Fréttablaðið - 04.07.2014, Síða 48
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32
BAKÞANKAR
Lilju Katrínar
Gunnarsdóttur
Eitt kvöld í vikunni var ég staðráðin í því að fara snemma að sofa. Svo gerðist
það. Ég fann heimildarmynd sem ég þurfti
að horfa á. Helst strax í gær. Heimildar-
mynd um konur sem mótuðu æsku mína.
Konur sem ég elskaði meira en lífið sjálft
þegar ég var akfeitt ungmenni að alast upp
í Fellunum. Heimildarmynd um stúlkna-
sveitina Spice Girls.
ÉG var tólf ára þegar Spice Girls var
stofnuð. Ég gleymi því aldrei þegar ég beið
í óþreyju eftir Nágrönnum einn sumar-
dag, með kexmylsnu niður á höku, og
myndband við lagið Wannabe kom á
skjáinn. Þær náðu mér strax. Og þær
héldu mér til ársins 1998 þegar uppá-
haldið mitt, Geri Halliwell, yfirgaf
sveitina.
ÉG hélt samt að þær ættu ást mína
ekki lengur. Þar skjátlaðist mér. Við
áhorf heimildarmyndarinnar helltist
nostalgían yfir mig. Gömlu mynd-
brotin, sem ég hafði horft á aftur og
aftur á útjöskuðum VHS-spólum,
fóru með mig til baka í tímann og
ég felldi meira að segja tár. Alveg
nokkur.
ÉG uppgötvaði nefnilega að ég hafði van-
metið Kryddpíurnar. Þær voru mín fyrir-
mynd þegar ég var að alast upp og þvílíkar
fyrirmyndir. Þær gerðu bara nákvæmlega
það sem þær vildu. Þær komu fram við alla
eins, hvort sem það var Nelson Mandela eða
Jói litli í hornbúðinni. Stundum voru þær
kappklæddar, stundum voru þær léttklædd-
ar – það fór allt eftir veðri og vindum. Þær
voru alltaf með húmorinn í lagi. Og þær
voru, eins og Victoria Beckham segir sjálf
í heimildarmyndinni, bara venjulegar, lág-
vaxnar, breskar stelpur sem litu ágætlega
út eftir nokkra klukkutíma í sminki.
LANGT var liðið á nóttina þegar ég rank-
aði við mér, grátbólgin og full fortíðarþrár,
og myndin búin. Mest langaði mig til að
hlaupa fram á náttfötunum, vekja barnunga
dóttur mína, draga fram gömlu VHS-spól-
urnar og sýna henni þessi kjarnakvendi.
Konur sem reyndu ekki sí og æ að hneyksla
til að vekja á sér athygli. Konur sem þurftu
ekki að snerta hver aðra kynferðislega til
að selja plötur.
BARA venjulegar konur sem ætluðu að
sigra heiminn. Og gerðu það.
Konurnar sem sigruðu heiminn
Vivienne Westwood
hannar föt á fl ugþjóna
Nýrri línu goðsagnakennda fatahönnuðarins Vivienne Westwood var fagnað
í London í vikunni. Í línunni eru fl ugþjónaföt sem Westwood hannaði fyrir
fl ugfélagið Virgin Atlantic sem er að mestu í eigu Richards Branson.
FLJÚGA HÁTT Westwood ásamt Richard Branson og nokkrum flugþjónum.
NORDICPHOTOS/GETTY
NÁTTFATAPARTÍ? Klæðn-
aður söngkonunnar Elizu
Doolittle vakti athygli.
HEFUR ENGU GLEYMT Söngkonan
Debbie Harry tróð upp í teitinu
ásamt hljómsveit sinni Blondie.
LITRÍK Söngkonan Kelis smart í
hönnun frá Vivienne Westwood.
ENSKA RÓSIN Breska
leikkonan Naomie Harris
mætti.
GULLDRENGURINN Tón-
listarmaðurinn Goldie mætti í
strigaskóm og gallabuxum.
HM Í BEINNI
BESTU MÖGULEGU
HLJÓÐ- &
MYNDGÆÐI,
8 LIÐA ÚRSLIT FÖS. &
LAU.KL. 16:00 & 20:00.FRÍTT INN
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
TRANSFORMERS 3D 4, 7, 10:10(P)
TEMJA DREKANN SINN 2D 4:30
BRICK MANSIONS 10:40
22 JUMP STREET 8
MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:20
VONARSTRÆTI 5, 8
ÍSL TAL
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
THE SALVATION
TRANSFORMERS 2D
TRANSFORMERS 3D
TRANSFORMERS 3DLÚXUS
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
AÐ TEMJA DREKANN 2 3DÍSL. TAL
22 JUMP STREET
TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL
VONARSTRÆTI
KL. 8 - 10.40
KL. 4
KL. 8 - 10.10
KL. 5 - 9
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 5.30 - 8 - 10.40
KL. 3.30
KL. 8
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
TRAIN. . . DRAGON 3DENS. TAL ÓTEXT.
22 JUMP STREET
X-MEN3D
FAULT IN OUR STARS
VONARSTRÆTI
Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með
KL. 5.45
KL. 8
KL. 10.15
KL. 10.40
KL. 5.20 - 8 - 10.40
KL. 5.20 - 8
-T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL
-FRÉTTABLAÐIÐ-DV S.R.S
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN
LOS ANGELES TIMES TOTAL FILM