Fréttablaðið - 04.07.2014, Page 54

Fréttablaðið - 04.07.2014, Page 54
4. júlí 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I „Tónleikarnir voru gjörsamlega truflaðir. Þvílíkt þéttir og góðir,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói. Hann skellti sér á tónleika goðsagnakenndu hljómsveitar- innar Rolling Stones í Svíþjóð á dögunum ásamt góðvini sínum Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa, bróður hans, Ingvari Sverrissyni, föður hans, Sverri Friðþjófssyni, og leikstjóranum Braga Þór Hin- rikssyni. Eins og margir vita er Sveppi gallharður Stones-maður og segir Gói að hann hafi smitað sig. „Ég er orðinn gallharður núna. Sveppi er búinn að sjá þá fjórum sinnum en þetta var í fyrsta skipt- ið mitt. En ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þeim. Nú elska ég þá!“ segir Gói. Hljómsveitin Rolling Stones er nú á tónleikaferðalaginu 14 On Fire en fresta þurfti nokkrum tón- leikum fyrr á árinu eftir að kær- asta söngvarans Micks Jagger, fatahönnuðurinn L’Wren Scott, framdi sjálfsmorð. Gói segir að hljómsveitarmeðlimir hafi verið í toppformi þrátt fyrir það áfall. „Það sem ég dáðist líka að var að sjá brosið og gleðina skína úr augum þeirra og Jaggerinn sjö- tíu plús hlaupandi stanslaust í tvo tíma án þess að blása úr nös. Algjörir snillingar.“ - lkg Gallharður aðdáandi eft ir tónleikana Vinirnir Sveppi og Gói skelltu sér á tónleika Rolling Stones í Svíþjóð. WILD HORSES Þessi mynd var tekin af köppunum strax eftir tónleikana. MYND/ÚR EINKASAFNI Sveppi er búinn að sjá þá fjórum sinnum en þetta var í fyrsta skiptið mitt. Gói „Síðustu fimm ár hef ég verið að búa til tónlist inni í herbergi og er loksins að fara að opinbera hana,“ segir hinn 21 ára gamli tónlistar- maður Þorsteinn Sindri Baldvins- son, betur þekktur sem Stony. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta smá- skífulag, sem ber nafnið Feel Good, en lagið varð þó til fyrir um þremur árum en textinn er nýr. Stony er líklega best þekktur fyrir myndböndin sín á YouTube en þar leikur hann helst á trommur, en í tónlistinni sinni spilar hann ekki bara á trommur. „Ég rappa, syng og spila á ýmis hljóðfæri í tónlistinni minni.“ Spurður út í hæfni sína í því að kveða rímur og sönghæfnina segir Stony: „Það kemur allavega í ljós núna en ég hef bara gaman af þessu.“ Á þessum fimm árum hefur Stony samið fjölda laga sem bíða þess að líta dagsins ljós. „Ég var að fara í gegnum tölvuna og sá að ég er með um 75 lög sem eru ekki alveg tilbú- in, ég hef ekki nógu mikla athygli til að klára þetta,“ segir Stony og hlær. Hann er þó með þrjú lög sem eru næstum því tilbúin, fyrir utan það lag sem kemur nú út. Hann nýtur þó dyggrar aðstoðar Styrmis Hauks- sonar sem sér um að mastera lögin hans og þá aðstoðaði Vignir Snær Vigfússon hann í einu lagi. Þá hefur Stony verið tíður gestur á skjáum landsmanna eftir að hann kom fram í Pepsi-auglýsingu fyrir skömmu. - glp Stony sendir frá sér eigin tónlist Tónlistarmaðurinn Stony sendir frá sér frumsamið efni í fyrsta sinn um þessar mundir. Hann syngur, rappar og leikur á öll hljóðfærin og á í nógu að snúast. FJÖLHÆFUR Þorsteinn Sindri Bald- vinsson, eða Stony, sendir frá sér nýtt frumsamið efni. MYND/BALDUR KRISTJÁNS Hinn fimmtán ára gamli rapp- ari Chris Miles er bandarískur og hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína, enda skrifaði hann nýverið undir stærðarinnar útgáfu- samning við eitt stærsta útgáfufyr- irtæki í heimi, Warner/Chappell. Það er þó ekki í frásögur færandi nema að á bak við þennan hæfi- leikapilt er íslenskur maður að nafni Benedikt Steinar Benedikts- son, betur þekktur sem Benni Ben. „Ég ásamt þremur bandarískum félögum mínum er með fyrir- tækið T3musicgroup og við upp- götvuðum Miles árið 2012 og gerðum samning við hann. Það má alveg segja að hann sér nokk- urs konar Justin Bieber rappsins því hann semur tónlist eins og enginn annar,“ segir Benni Ben spurður út í upphaf samstarfsins. Benni fór í nám til Flórída árið 2009 í upptökufræðum og kynnt- ist þar félögum sínum sem stofn- uðu svo með honum fyrirtæk- ið T3musicgroup. „Við vissum strax að þarna væri virkilega hæfileikaríkur piltur á ferðinni og eftir stuttan tíma fóru stærri fyrirtæki að sýna honum áhuga og varð svo stærðarinnar samn- ingur að veruleika núna í maí,“ bætir Benni við. Hann starfar nú sem upp- tökustjóri Miles, ásamt öðrum bandarískum félaga sínum en hinir tveir starfa sem umboðs- menn rapparans unga. „Við í T3musicgroup skiptum þessu á milli okkar.“ Benni hefur þó einnig fengið félaga sína í upptöku- og pródús- erateyminu Redd Lights til þess að vinna með Miles. „Þeir eru með þeim stærstu og bestu heima og ég vildi fá þá út, því þeir eru það góðir að þeir eiga að vera úti,“ segir Benni. Piltarnir í Redd Lights dvöldu þó úti í New York í vetur, þar sem Benni býr, og unnu með Miles. „Þeir voru úti hjá mér í vetur og unnu mikið með Chris. Við erum að gera mörg góð lög með honum.“ Redd Light hafa einmitt einnig gert samning við T3musicgroup. Í dag vinnur Benni ásamt félögum sínum í T3music group, Redd Lights og fleiri erlend- um pródúserum að fyrstu plötu Chris Miles. „Við stefnum á að gefa plötuna út í vetur, líklega fyrir jól. Við höfum fengið frá- bær viðbrögð og ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer.“ gunnarleo@frettabladid.is Stendur á bak við rísandi rappstjörnu Benedikt Steinar Benediktsson uppgötvaði hinn 15 ára gamla rappara Chris Miles. • Hann var kynntur til sögunnar á heimsvísu í síðustu viku og er strax orðinn mjög vinsæll. • Hann er fimmtán ára gamall og er frá Long Island í New York. • Hann hefur gert samning við Warner/Chappell Music sem er hluti af Warner Music Group og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heiminum. • Hann er rosalega vinsæll á Twitter með tæpa fimmtán þúsund fylgjendur og með yfir 40.000 þúsund áskrifendur á YouTube. • Honum er líkt við Eminem og fer í viðtal í næstu viku á útvarpsstöðinni Shade 45, sem er einmitt í eigu Eminem. HVER ER CHRIS MILES?BJART FRAMUNDAN Upptökustjórinn Benedikt Steinar Ben- ediktsson eða Benni Ben stendur þétt við bakið á Chris Miles. FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég verð að segja lagið Love Never Felt So Good með Michael Jackson og Justin Timberlake því það kemur mér sko í stuð.“ Anna Karen Ellertsdóttir, tískudíva á Spyr.is og förðunarfræðingur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.