Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 28
FRÉTTABLAÐIÐ Íslenskar snyrtivörur. Lífið mælir með. Tinna Rún opnar fataskápinn. Sissa ljósmyndari . Geggjuð gúmmístígvél. Snyrtibuddan. Bloggarinn.
6 • LÍFIÐ 4. JÚLÍ 2014
aðist. Sissa flutti þá heim með ljós-
myndaskírteinið og tvær litlar stelpur
í farteskinu.
„Pabbi Tinnu kom hingað með mér
heim en var farinn sex mánuðum
seinna. Sambandið var löngu búið en
ég hélt í einhverja fjölskylduímynd
sem mig langaði í enda búin að prufa
að vera einstæð. En hann var ekki
heppilegur kandídat í þá ímynd, því
miður. Upphaflega, þegar ég komst
að því að ég var ófrísk af Tinnu ætl-
aði ég í fóstureyðingu. Kvöldið fyrir
dreymdi mig svo Tinnu og að við
værum þrjár saman, ég Erla og Tinna
og það gekk allt vel. Þá ákvað ég að
láta þetta ganga.“
Sissa og dæturnar tvær eru mjög
samheldið þríeyki og hafa alltaf verið
nánar. Hún er stolt af stelpunum sem
eru, eins og móðirin, sjálfstæðar og
sterkar. Erla Hlín er verslunarstjóri í
Aftur á Laugavegi og Tinna Empera
starfar sem sminka og hárgreiðslu-
kona í New York. Þeim vegnar báðum
mjög vel.
Elskar að kenna
Eftir að hafa unnið sjálfstætt í mörg
ár eftir heimkomuna ákvað Sissa að
stofna Ljósmyndaskólann sem hún
rekur nú í félagi við fyrr verandi
eigin mann sinn, ljósmyndarann Leif
Rögnvaldsson. Hún er skólastjóri og
hann framkvæmdastjóri. Aðspurð
hvernig það gangi að reka skóla og
vinna svona náið með fyrrverandi
manni sínum svarar Sissa:
„Við látum það ganga,“ segir Sissa
og hlær. „Ég hef mikla unun af því að
kenna og hef eignast fullt af góðum
vinum hérna í skólanum, tengist
öllum góðum böndum. Ég er samt líka
ströng og læt vita ef mér líkar ekki
eitthvað. Enda er það ein leið til að
kenna fólki. Kenna fólki að taka gagn-
rýni og gera betur. Það gerir maður
ekki með því að klappa fyrir öllu.“
Sissa hefur unun af innanhúss-
hönnun og það sést á útliti Ljósmynda-
skólans. Sissa og Leifur sáu um að
hanna útlitið sem minnir helst á
stúdíó loft í New York þar sem búið er
að spá í öllum smáatriðum. Það sama
á við um skrifstofu Sissu þar sem hún
situr í hálfopnu rými umvafin fjöl-
skyldumyndum, póstkortum og upp-
lýstum römmum af öllum stærðum og
gerðum.
„Mér finnst mikilvægt að prenta
út myndir sem mér finnst fallegar og
hengja upp á vegg svo ég sjái þær allt-
af. Maður er ekki alltaf með myndirn
ar í tölvunni fyrir framan sig og skoð
ar þær sjaldan sem er sorglegt. Þegar
Erla kom heim eftir að hafa verið úti
hjá systur sinni í New York gaf ég
henni box fullt af myndum sem ég
hafði prentað út, allt Instagram- eða
Facebook-myndir úr ferðinni sem hún
hafði sent mér. Þetta fannst mér hún
þurfa að eiga sem minningu.“
Ljósmyndun er list
Blaða- og fréttaljósmyndun hefur
aldrei heillað Sissu, sem var einnig
fljót að leggja tískudrauminn á hill-
una. Hún kynntist verkum banda-
ríska ljósmyndarans Sally Mann í
náminu og heillaðist. Nú er hún meira
í skapandi ljósmyndun, óhefðbundn-
um fjölskyldu- og barnaljósmyndum.
Hún segist sjaldan taka að sér nýja
viðskiptavini, er með sína föstu sem
núna eru farnir að mæta með barna-
barnabörnin.
Sissa hefur haldið tvær sýningar
og stefnir í fleiri, í fyrra hélt hún sýn
inguna Honesty, sem fjallaði um með
virkni.
„Það var eitthvað sem stóð mér
nærri. Meðvirkni er eitthvað sem ég
hef unnið með lengi sjálf og fannst
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
M
ér fannst alltaf töff
og spennandi að vera
ljósmyndari. Mig
langaði að vinna við
tísku því það var svo
töff,“ segir Sigríður Ólafsdóttir,
sem flestir þekkja betur sem Sissu
ljósmyndara, hlæjandi.
Sissa er fædd og uppalin í Vest-
urbæ Reykjavíkur og hefur alla
tíð verið „miðbæjarrotta“. Hún er
lærður þroskaþjálfi, starf sem hún
hafði verið að vinna við síðan hún
var unglingur.
„Ég var kringum 15-16 ára ald-
urinn þegar ég byrjaði að vinna
sem þroskaþjálfi og vann á Skála-
túnsheimilinu í mörg ár. Eftir út-
skrift fór ég á unglingaheimilið í
Kópavogi og þar fannst mér æðis-
legt að vinna. Svo fékk ég bara nóg.
Ég var orðin þreytt á að takast á við
vandamál annarra allan daginn og
langaði að breyta til. Ég vildi byrja
að skapa og ljósmyndun varð fyrir
valinu,“ segir Sissa en hún viður-
kennir að það hafi verið heljarinnar
u-beygja í lífinu. Margir höfðu efa-
semdir um þessa breytingu á sínum
tíma en ljósmyndun var þá ekki al-
geng starfsgrein á Íslandi.
„Það voru margir sem sögðu
mér að ég gæti aldrei unnið sem
ljósmyndari, að það væri ekki
hægt að læra að vera ljósmyndari
því það væru meðfæddir hæfileik-
ar. Sem er bölvuð vitleysa. Auð-
vitað er hægt að læra að verða ljós-
myndari eins og hvert annað starf
sem lærist. Það er auðvitað kost-
ur að vera með eitthvað í sér, smá
tilfinningu fyrir hlutunum. Ég hef
alltaf haft það. Ég ætlaði fyrst að
fara í innanhússarkitektúr en því
fylgir svo mikil stærðfræði og ég
er skelfileg í henni.“
Talaði sig inn í skólann
Sissa ákvað að fara út að læra
ljósmyndun enda ekki mikið um
menntun í þeim geira í boði á Ís-
landi á þessum tíma. Brooks Inst-
itute í Santa Barbara varð fyrir val-
inu. Fínn skóli með himinhá skóla-
gjöld sem Sissa lét þó ekki á sig fá.
„Ameríka varð fyrir valinu.
Pabbi bjó í Palo Alto og mig lang-
aði flytja mig nær honum. Ég gerði
mér ekki alveg grein fyrir fjar-
lægðinni þá en frá pabba til Santa
Barbara var um átta tíma keyrsla.
Þannig að maður er ekki mikið að
flakka á milli. Ég er mjög ánægð
að hafa valið þennan stað þó að
skólinn hafi kannski verið of fer-
kantaður fyrir minn smekk, tækni-
legur og ekki beint skapandi. Ég
kynntist samt frábæru fólki og
þetta var frábær staður að búa á.
Svo fann ég svona minn stað í ljós-
myndum enda skiptir það mestu
í svona skapandi námi að vinna,
gera, læra af mistökum og halda
áfram,“ segir Sissa sem var 27 ára
þegar hún byrjaði í náminu, þá
ófrísk og einstæð.
„Þetta þótti svolítið svakalegt á
sínum tíma og á þessum stað. Ég
fékk oft símhringingar þar sem
fólk var að spyrja mig út í það
hvernig ég gæti þetta og fá ráð-
leggingar. Mér var meira að segja
ráðlagt að ljúga og segja að maður-
inn minn væri í hernum. Það þótti
ekki passa saman, einstæð móðir
í Brooks, þessum fína skóla. Ég
gerði það samt ekki,“ rifjar hún
upp, létt í bragði.
Sissa var harðákveðin í að fara í
þetta nám og þegar hún féll í hinu
alræmda TOEFL-prófi, sem er
skylda hjá mörgum erlendum skól-
um fyrir inngöngu, lét hún ekki
deigan síga.
„Ég er skelfilega lesblind og
sérstaklega þegar þetta snýst um
hraða eins og í þessu prófi. Svo
ég tók það aftur en þá var skólinn
byrjaður og ég spurði bara hvort
ég mætti ekki koma út og byrja því
mér hafi gengið svo vel í prófinu.
Þannig að þegar niðurstöðurnar
úr seinna prófinu komu sem sýndu
að ég hafði fallið aftur komu kenn-
ararnir mér til varnar enda gat ég
alveg talað og skilið ensku og ég
fékk að halda áfram. Það er þessi
lesblinda sem hrjáir svo marga
sem eru í skapandi greinum, ég get
næstum bent á þá nemendur sem
eru hjá mér og þjást af lesblindu.“
Kraftaverkabarnið
Eflaust hefðu margar einstæðar,
nýbakaðar mæður ekki lagt í þetta
ferðalag. Fyrir Sissu var það samt
aldrei spurning.
„Það var búið að segja við mig
að ég gæti ekki eignast börn og ég
trúði því. Ég hafði fengið stíflur í
eggjastokkana og einhver læknir
sagði ófrjósemi vera afleiðingu af
því. Eftir að ég komst inn í Brooks
fékk ég að vita að ég væri ófrísk
og ég hugsaði að ég gæti ekki eytt
þessu kraftaverkabarni og hélt
áfram. Mig langaði í bæði, móð-
urhlutverkið og ljósmyndunina.
Margir höfðu ekki trú á að ég gæti
látið þetta ganga upp og reyndu
að fá mig ofan af því en það fékk
mig til að vilja þetta enn þá meira
og vera harðákveðnari í að geta
þetta.“
Sissa segir þessa hugsun hafa
einkennt líf sitt, að hún tvíeflist
við mótlæti og trúir því að allir
geti gert það sem þeir vilja. „Ég sé
eitthvert fjall og efst á toppnum er
takmarkið, í þessu tilfelli skírtein-
ið, og ég bara ákvað að ég skyldi
komast þangað. Ég trúi því að allt
sé hægt ef maður vill það, maður
kemst á toppinn. Stundum tekur
það lengri tíma en maður ætlar
sér og stundum þarf maður að fara
einhverja krókaleið en ef maður
gefst ekki upp hefst það á endan-
um.“
Erla Hlín, eldri dóttir Sissu,
fæddist 1987 og bjuggu þær mæðg-
ur saman í Kaliforníu á meðan á
námi Sissu stóð. Seinasta árið í
náminu, þremur árum seinna, varð
hún svo aftur ólétt, af yngri dótt-
ur sinni Tinnu Emperu, sem var
fimm daga þegar Sissa útskrif-
MYNDIR/SIGRÍÐUR ELLA FÖRÐUN/MARGRÉT ÁSTA
LINSUNNI
FYLGIR VALD
Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa ljósmyndari,
tók ung u-beygju í lífi nu til að vinna sem ljósmyndari.
Einstæð móðir með tvö börn lét hún drauminn rætast og
stjórnar nú Ljósmyndaskólanum þar sem hún elur upp
framtíðarljósmyndara, meðfram því sem hún sinnir eigin ferli.
Álfrún Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is