Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 26

Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 26
FRÉTTABLAÐIÐ Íslenskar snyrtivörur. Lífið mælir með. Tinna Rún opnar fataskápinn. Sissa ljósmyndari. Geggjuð gúmmístígvél. Snyrtibuddan. Bloggarinn. 4 • LÍFIÐ 4. JÚLÍ 2014 FATASKÁPURINN TINNA KRISTÓFERSDÓTTIR Þegar ég var ung hélt ég að … ég vissi allt. Núna veit ég þó … að ég veit ósköp lítið um allt. En það er svo gott. Ég mun eflaust aldrei skilja … hvað verður um sokkana mína, kveikjarana og hárteygjurnar. Ég hef engan sérstakan áhuga á … að nenna þessari rigningu. Karlmenn eru … ekki kettlingar. Ég hef lært að maður á alls ekki að … gera eitt- hvað þegar það er best að gera ekki neitt. Gullna regl- an: Alltaf gera ekki neitt. (Þessari reglu er sérstaklega beint til spennufíkla.) Höf. reglu: Frank Arthur Blöndahl. Ég fæ samviskubit þegar ég … gleymi að name- droppa Heklu og Ljónínu Ben í viðtölum … BÚMM. Ég slekk á sjónvarpinu þegar … RÚV er með kjaftæði sbr. spænska sápuóperan og Wallander. Um þessar mundir er ég upptekin af … því að búa til pilot-útvarpsþátt, skrifa ljóðabók og krota. Ég vildi óska að fleiri vissu af … bókinni minni 10.01 Nótt sem er seld í Máli og menningu, Iðu og Bóksölu stúdenta! GERIR ÚTVARPSÞÁTT OG LJÓÐABÓK OG KROTAR TÍU SPURNINGAR ALMA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR RITHÖFUNDUR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tinna Rún er mikið fyrir svart og velur sér oftast föt sem eru þröng að neðan og víð að ofan. Tinna er 24 ára starfsmaður í Suzie Q og heldur úti tískublogginu tinnarun. com. „Ég geng mest í svörtu og það er alveg uppáhaldsliturinn minn. Sumir vinir mínir ganga svo langt að kalla mig gothara. Á móti gothinu kemur samt óstjórnleg ást mín á öllu með kögri, ætli ég sé ekki bara svartklæddur hippi? Ég reyni þó að kaupa mér fl íkur í lit ein- stöku sinnum, en þá eru það yfi rleitt litir eins og hermannagrænn eða dökkblár. Ég vel oftast þröngt að neðan og vítt að ofan vegna þess mér fi nnst það henta mínu vaxtarlagi best. Það sumartrend sem ég gjörsamlega kolféll fyrir í ár eru sandalar í Birkenstock-stílnum og luma ég á einu pari með þykkum botni. Þá hef ég notað óspart, bæði á táslunum og í skemmtilegum sokkum undir.“ 1 „Þessar eru glænýjar í fata- skápnum. Kærastinn minn kom með þessar heim úr vinnunni fyrr í vikunni. Þær eru frá Nudie og er nýtt snið frá þeim. Ég veit ekki hvort okkar er ánægðara með þær, en kærastinn minn er algjör gallabuxnapervert og Nudie er eitt af hans uppáhalds- merkjum. Þær eru samt klárlega strax komnar í uppáhald hjá mér líka.“ 2 5 „Þetta fallega hálsmen er frá Hildi Yeoman. Ég ætlaði að gefa systur minni gamla iPhone-inn minn fyrir stuttu síðan, hún tók það víst ekki í mál að fá hann gefins og kom færandi hendi með þessa gersemi.“ 4 „Þessir eru frá New Balance og voru hvorki meira né minna en fjórða parið mitt frá þeim. Þess- ir eru samt klárlega fallegastir af þeim sem ég á, svart, leður og sjúklega þægi- legir, ég bið ekki um meira.“ ÉG NÆRI BODY BUTTER Ég er súper mjúk og góð blanda fyrir líkamann þinn ef þú ert með þurra og mjög þurra húð. Flott blanda með góðum innihaldsefnum eins og Shea Butter og Argan olíunni sívinsælu. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup „Þessi jakki er frá meist- aranum Alexander Wang. Ég er svo ótrú- lega hrifin af þessu sporty lúkki. Hann er léttur og þægilegur og passar við nánast hvað sem er. Systir mín fékk þennan frá herra Wang eftir myndatöku hjá honum og hugsaði strax til mín, hún er yndisleg.“ „Þennan keypti ég fyrir nokkrum árum í H&M. Í tvö ár hefur hann vald- ið mér hugarangri en ég hélt að ég hefði selt hann í Kolaportinu í fyrra. Nei, nei, elsku kjóllinn birt- ist bara upp úr poka sem fannst uppi á háalofti. Ég var svo ótrúlega glöð að finna hann og er strax búin að ákveða hve- nær ég ætla að klæðast honum.“ 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.