Fréttablaðið - 04.07.2014, Side 50
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34
EVRÓPUKEPPNIN
1. UMF. Í FORK. EVRÓPUDEILDAR
STJARNAN - BANGOR 4-0
1-0 Ólafur Karl Finsen, víti (13.), 2-0 Veigar Páll
Gunnarsson (16.), 3-0 Ólafur Karl Finsen (54.),
4-0 Arnar Már Björgvinsson (70.).
FH - GLENAVON 3-0
1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (82.), 2-0 Atli
Guðnason (90.), 3-0 Atli Guðnason (90.+2).
FRAM - JK NÖMME KAIJU 0-1
0-1 Fábio Prates (61.)
1.DEILD KARLA
SELFOSS - HAUKAR 0-2
ÍA - KV 0-1
STAÐAN Í DEILDINNI:
Leiknir R. 9 6 2 1 13-3 20
ÍA 9 6 0 3 21-8 18
Víkingur Ó. 9 5 0 4 14-16 15
HK 8 4 2 2 13-11 14
Þróttur R. 9 4 2 3 13-11 14
Haukar 9 4 2 3 13-13 14
KA 9 4 1 4 20-14 13
Selfoss 9 3 2 4 9-8 11
KV 9 3 1 5 18-20 10
BÍ/Bolungarvík 9 3 1 5 12-22 10
Grindavík 9 2 2 5 10-13 8
Tindastóll 8 0 3 5 5-22 3
visir.is
Frekari umfjöllun
um Evrópudeildina
Stjörnumenn í stuði á sögulegu kvöldi
SÝNING Á FRUMSÝNINGARKVÖLDI Ólafur Karl Finsen
skoraði tvö mörk í fyrsta Evrópuleik Stjörnunnar í Garða-
bænum í gær en Stjarnan setti þá upp markasýningu. Hér
fagnar hann seinna marki sínu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPORT
FÓTBOLTI „Maður þurfti að rifja
upp hvernig á að fagna sigri – það
var allt gleymt og grafið,“ segir
Elfar Freyr Helgason, miðvörður
Breiðabliks, léttur í samtali við
Fréttablaðið um fyrsta sigur liðs-
ins í Pepsi-deildinni í sumar.
Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópa-
vogsvellinum á fimmtudaginn og
vann sinn fyrsta sigur þegar tíu
leikir eru búnir af mótinu. Elfar
Freyr átti stórleik í vörn Breiða-
bliks, skoraði eitt markanna og
er leikmaður umferðarinnar hjá
Fréttablaðinu fyrir frammistöðu
sína.
„Ef einhver hefði sagt við mig
fyrir tímabilið að við myndum
ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð
hefði ég bara hrist hausinn. Guð
minn almáttugur hvað þetta tók
langan tíma. En þetta var bara
skemmtilegt eins og alltaf þegar
maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.
Las blöðin á ný
Það var létt yfir Elfari þegar
Fréttablaðið heyrði í honum í gær.
Hann var upptekinn við að sanda
og sá í Kópavogsvöll, en hann
vinnur þar á daginn og æfir þar á
kvöldin. Alvöru Bliki. Hann held-
ur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir
þennan sigur.
„Með fullri virðingu fyrir Þór
þá var ekki eins og við værum að
vinna FH eða KR á útivelli. Maður
má ekkert missa sig yfir heima-
sigri á liðinu í botnsætinu sem er
að spila eftir sjö tíma rútuferð,“
segir Elfar Freyr. Hvernig hefur
andinn verið í liðinu á meðan hóp-
urinn gekk í gegnum þessar erf-
iðu vikur?
„Menn eru jákvæðir og reyna
að peppa hver annan upp. Ég er
ánægður með hvernig við höfum
tekist á við þetta.“
Elfar leyfði sér að glugga aftur
í blöðin eftir sigurinn á miðviku-
daginn. „Þegar illa gengur reyn-
ir maður að kúpla sig út úr allri
umfjöllun. Maður les ekki blöðin
og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En
maður leyfði sér að kíkja í blöðin
í dag [gær].“
Stutt stopp á Íslandi
Elfar hélt út í atvinnumennsku á
miðju tímabili 2011 þegar hann
samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór
hann til Stabæk og svo Randers í
Danmörku áður en hann kom aftur
heim á miðju síðasta sumri. Stefn-
an er tekin aftur út strax næsta
haust en af öðrum ástæðum.
„Kærastan mín er að fara í
tveggja ára nám í Svíþjóð og ég
ætla ekki að vera í einhverju
Skype-sambandi. Ég ætla að
athuga hvort það séu ekki einhver
lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“
segir Elfar Freyr sem er með klás-
úlu í samningi sínum sem segir að
hann megi fara frítt frá Breiða-
bliki eftir tímabilið.
„Það mun hjálpa mér, en það er
ekkert komið í gang núna. Ég mun
samt selja mig ódýrt – þetta verð-
ur ekki þessi hefðbundna atvinnu-
mennska. Ég er bara að fara að
elta ástina til Svíþjóðar,“ segir
Elfar Freyr Helgason kampakát-
ur að lokum. tomas@365.is
Eltir ástina
eft ir tímabilið
Elfar Freyr Helgason átti stórleik í vörn Breiðabliks
þegar Blikar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
STEFNA UPP Á VIÐ Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar
sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Brasilíumenn fá alvöru próf í
kvöld þegar þeir mæta hinu
stórskemmtilega liði Kólumbíu í átta
liða úrslitunum á HM í Brasilíu. Það er
mikil pressa á brasilíska liðinu sem er
á heimavelli og hefur setið eftir í átta
liða úrslitunum í undanförnum tveimur
mótum, 2006 á móti Frakklandi
(0-1) og 2010 á móti Hollandi (1-2).
Kólumbíumenn hafa aldrei komist í
undanúrslit á HM en eru til alls líklegir
eftir 11 mörk í fyrstu 4 leikjum sínum.
Þjálfari þeirra, José Pékerman, hefur
líka aldrei tapað leik á HM. Allt um HM á Vísi
Komast Brassarnir í gegnum átta
liða úrslitin í fyrsta sinn frá 2002?
16.00 FRAKKLAND-ÞÝSKALAND
20.00 BRASILÍA-KÓLUMBÍA
Átta liða úrslitin á HM í fótbolta
í Brasilíu hefjast í kvöld með
tveimur leikjum og þar eru á
ferðinni tveir nágrannaslagir. Juan
Cuadradoa frá Kólumbíu hefur gefið
flestar stoðsendingar á HM til þessa (4) en
hann og félagar hans eru til alls líklegir á móti
heimamönnum í Brasilíu. Í hinum leiknum
mætast síðan evrópsku stórveldin Þýskaland og
Frakkland og þar verður ekkert gefið.
Þjóðverjinn Toni Kroos
verður leikmaður Real Madrid
eftir HM en spænska blaðið
Marca sagði frá því í gær að
Evrópumeistararnir hefðu
náð samkomulagi við Bayern
München um að kaupa hann
á 25 milljónir evra. Bayern
vildi halda Kroos en aðeins ár
var eftir af samningi hans. Það
verður ekki gengið frá þessu
fyrr en eftir HM og Kroos
verður í stóru hlutverki á móti
Frökkum á HM í kvöld.
STJARNA
KVÖLDSINS?
Toni Kroos 24 ára miðju-
maður Þýskalands.