Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 50
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 EVRÓPUKEPPNIN 1. UMF. Í FORK. EVRÓPUDEILDAR STJARNAN - BANGOR 4-0 1-0 Ólafur Karl Finsen, víti (13.), 2-0 Veigar Páll Gunnarsson (16.), 3-0 Ólafur Karl Finsen (54.), 4-0 Arnar Már Björgvinsson (70.). FH - GLENAVON 3-0 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (82.), 2-0 Atli Guðnason (90.), 3-0 Atli Guðnason (90.+2). FRAM - JK NÖMME KAIJU 0-1 0-1 Fábio Prates (61.) 1.DEILD KARLA SELFOSS - HAUKAR 0-2 ÍA - KV 0-1 STAÐAN Í DEILDINNI: Leiknir R. 9 6 2 1 13-3 20 ÍA 9 6 0 3 21-8 18 Víkingur Ó. 9 5 0 4 14-16 15 HK 8 4 2 2 13-11 14 Þróttur R. 9 4 2 3 13-11 14 Haukar 9 4 2 3 13-13 14 KA 9 4 1 4 20-14 13 Selfoss 9 3 2 4 9-8 11 KV 9 3 1 5 18-20 10 BÍ/Bolungarvík 9 3 1 5 12-22 10 Grindavík 9 2 2 5 10-13 8 Tindastóll 8 0 3 5 5-22 3 visir.is Frekari umfjöllun um Evrópudeildina Stjörnumenn í stuði á sögulegu kvöldi SÝNING Á FRUMSÝNINGARKVÖLDI Ólafur Karl Finsen skoraði tvö mörk í fyrsta Evrópuleik Stjörnunnar í Garða- bænum í gær en Stjarnan setti þá upp markasýningu. Hér fagnar hann seinna marki sínu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT FÓTBOLTI „Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðs- ins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópa- vogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiða- bliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr. Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann held- ur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heima- sigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hóp- urinn gekk í gegnum þessar erf- iðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðviku- daginn. „Þegar illa gengur reyn- ir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“ Stutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefn- an er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klás- úlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiða- bliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verð- ur ekki þessi hefðbundna atvinnu- mennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakát- ur að lokum. tomas@365.is Eltir ástina eft ir tímabilið Elfar Freyr Helgason átti stórleik í vörn Breiðabliks þegar Blikar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu. STEFNA UPP Á VIÐ Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Brasilíumenn fá alvöru próf í kvöld þegar þeir mæta hinu stórskemmtilega liði Kólumbíu í átta liða úrslitunum á HM í Brasilíu. Það er mikil pressa á brasilíska liðinu sem er á heimavelli og hefur setið eftir í átta liða úrslitunum í undanförnum tveimur mótum, 2006 á móti Frakklandi (0-1) og 2010 á móti Hollandi (1-2). Kólumbíumenn hafa aldrei komist í undanúrslit á HM en eru til alls líklegir eftir 11 mörk í fyrstu 4 leikjum sínum. Þjálfari þeirra, José Pékerman, hefur líka aldrei tapað leik á HM. Allt um HM á Vísi Komast Brassarnir í gegnum átta liða úrslitin í fyrsta sinn frá 2002? 16.00 FRAKKLAND-ÞÝSKALAND 20.00 BRASILÍA-KÓLUMBÍA Átta liða úrslitin á HM í fótbolta í Brasilíu hefjast í kvöld með tveimur leikjum og þar eru á ferðinni tveir nágrannaslagir. Juan Cuadradoa frá Kólumbíu hefur gefið flestar stoðsendingar á HM til þessa (4) en hann og félagar hans eru til alls líklegir á móti heimamönnum í Brasilíu. Í hinum leiknum mætast síðan evrópsku stórveldin Þýskaland og Frakkland og þar verður ekkert gefið. Þjóðverjinn Toni Kroos verður leikmaður Real Madrid eftir HM en spænska blaðið Marca sagði frá því í gær að Evrópumeistararnir hefðu náð samkomulagi við Bayern München um að kaupa hann á 25 milljónir evra. Bayern vildi halda Kroos en aðeins ár var eftir af samningi hans. Það verður ekki gengið frá þessu fyrr en eftir HM og Kroos verður í stóru hlutverki á móti Frökkum á HM í kvöld. STJARNA KVÖLDSINS? Toni Kroos 24 ára miðju- maður Þýskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.