Tæpum fjórðungi
fleiri erlendir ferðamenn fóru frá
landinu í júní í ár en í fyrra. Þeir
voru samtals um 110.600. Aldrei
hafa verið fleiri ferðamenn hér á
landi í júní.
Þetta kemur fram í talningum
Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar.
Flestir voru Bandaríkjamenn
eða 19,2 prósent af heildarfjölda
ferðamanna í júní. Næstfjöl-
mennastir voru Þjóðverjar sem
voru 15,6 prósent af heild. - nej
Ferðamönnum fjölgar ört:
23% aukning
ferðamanna
VIÐSKIPTI Samanburður á greiðslu-
byrði heimilanna vegna húsnæð-
iskostnaðar gefur skakka mynd
af stöðu húsnæðiskerfanna, segir
Gylfi Arnbjörnsson. Í Hagsjá
Landsbankans í gær kom fram að
samanburður á húsnæðiskostnaði á
milli Norðurlanda bendir til þess að
Danir greiða hlutfallslega langmest
af ráðstöfunartekjum sínum í hús-
næði. Íslendingar greiða minna en
Norðmenn, Svíar og Danir, en Finn-
ar greiða minnst. Þessar tölur hafa
vakið athygli í ljósi þess hversu
mikið ASÍ og félagsmálaráðherra
hafa horft til danska kerfisins.
„Við erum með 40 ára lán en
Danir eru með þrjátíu ára lán. Það
þarf svolítið að bera saman þenn-
an mismun. Og líka það að vísi-
tala Hagstofunnar reiknar meðal-
greiðslubyrði heimilanna. Þeir
sem búa í skuldlausu eru líka part-
ur af vísitölu Hagstofunnar. Það
er auðvitað líka mjög lág greiðslu-
byrði þeirra. Þannig að þetta gefur
skakka mynd af þessu,“ segir Gylfi.
- jhh
Tölur um greiðslubyrði húsnæðislána á Norðurlöndum gefa skakka mynd:
Bera þarf saman lengd lána
GYLFI ARNBJÖRNSSON Forseti ASÍ
er talsmaður þess að Ísland taki upp
danskt húsnæðiskerfi.
SAMGÖNGUR Farþegar í flugi frá Keflavík
til Bandaríkjanna þurfa ekki að reikna
með töfum þrátt fyrir að öryggiskröfur
hafi verið auknar vegna flugs til Banda-
ríkjanna á sumum flugvöllum.
„Það er ekki að vænta neinna breytinga
fyrir farþega,“ segir Friðþór Eydal, upplýs-
ingafulltrúi Isavia. Hann vill ekki gefa upp
hvort óskað hafi verið eftir hertri öryggis-
gæslu á Keflavíkurflugvelli. „Farþegarnir
yrðu í öllu falli ekki varir við neitt, þó svo
að einhver fyrirmæli hefðu komið.“
Fréttavefur BBC greinir frá því að
öryggisgæsla hafi verið hert á sumum
flugvöllum vegna flugs til Bandaríkjanna,
þar með talið á nokkrum breskum flug-
völlum. Þrátt fyrir aukna öryggisgæslu
er ekki búist við „umtalsverðum“ töfum
fyrir farþega, segir Patrick McLoughlin,
samgönguráðherra Bretlands, í samtali
við BBC.
Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá
því að hryðjuverkasamtök tengd al-Kaída
og Jemen séu að hanna sprengjur sem eru
sérstaklega hugsaðar til að smygla um borð
í flugvélar.
Samkvæmt upplýsingum BBC frá heima-
varnarráðuneyti Bandaríkjanna eru aukn-
ar öryggiskröfur viðbrögð við ógnum sem
teknar séu alvarlega. - bj
Öryggisgæsla aukin á flugvöllum víða í tengslum við flug til Bandaríkjanna:
Engar breytingar fyrir farþega
ENGAR TAFIR Verði öryggisgæsla aukin í flugi til Bandaríkjanna frá Keflavík
munu farþegar ekki verða varir við það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Bílaleiga Kynnisferða
er orðin umboðsaðili alþjóðlega
bílaleigufyrirtækisins Enterprise
Rent-a-Car á Íslandi.
Enterprise Rent-A-Car er
hluti af stærstu bílaleigu heims,
Enterprise Holdings í St. Louis í
Bandaríkjunum. Bílaleigan rekur
8.100 sölustaði um allan heim.
„Í kjölfar samningsins mun
merki Enterprise verða sýnilegt
víða um land á næstu mánuðum,“
segir í tilkynningu Kynnisferða.
- hg
Nýr samningur Kynnisferða:
Fékk umboðið
fyrir Enterprise
VIÐSKIPTI
Óhagstæð vöruskipti
Bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands
sýna að vöruskipti í júní voru óhagstæð
um 7,7 milljarða. Þannig nam útflutn-
ingur í mánuðinum 40,7 milljörðum
króna á meðan innflutningur nam 48,4
milljörðum króna.