Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 40
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24
Blóðdropinn 2014, verðlaun Hins
íslenska glæpafélags fyrir bestu
glæpasögu ársins 2013, verður
afhentur við hátíðlega athöfn í
Borgarbókasafninu, Grófarhúsi, í
dag klukkan 16.30. Handhafi Blóð-
dropans verður jafnframt fulltrúi
Íslands í baráttunni um Glerlykil-
inn, sem veittur er árlega fyrir
bestu norrænu glæpasöguna.
Þær sögur sem sendar voru í
slaginn um Blóðdropann að þessu
sinni eru Skuggasund eftir Arnald
Indriðason, Olnbogavík eftir Her-
mann Jóhannesson, Hlustað eftir
Jón Óttar Ólafsson, Blóð hraustra
manna eftir Óttar M. Norðfjörð,
Andköf eftir Ragnar Jónasson,
Hinir réttlátu eftir Sólveigu Páls-
dóttur, Grimmd eftir
Stefán Mána, Drekinn
eftir Sverri Berg og
Lygi eftir Yrsu
Sigurðardóttur.
Blóðdropinn
afh entur í dag
TILNEFND Lygi eftir
Yrsu Sigurðardóttur er
ein þeirra bóka sem
keppa um Blóðdrop-
ann í ár.
Ég eignaðist barn fyrir einu og hálfu ári og var bara ekki í formi
til að syngja vegna ógleði alla meðgönguna,“ segir Heiða Árna-
dóttir, söngkona Mógils, spurð hvers vegna hljómsveitin hafi
ekki komið fram á Íslandi í þrjú ár. „Ég eiginlega datt bara út.“
Heiða segir tónlist hljómsveitarinnar vera bræðing af djassi,
klassík og þjóðlagatónlist og að hljómsveitarmeðlimir semji
sjálfir öll lög og texta. „Á þessu tónleikaferðalagi núna erum
við að flytja efni sem aldrei hefur heyrst áður og verður á okkar
þriðju plötu sem við byrjum að taka upp strax eftir helgina. Við
vinnum lög og texta hvert í sínu horni en komum svo saman og
vinnum lögin áfram.“
Í hljómsveitinni Mógili eru Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra
Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og
Joachim Badenhorst. Þau hafa leikið víða um Evrópu og sent
frá sér tvo hljómdiska; Ró sem kom út 2008 og Í stillunni
hljómar árið 2011.
Spurð hvernig nafnið Mógil hafi komið til segir Heiða að sig
hafi langað til að nota eitthvert nafn úr íslenskri náttúru.
„Mér fannst Mógil svo fallegt nafn. Ég var búin að safna fullt
af fallegum nöfnum en þetta varð ofan á.“
Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 12, á Sólheimum á
morgun klukkan 14 og í Mengi annað kvöld klukkan 21. Heiða
segist ekki búast við að hljómsveitin haldi fleiri tónleika fyrr
en næsta haust þegar platan verður komin út þannig að þetta sé
fágætt tækifæri til að heyra í henni. fridrikab@frettabladid.is
Fyrsta tónleikaferðin í þrjú ár
Hljómsveitin Mógil er á tónleikaferð um landið, spilar í Hofi á Akureyri í hádeginu í dag, Sólheimum í Grím-
snesi á morgun og Mengi í Reykjavík annað kvöld. Allt efnið er frumsamið af hljómsveitarmeðlimum.
HLJÓMSVEITIN MÓGIL „Á þessu tónleikaferðalagi núna erum við að flytja efni sem aldrei
hefur heyrst áður og verður á okkar þriðju plötu sem við byrjum að taka upp strax eftir
helgina,“ segir Heiða Árnadóttir, söngkona sveitarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI
MENNING